Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. október 2016 09:53 Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Loksins er kosningabaráttan hafin fyrir alvöru. Alþingi er að ljúka störfum. Fráfarandi stjórnarflokkar reyna að bjarga andlitinu á lokametrunum með tugmiljarða útgjöldum sem næsta ríkisstjórn mun borga. En staðan er þessi: Vinstri græn setja fram ábyrga stefnu í ríksfjármálum þar sem bent er á það hvernig á að afla tekna á móti útgjöldunum. Þeir sem starfa með Vinstri grænum í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum, enda er það ein mikilvægasta undirstaða velferðarkerfisins. Vinstri græn setja fram ábyrga sjálfbæra stefnu í atvinnumálum. Það gerist með því að leggja áherslu á skapandi greinar, leggja áherslu á að náttúran sé alltaf látin njóta vafans þegar kemur að ákvörðunum í atvinnumálum. Vinstri græn vilja kalla saman þjóðfundi þar sem fjallað verður um þróun atvinnugreinanna og þær rifnar upp úr gömlum kerfum og vanafari gagnslausar þrætuumræðu. Þetta á sérstaklega við um landbúnað og sjávarútveg. Vinstri græn leggja áherslu á jöfnun lífskjara þannig að þeir sem eru ríkir leggi meira til samfélagsins, til þeirra sem standa veikari fótum. Vinstri græn vilja hækka skatta á auðlegð en afnema skatta á þá sem minnst mega sín og byrja á því að lækka og fella niður skatta af sjúklingum. Vinstri græn vilja að þeir sem nýta auðlindirnar borgi gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að jafna lífskjörin í landinu en líka til þess að staðfesta að þeir sem nýta auðlindirnar eiga þær ekki heldur eru með þær til afnota í takmarkaðan tíma. Vinstri græn vilja gagnsætt og heiðarlegt stjórnkerfi þar sem lögð verði áhersla á að sækja fjármuni þá sem eru í skattaskjólum og skattaundanskotum. Vinstri græn vilja breytingu á stjórnarskránni. Vinstri græn vilja sjálfstæða utanríkisstefnu. Á móti þessari stefnu birtist stefna Sjálfstæðisflokksins. Í fjármálum kemur hún fram í lækkandi sköttum á forréttindastéttirnar og ábyrgðarleysi í efnahagsmálum almennt sem birtist með skýrum hætti í hruninu og í skattaskjólum stóreignafólks. Skoðanakannanir eru ekki kosningaúrslit. Margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi gamalli stöðu sinni sem stærsti flokkur landsins þótt fjórðungsfylgi sé töluvert frá því sem áður var. Ýmislegt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram með stuðningi Viðreisnar sem er í rauninni brot úr Sjálfstæðisflokknum að uppistöðu til. Við þessar aðstæður eru Vinstri græn að sækja á. Við þurfum meiri styrk. Í persónum koma þessi stjórnmálaátök fram í tveimur einstaklingum Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni. En umfram allt snýst þetta um innihald stjórnmálanna og það hvort unnt verður að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Tvær síðustu stjórnir Sjálfstæðisflokksins með öðrum flokkum entust ekki í heilt kjörtímabil. Önnur féll á hruninu, hin í spillingarmálum. Nú þarf jafnvægi í samfélaginu eftir samfelld átök í átta ár. Það þarf starfhæfa ríkisstjórn sem heldur út kjörtímabil og hefur framtíðarsýn fyrir land og þjóð til margra kjörtímabila. Katrín gæti leitt slíka ríkisstjórn. Ég þekki hana.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar