Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2016 18:30 Dagur Sigurðsson gæti tekið við Veszprém eða PSG. vísir/getty Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar. Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, er með tilboð í höndunum frá tveimur stærstu liðum heims; Veszprém í Ungverjalandi og Paris Saint-Germain í Frakklandi, samkvæmt heimildum íþróttadeildar.Eins og Vísir greindi frá í dag gæti Dagur Sigurðsson hætt með þýska landsliðið næsta sumar en þetta kom fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Hann tók við þýska liðinu fyrir tveimur árum og gerði það í ár að Evrópumeisturum auk þess sem hann vann brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur sagði í einkaviðtali við íþróttadeild fyrir helgi að hann væri í viðræðum við þýska sambandið um samningsmál sín. Hann er samningsbundinn til 2020 en klásúla er í samningnum þess efnis að báðir aðilar gátu sest að samningaborðinu í haust. „Það er í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér að vera þarna næstu 2-3 árin er erfitt að segja. Þegar vel gengur er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur alveg farið í allar áttir,“ sagði Dagur við íþróttadeild.Aron Pálmarsson gæti aftur fengið íslenskan þjálfara.vísir/gettyXabi eða Noka þurfa að víkja Það eru engin smálið sem eru að kroppa í Dag og eru búin að gera honum samningstilboð, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Veszprém hefur í áratugi verið eitt af bestu liðum Evrópu. Það er búið að vinna ungversku úrvalsdeildina tíu ár í röð og 24 sinnum alls. Þá komst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í ár og í fyrra en tapaði í bæði skiptin. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands, er á mála hjá Vezprém en hann var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni í maí þrátt fyrir tap liðsins. Þjálfari Veszprém er Spánverjinn Xavi Sabate sem einnig þjálfar ungverska landsliðið. Paris Saint-Germain varð nýlega stórveldi í evrópskum handbolta þegar sömu fjárfestar og eiga fótboltalið borgarinnar byrjuðu að dæla peningum í það. Það hefur unnið frönsku 1. deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum leiktíðum en á enn eftir að spila til úrslita í Meistaradeildinni. Þjálfari PSG er hinn 66 ára gamli Noka Serdarusic sem áður þjálfaði Kiel með frábærum árangri í fimmtán ár. Hann tók við Parísarliðinu í fyrra en tókst ekki að vinna Meistaradeildina sem er skýrt markmið liðsins. Dagur mun alltaf klára heimsmeistaramótið með Þýskalandi í Frakklandi í janúar en eftir það gæti hann tekið við öðru hvoru þessara stórliða næsta sumar.
Handbolti Tengdar fréttir Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30