Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2016 09:30 Dagur hefur náð frábærum árangri með þýska landsliðið. vísir/getty Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi. Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi.
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11
Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00