Kosið um gott líf á laugardaginn Almar Guðmundsson skrifar 27. október 2016 00:00 Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun