Beinin eru af hávöxnum karlmanni Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2016 07:00 Hildur Gestsdóttir hefur lesið í bein fornmannsins – sem hugsanlega var eigandi sverðs frá 10. öld sem einnig fannst fyrir stuttu. vísir/gva Lestur í bein fornmannsins sem fundust í landi Ytri-Ása í Skaftártungu í byrjun mánaðarins sýna að um frekar hávaxinn karlmann var að ræða sem var nokkuð þrekvaxinn og vel haldinn. Hildur Gestsdóttir, fornmeinafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, hefur rannsakað beinin sem gæsaskyttur fundu á bökkum Eldvatns, aðeins nokkra tugi metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Beinin sem fundust eru vinstri fótleggur og mjaðmabein fornmannsins, en þó ekki sé úr miklu að moða er ótrúlegt hvað Hildur getur þó séð mikið út frá jarðneskum leifum þessa manns sem var lagður til hinstu hvílu á tíundu öld, að því gefnu að sverðið umtalaða sé hans. „Af því að ég er með mjaðmarbeinið þá get ég séð að þetta er karlmaður. Líklegast hefur hann verið á fertugsaldri, og frekar hávaxinn miðað við sína samtíðarmenn eða sirka 1,72 metrar á hæð. Þó eru skekkjumörkin töluverð þar sem ég er bara með eitt bein,“ segir Hildur. Spurð um hvort eitthvað sé hægt að merkja um heilsufar mannsins eða líkamlegt atgervi hans að öðru leyti á meðan hann lifði, segir Hildur að merki séu um að einhvern tímann hafi hann glímt við sýkingu. „Ég get ekki sagt meira um það en get sagt að hann var stórgerður og hraustlega byggður – það er þyngd í beinunum og má ætla að hann hafi verið ágætlega hraustur þegar hann lést,“ segir Hildur. Hildur segir blaðamann vera að teygja sig mjög langt þegar er spurt um hvort eigandi beinanna hafi verið veginn, enda afar sjaldgæft að nokkuð sé hægt að segja um dánarorsök út frá fundi eins og þessum. „Af öllum þeim hundruðum beina sem ég hef skoðað get ég talið það á fingrum annarrar handar þar sem ég treysti mér til að segja eitthvað um dánarorsök – enda erum við oftast að leita að einhverju um líf fólks frekar en dánarorsök. Slíkt er varla sjáanlegt nema merki séu um einhvers konar áverka,“ segir Hildur og bætir við að sjaldan sjáist merki á beinum fullorðinna frá þessum tíma að viðkomandi hafi liðið skort. Það sjáist hins vegar frekar á beinum barna; merki um beinkröm eða vítamínskort svo dæmi sé tekið. Frekari rannsóknir á beinunum eru ekki á dagskrá – þó Hildur útiloki alls ekki að frekari rannsóknir verði gerðar síðar en mikill áhugi er á rannsóknum á beinagrindum á Íslandi – bæði hjá vísindamönnum og nemum. Beinin verða eftirleiðis varðveitt á Þjóðminjasafninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Víkingaaldarsverðið sló í gegn á Þjóðminjasafni Sverð eignað Hróari Tungugoða var til sýnis á Þjóðminjasafninu í gær. Mikill fjöldi mætti á sýninguna. Líklegt að rúmt ár sé þangað til að sverðið verði aftur til sýnis. 10. október 2016 07:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lestur í bein fornmannsins sem fundust í landi Ytri-Ása í Skaftártungu í byrjun mánaðarins sýna að um frekar hávaxinn karlmann var að ræða sem var nokkuð þrekvaxinn og vel haldinn. Hildur Gestsdóttir, fornmeinafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, hefur rannsakað beinin sem gæsaskyttur fundu á bökkum Eldvatns, aðeins nokkra tugi metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Beinin sem fundust eru vinstri fótleggur og mjaðmabein fornmannsins, en þó ekki sé úr miklu að moða er ótrúlegt hvað Hildur getur þó séð mikið út frá jarðneskum leifum þessa manns sem var lagður til hinstu hvílu á tíundu öld, að því gefnu að sverðið umtalaða sé hans. „Af því að ég er með mjaðmarbeinið þá get ég séð að þetta er karlmaður. Líklegast hefur hann verið á fertugsaldri, og frekar hávaxinn miðað við sína samtíðarmenn eða sirka 1,72 metrar á hæð. Þó eru skekkjumörkin töluverð þar sem ég er bara með eitt bein,“ segir Hildur. Spurð um hvort eitthvað sé hægt að merkja um heilsufar mannsins eða líkamlegt atgervi hans að öðru leyti á meðan hann lifði, segir Hildur að merki séu um að einhvern tímann hafi hann glímt við sýkingu. „Ég get ekki sagt meira um það en get sagt að hann var stórgerður og hraustlega byggður – það er þyngd í beinunum og má ætla að hann hafi verið ágætlega hraustur þegar hann lést,“ segir Hildur. Hildur segir blaðamann vera að teygja sig mjög langt þegar er spurt um hvort eigandi beinanna hafi verið veginn, enda afar sjaldgæft að nokkuð sé hægt að segja um dánarorsök út frá fundi eins og þessum. „Af öllum þeim hundruðum beina sem ég hef skoðað get ég talið það á fingrum annarrar handar þar sem ég treysti mér til að segja eitthvað um dánarorsök – enda erum við oftast að leita að einhverju um líf fólks frekar en dánarorsök. Slíkt er varla sjáanlegt nema merki séu um einhvers konar áverka,“ segir Hildur og bætir við að sjaldan sjáist merki á beinum fullorðinna frá þessum tíma að viðkomandi hafi liðið skort. Það sjáist hins vegar frekar á beinum barna; merki um beinkröm eða vítamínskort svo dæmi sé tekið. Frekari rannsóknir á beinunum eru ekki á dagskrá – þó Hildur útiloki alls ekki að frekari rannsóknir verði gerðar síðar en mikill áhugi er á rannsóknum á beinagrindum á Íslandi – bæði hjá vísindamönnum og nemum. Beinin verða eftirleiðis varðveitt á Þjóðminjasafninu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01 Víkingaaldarsverðið sló í gegn á Þjóðminjasafni Sverð eignað Hróari Tungugoða var til sýnis á Þjóðminjasafninu í gær. Mikill fjöldi mætti á sýninguna. Líklegt að rúmt ár sé þangað til að sverðið verði aftur til sýnis. 10. október 2016 07:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07
Fundu mannabein skammt frá staðnum þar sem víkingasverðið fannst Gæsaveiðimenn fundu í dag mannabein og málmhlut skammt frá þeim stað þar sem um þúsund ára gamalt sverð fannst í Skaftárhreppi í byrjun síðasta mánaðar. 1. október 2016 21:01
Víkingaaldarsverðið sló í gegn á Þjóðminjasafni Sverð eignað Hróari Tungugoða var til sýnis á Þjóðminjasafninu í gær. Mikill fjöldi mætti á sýninguna. Líklegt að rúmt ár sé þangað til að sverðið verði aftur til sýnis. 10. október 2016 07:00