Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2016 06:00 Dagur hefur náð frábærum árangri með þýska landsliðið. vísir/getty Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, hefur átt stórt ár. Hann gerði ungt lið Þjóðverja að Evrópumeisturum í Póllandi í janúar og varð þjóðhetja á einni nóttu. Hann náði síðan í brons á Ólympíuleikunum en fyrir utan verðlaunin hefur árið verið annasamt hjá Valsmanninum. Dagur þeyttist um álfuna og víðar til að halda fyrirlestra en ýmis stórfyrirtæki eru áhugasöm um að heyra um stjórnunarhætti íslenska þjálfarans sem er orðinn gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Þetta kom allt fram í einkaviðtali Guðjóns Guðmundssonar, íþróttafréttamanns 365, við Dag Sigurðsson sem var tekið í hádeginu á föstudaginn. Guðjón fékk dag til að leggja mat á íslenska landsliðið og framtíð þess en strákarnir okkar hafa verið í mikilli lægð undanfarin misseri eftir frábær ár þar á undan. Ísland féll úr keppni í 16 liða úrslitum HM í Katar og komst ekki upp úr riðli á EM í Póllandi í janúar. Kallað hefur verið eftir því að Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, yngi upp liðið og það var einnig í gangi þegar Aron Kristjánsson stýrði því að undan geir. Dagur þekkir það vel að yngja upp landslið en það gerði hann með þýska liðið í byrjun árs, meðal annars vegna meiðsla. Það er þó stór munur á því að yngja upp þýska liðið og það íslenska.Treystum þjálfurunum „Ég þekki þessa umræðu ágætlega. Menn eru fljótir að stökkva á þann vagn að það sé alltaf eitthvað grænna hinum megin,“ segir Dagur. „Ég endurnýjaði þýska liðið töluvert. Það má samt ekki gleyma því að þó þeir séu ekki með marga landsleiki á bakinu er um að ræða leikmenn sem spila í þýsku 1. deildinni. Því eru því vanir því að spila á móti þeim bestu og undir pressu. Þeir ungu leikmenn eru allir tiltölulega reynslumiklir.“ Dagur segist treysta Geir fullkomlega fyrir því að meta hvenær og hvernig hann endurnýjar íslenska landsliðið en ef það er eitthvað sem Dagur vill ekki er það að láta leikmennina sjálfa ráða því hvenær landsliðsferlum þeirra er lokið. Það sé einnig undir þjálfaranum komið. „Við eigum að treysta þjálfaranum fyrir því að taka að taka þessa ákvörðun. Það á ekki að láta leikmenn sem hafa spilað 200 plús landsleiki taka ákvörðun um hvort þeir hætti eða ekki. Við eigum bara að þakka fyrir á meðan þeir gefa kost á sér og þakka þeim svo fyrir þjónustuna þegar þeirra tími er liðinn,“ segr Dagur og bendir á Alexander Petersson sem tilkynnti í vikunni að hann mun ekki spila oftar með landsliðinu. „Alexander Petersson er búinn að vera töluvert meiddur og þá er hart að dæma hann ef hann stendur sig ekki í leik. Menn verða að sjá það, að það er þjálfarinn sem verður að taka þessa ákvörðun fyrir leikmennina hvort þeir haldi áfram með landsliðinu eða ekki,“ segir Dagur.Dagur fagnar með Fuchse Berlin.vísir/gettyÁfram í heimsklassa Ísland náði í silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á HM í Austurríki. Það var líklegt til sigurs á ÓL 2012 og náði fimmta sætinu á EM 2014 með góðri frammistöðu. Liðið var á meðal þeirra 6-10 bestu í 7-8 ár en nú hefur fallið verið ansi mikið. Dagur er samt bjartsýnn á framtíðina hjá Íslandi og sér fram á að Íslandi geti verið á meðal þeirra tíu bestu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Við megum samt ekki gleyma að það þarf lítið til að þetta skoppi í báðar áttir. Það er stutt á milli fimmtán bestu þjóðanna. Nú þarf Ísland að ná upp góðum varnarleiki og það er enginn betri í það en Geir Sveinsson. Sóknarleikurinn er enn mjög sterkur og Ísland er með leikmann eins og Aron sem getur búið til mörk upp úr engu,“ segir Dagur. Í allri umræðunni um endurnýjun á íslenska liðinu bendir Dagur á mikilvægi reynslunnar hjá strákunum okkar. „Reynslan í íslenska liðinu er líka svo mikil að það er óþægilegt. Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti því og þó maður skipti til dæmis um vörn veit maður að það tekur íslenska liðið enga stund að finna lausnir á henni. Þessi reynsla er mikils virði og því finnst mér ekkert skrítið að þjálfarar eins og Geir og Aron og fleiri vilji ekki henda þessu út þegar þeir koma inn,“ segir hann. Endurnýjun er líka erfið þegar leikmennirnir sem eru fyrir eru einfaldlega betri en þeir sem eru að koma inn. „Það þarf að fara í gegnum ákveðna endurnýjun en það verður að vera með leikmönnum sem eru tilbúnir. Það er ekki hægt að gefa sér tíma til að bíða eftir þeim í landsliðið,“ segir Dagur.Fara of snemma út Dagur vill að menn verði þolinmóðari þegar kemur að því að fara í atvinnumennsku. Hann segir ekki nóg að „hoppa yfir til Danmerkur og halda að maður sé kominn í alþjóðlegan klassa.“ Menn þurfa að vera orðnir stöðugir lykilmenn og burðarásar í liðum sínum hér heima áður en þeir fara út. Þetta þekkir hann af eigin reynslu. „Ef við horfum bara á okkur Ólaf Stefánsson. Við vorum orðnir 23 ára gamlir þegar við fórum út, búnir að vinna fimm Íslandsmeistaratitla og vera burðarásar í okkar liðum og spila yfir 50 landsleiki en samt fórum við bara í þýsku 2. deildina,“ segir Dagur og heldur áfram: „Menn vanmeta það að standa sem burðarás í sínu liði fyrst og taka svo skrefið út. Liðin úti eru ekki að leita að farþegum. Sumir halda að þjálfunin sé mikið betri úti en þjálfaratrölfræðin segir nú ýmislegt annað. Hún segir að bestu þjálfararnir eru hérna heima. Við getum treyst á það að leikmenn eru aldir vel upp,“ segir Dagur Sigurðsson. Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, hefur átt stórt ár. Hann gerði ungt lið Þjóðverja að Evrópumeisturum í Póllandi í janúar og varð þjóðhetja á einni nóttu. Hann náði síðan í brons á Ólympíuleikunum en fyrir utan verðlaunin hefur árið verið annasamt hjá Valsmanninum. Dagur þeyttist um álfuna og víðar til að halda fyrirlestra en ýmis stórfyrirtæki eru áhugasöm um að heyra um stjórnunarhætti íslenska þjálfarans sem er orðinn gríðarlega vinsæll í heimalandinu. Þetta kom allt fram í einkaviðtali Guðjóns Guðmundssonar, íþróttafréttamanns 365, við Dag Sigurðsson sem var tekið í hádeginu á föstudaginn. Guðjón fékk dag til að leggja mat á íslenska landsliðið og framtíð þess en strákarnir okkar hafa verið í mikilli lægð undanfarin misseri eftir frábær ár þar á undan. Ísland féll úr keppni í 16 liða úrslitum HM í Katar og komst ekki upp úr riðli á EM í Póllandi í janúar. Kallað hefur verið eftir því að Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, yngi upp liðið og það var einnig í gangi þegar Aron Kristjánsson stýrði því að undan geir. Dagur þekkir það vel að yngja upp landslið en það gerði hann með þýska liðið í byrjun árs, meðal annars vegna meiðsla. Það er þó stór munur á því að yngja upp þýska liðið og það íslenska.Treystum þjálfurunum „Ég þekki þessa umræðu ágætlega. Menn eru fljótir að stökkva á þann vagn að það sé alltaf eitthvað grænna hinum megin,“ segir Dagur. „Ég endurnýjaði þýska liðið töluvert. Það má samt ekki gleyma því að þó þeir séu ekki með marga landsleiki á bakinu er um að ræða leikmenn sem spila í þýsku 1. deildinni. Því eru því vanir því að spila á móti þeim bestu og undir pressu. Þeir ungu leikmenn eru allir tiltölulega reynslumiklir.“ Dagur segist treysta Geir fullkomlega fyrir því að meta hvenær og hvernig hann endurnýjar íslenska landsliðið en ef það er eitthvað sem Dagur vill ekki er það að láta leikmennina sjálfa ráða því hvenær landsliðsferlum þeirra er lokið. Það sé einnig undir þjálfaranum komið. „Við eigum að treysta þjálfaranum fyrir því að taka að taka þessa ákvörðun. Það á ekki að láta leikmenn sem hafa spilað 200 plús landsleiki taka ákvörðun um hvort þeir hætti eða ekki. Við eigum bara að þakka fyrir á meðan þeir gefa kost á sér og þakka þeim svo fyrir þjónustuna þegar þeirra tími er liðinn,“ segr Dagur og bendir á Alexander Petersson sem tilkynnti í vikunni að hann mun ekki spila oftar með landsliðinu. „Alexander Petersson er búinn að vera töluvert meiddur og þá er hart að dæma hann ef hann stendur sig ekki í leik. Menn verða að sjá það, að það er þjálfarinn sem verður að taka þessa ákvörðun fyrir leikmennina hvort þeir haldi áfram með landsliðinu eða ekki,“ segir Dagur.Dagur fagnar með Fuchse Berlin.vísir/gettyÁfram í heimsklassa Ísland náði í silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á HM í Austurríki. Það var líklegt til sigurs á ÓL 2012 og náði fimmta sætinu á EM 2014 með góðri frammistöðu. Liðið var á meðal þeirra 6-10 bestu í 7-8 ár en nú hefur fallið verið ansi mikið. Dagur er samt bjartsýnn á framtíðina hjá Íslandi og sér fram á að Íslandi geti verið á meðal þeirra tíu bestu. „Ég held að það sé alveg möguleiki. Við megum samt ekki gleyma að það þarf lítið til að þetta skoppi í báðar áttir. Það er stutt á milli fimmtán bestu þjóðanna. Nú þarf Ísland að ná upp góðum varnarleiki og það er enginn betri í það en Geir Sveinsson. Sóknarleikurinn er enn mjög sterkur og Ísland er með leikmann eins og Aron sem getur búið til mörk upp úr engu,“ segir Dagur. Í allri umræðunni um endurnýjun á íslenska liðinu bendir Dagur á mikilvægi reynslunnar hjá strákunum okkar. „Reynslan í íslenska liðinu er líka svo mikil að það er óþægilegt. Ég hef spilað nokkrum sinnum á móti því og þó maður skipti til dæmis um vörn veit maður að það tekur íslenska liðið enga stund að finna lausnir á henni. Þessi reynsla er mikils virði og því finnst mér ekkert skrítið að þjálfarar eins og Geir og Aron og fleiri vilji ekki henda þessu út þegar þeir koma inn,“ segir hann. Endurnýjun er líka erfið þegar leikmennirnir sem eru fyrir eru einfaldlega betri en þeir sem eru að koma inn. „Það þarf að fara í gegnum ákveðna endurnýjun en það verður að vera með leikmönnum sem eru tilbúnir. Það er ekki hægt að gefa sér tíma til að bíða eftir þeim í landsliðið,“ segir Dagur.Fara of snemma út Dagur vill að menn verði þolinmóðari þegar kemur að því að fara í atvinnumennsku. Hann segir ekki nóg að „hoppa yfir til Danmerkur og halda að maður sé kominn í alþjóðlegan klassa.“ Menn þurfa að vera orðnir stöðugir lykilmenn og burðarásar í liðum sínum hér heima áður en þeir fara út. Þetta þekkir hann af eigin reynslu. „Ef við horfum bara á okkur Ólaf Stefánsson. Við vorum orðnir 23 ára gamlir þegar við fórum út, búnir að vinna fimm Íslandsmeistaratitla og vera burðarásar í okkar liðum og spila yfir 50 landsleiki en samt fórum við bara í þýsku 2. deildina,“ segir Dagur og heldur áfram: „Menn vanmeta það að standa sem burðarás í sínu liði fyrst og taka svo skrefið út. Liðin úti eru ekki að leita að farþegum. Sumir halda að þjálfunin sé mikið betri úti en þjálfaratrölfræðin segir nú ýmislegt annað. Hún segir að bestu þjálfararnir eru hérna heima. Við getum treyst á það að leikmenn eru aldir vel upp,“ segir Dagur Sigurðsson.
Handbolti Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira