Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. nóvember 2024 07:02 Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Landbúnaður Orkumál Matvælaframleiðsla Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar