Frá orðum til athafna – Í okkar valdi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinningin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekkert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leiðtogar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en samkvæmt upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 milljónir alls. Í lok fundar hétu leiðtogarnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannréttindi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sérstök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleiðtogar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskerubrestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleiðing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um markmið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðarbúa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augunum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt!Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun