Stöðugleiki er nauðsynlegur sjálfbærum vexti Bjarni Már Gylfason skrifar 12. október 2016 07:00 Rekstur fyrirtækja og heimila þrífst best við stöðugleika í verðlagi og gengi. Ástæðan er einföld. Allar ákvarðanir um fjárfestingar, skuldsetningu, neyslu og ráðningar verða miklu betri í fyrirsjáanlegu umhverfi án mikilla verðlags- og gengistruflana. En íslenskt efnahagslíf hefur hins vegar löngum verið þjakað af verðbólgu og gengissveiflum sem verulega getur dregið úr samkeppnishæfni landsins. Þessi hagþróun með víxlhækkun launa og verðlags má ekki endurtaka sig. Sem betur fer hafa síðustu misseri einkennst af efnahagslegum stöðugleika en í skjóli fjármagnshafta. Lág verðbólga hefur verið ein mikilvægasta uppspretta kaupmáttaraukningar síðustu ára samhliða kröftugum hagvexti og hækkun launa. Þennan stöðugleika er mikilvægt að verja sérstaklega þegar hyllir undir afnám fjármagnshafta og gengi krónunnar mun í vaxandi mæli ráðast af þeim kröftum sem móta efnahagsþróun á hverjum tíma. Vegna þessa þarf hagstjórnin að vera öguð og einkennast af ráðdeild. Vaxtastig á Íslandi er hátt samanborið við nágrannaríki okkar þrátt fyrir að verðbólga hafi haldist lág að undanförnu. Háir vextir draga verulega úr fjárfestingum fólks og fyrirtækja en lágt fjárfestingastig hefur verið einn helstu veikleiki hagkerfisins síðustu ár. Við búum ekki við samkeppnishæft umhverfi þegar kemur að vöxtum. Ein ástæða hárra vaxta er þessi sögulegi efnahagslegi óstöðugleiki sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf í gegnum tíðina og veldur einfaldlega vaxtaálagi. Efnahagslegur stöðugleiki er þannig ein forsenda lækkandi vaxta. Þegar vel árar í efnahagslífinu er hætt við að almenn hagstjórn og áherslur um grundvallaratriðið í ríkisfjármálum og peningamálum verði ekki mikið til umræðu þegar gengið er til kosninga. Líklegra er að á vettvangi stjórnmála sé meira rætt um hvernig eigi að eyða fjármunum eða hvernig beri að skattleggja fólk og fyrirtæki. Þetta er skammsýni. Ráðdeild í ríkisfjármálum er nefnilega samofin stöðugleika sem er aftur forsenda samkeppnishæfni, sjálfbærs hagvaxtar og lækkunar vaxta. Það er hagur okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því í þannig umhverfi tekst okkur að skapa sem mest verðmæti og tryggja samkeppnishæfni Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rekstur fyrirtækja og heimila þrífst best við stöðugleika í verðlagi og gengi. Ástæðan er einföld. Allar ákvarðanir um fjárfestingar, skuldsetningu, neyslu og ráðningar verða miklu betri í fyrirsjáanlegu umhverfi án mikilla verðlags- og gengistruflana. En íslenskt efnahagslíf hefur hins vegar löngum verið þjakað af verðbólgu og gengissveiflum sem verulega getur dregið úr samkeppnishæfni landsins. Þessi hagþróun með víxlhækkun launa og verðlags má ekki endurtaka sig. Sem betur fer hafa síðustu misseri einkennst af efnahagslegum stöðugleika en í skjóli fjármagnshafta. Lág verðbólga hefur verið ein mikilvægasta uppspretta kaupmáttaraukningar síðustu ára samhliða kröftugum hagvexti og hækkun launa. Þennan stöðugleika er mikilvægt að verja sérstaklega þegar hyllir undir afnám fjármagnshafta og gengi krónunnar mun í vaxandi mæli ráðast af þeim kröftum sem móta efnahagsþróun á hverjum tíma. Vegna þessa þarf hagstjórnin að vera öguð og einkennast af ráðdeild. Vaxtastig á Íslandi er hátt samanborið við nágrannaríki okkar þrátt fyrir að verðbólga hafi haldist lág að undanförnu. Háir vextir draga verulega úr fjárfestingum fólks og fyrirtækja en lágt fjárfestingastig hefur verið einn helstu veikleiki hagkerfisins síðustu ár. Við búum ekki við samkeppnishæft umhverfi þegar kemur að vöxtum. Ein ástæða hárra vaxta er þessi sögulegi efnahagslegi óstöðugleiki sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf í gegnum tíðina og veldur einfaldlega vaxtaálagi. Efnahagslegur stöðugleiki er þannig ein forsenda lækkandi vaxta. Þegar vel árar í efnahagslífinu er hætt við að almenn hagstjórn og áherslur um grundvallaratriðið í ríkisfjármálum og peningamálum verði ekki mikið til umræðu þegar gengið er til kosninga. Líklegra er að á vettvangi stjórnmála sé meira rætt um hvernig eigi að eyða fjármunum eða hvernig beri að skattleggja fólk og fyrirtæki. Þetta er skammsýni. Ráðdeild í ríkisfjármálum er nefnilega samofin stöðugleika sem er aftur forsenda samkeppnishæfni, sjálfbærs hagvaxtar og lækkunar vaxta. Það er hagur okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar því í þannig umhverfi tekst okkur að skapa sem mest verðmæti og tryggja samkeppnishæfni Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar