Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 92-88 | Grindvíkingar unnu í framlengingu Anton Ingi Leifsson í Röstinni skrifar 13. október 2016 21:15 Ómar Sævarsson Vísir/Ernir Grindvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum, 92-88, eftir framlengdan leik í Röstinni í Grindavík í kvöld í annarri umferð Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn hafa sýnt þar þeir eru með sterkar taugar í byrjun móts en þeir hafa unnið báða leiki sína eftir æsispennandi lokasekúndur. Grindavík byrjaði af miklum krafti. Þeir skoruðu fyrstu ellefu stig leiksins og Haukarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig fyrr en þrjár og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta. Heimamenn spiluðu ágætis varnarleik framan af, en bæði lið voru að klikka fullt, fullt af góðum færum undir körfunni í fyrsta og öðrum leikhluta. Gulklæddir heimamenn leiddu með einu stigi, 20-19, eftir fyrsta leikhlutann, en Breki Gylfason jafnaði metin í upphafi annars leikhluta í 22-22. Þá var staðan í fyrsta skipti jöfn síðan í upphafi leiks, en Haukarnir voru byrjaðir að herða varnarleik sinn og Grindvíkingar áttu fá svör á tímapunkti í öðrum leikhluta. Skotnýting beggja liða var ekki góð. Oft á tíðum var spilamennskan ágæt þangað til kom upp að körfunni, en ekki tókst að troða boltanum ofan í. Aaron Brown var í góðri gæslu hjá Grindavík, í fyrri hálfleik, en hann var einungis kominn með sjö stig í hálfleik. Haukarnir náðu hægt og rólega að komast yfir, náðu mest sjö stiga forskoti, 35-28, en staðan í hálfleik var 33-37, Haukum í vil. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel, en áfram héldu liðin að klúðra opnum skotum og þá sér í lagi Grindavík í upphafi síðari hálfleiks. Hægt og rólega komust gestirnir í nokkuð góða forystu, en þeir náðu mest níu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Einhverjir héldu að þá væri björninn unninn, en Grindavík var ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þeir hertu varnarleikinn, fóru að hitta betur í sókninni, Brown fékk á sig óíþróttamannslega villu og áður en þriðja leikhluta lauk var munurinn einungis eitt stig eftir þriðja leikhlutann, 59-58. Sami kraftur fylgdi Grindavík inn í fjórða leikhlutann og var undir lok þriðja leikhluta og þeir voru komnir yfir strax í upphafi fjórða leikhluta. Allt annað var að sjá til varnarleik liðanna; Grindavík herti sinn á meðan Haukarnir slökuðu á klónni og voru komnir fimm stigum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Liðin héldust jöfn, en þau skiptust á að skora í fjórða leikhlutanum. Allur vindur virtist með Grindavík, en þeir voru komnir sex stigum yfir um miðjan leikhlutann. Haukarnir eru með ólseigt lið og þeir komu sér inn í leikinn og náðu að jafna þegar innan við mínúta var eftir. Staðan var jöfn 77-77 þegar fimm sekúndur voru eftir og bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. Bæði lið gerðu hins vegar það nákvæmlega sama; hlupu með boltann beint útaf og vildu fá villu, en í hvorugt skipti var dæmt. Grindavík fékk tvö tækifæri, en allt kom fyrir ekki og grípa þurfti til framlengingar. Grindvíkingar komu virkilega öflugir inn í framlenginguna. Þeir skoruðu fyrstu tvær körfurnar, en Haukarnir, sem fyrr, voru ekki af baki dottnir. Þeir jöfnuðu, en vítanýtingin var að reynast þeim dýr þar sem fjölmörg víti fóru forgörðum. Að endingu reyndust þeir gulklæddu sterkari og þar fór fremstur í flokki Ernest Lewis Clinch Jr., en hann var afar öflugur á lokasprettinum. Lokatölur 92-88. Lewis skoraði að endingu 29 stig og var stigahæstur hjá Grindavík, en hann virðist smella eins og flís við rass í liði Grindavíkur. Að auki tók hann sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Grindavík er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og það sýnir styrkleikamerki, en sigrarnir voru spennuþrungnir. Ólafur Ólafsson spilaði vel og sýndi styrk sinn á ögurstundum sem og Ómar Sævarsson, en Haukarnir tóku 24 sóknarfráköst og það er eitthvað sem er áhyggjuefni fyrir Grindavík. Haukarnir eru með tvö stig, en leikur þeirra í kvöld var niðursveifla frá sigrinum gegn Skallagrím í fyrstu umferðinni. Þeir skoruðu einungis úr 56% af sínum vítaskotum og voru með 36% tveggja stiga nýtingu sem er ekki í boði ef liðið ætlar sér að vinna spennuleiki eins og í kvöld.Textalýsing: Grindavík - HaukarÓlafur: Erum miklu betri en allir hafa spáð okkur „Við ætluðum að spila eins og við gerðum tvo leikhlutana síðast, en við byrjuðum ekki vel og náðum svo að kveikja á þessu,” sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, „Þetta var svipað og í síðasta leik. Við vorum ekki búnir að kveikja í byrjun og komum sterkir til baka. Við unnum þetta sterka Hauka-lið sem voru mjög góðir í dag.” Ólafur átti góðan leik í liði Grindavíkur. Hann skoraði 18 stig og var næststigahæstur ásamt Ómari Sævarssyni, en Earnest Lewis Clinch Jr. var stigahæstur með 29 stig. „Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, en það er margt sem við getum lagað. Við erum enn að laga okkar hluti og það er margt sem við eigum eftir að fínpússa og verða betri og betri með hverjum deginum.” Byrjunin er góð hjá Grindavík sem er með fjögur stig efitr fyrstu tvo leikina, en Ólafur segir að þeir séu að gefa spámönnum langt nef. „Við erum pressulausir, okkur er ekki spáð neinu. Við erum miklu betri en allir hafa spáð okkur,” sagði Ólafur að lokum við íþróttadeild, en hann átti góðan leik í kvöld.Jóhann: Þetta var ljótur sigur „Ég veit ekki hvort við getum lofað þessu í allan vetur,” sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, þegar hann var inntur því að Grindvíkingar væru duglegir að gefa stuðningsmönnum sínum og andstæðinganna allt fyrir peninginn. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með spilamennskuna heilt yfir. Þetta var ljótur sigur, en við tökum stigin tvö,” sagði Jóhann. Grindavík var fjórum stigum undir í hálfleik, en liðið fann ekki taktinn í fyrri hálfleik. Annað var að sjá liðið í síðari hálfleik og í framlengingunni. „Við hittum mjög illa sérstaklega í fyrri hálfleik, en við fáum hrós fyrir það að halda okkur inn í þessu og erum að gera hrikaleg mistök; barnalegar ákvörðunartökur, bæði í vörn og sókn.” „Þeir taka 25 sóknarfráköst og þannig á ekki að vera hægt að vinna körfuboltaleiki, en það var kraftur og vilji í okkur sem hefur einkennt þessi tvo leiki. Það er samt hellingur að laga.” „Það er mikill karakter í liðinu; það er léttir og það er gaman. Það hjálpar auðvitað að vinna, en við eigum langt í land og það er helling að laga,” sagði Jóhann. Byrjunin er góð hjá Grindavík og þeir eru með fjögur stig eftir tvo leiki: „Ég er mjög sáttur með þessi fjögur stig og við séum að vinna, en ég tel okkur geta spilað betur og á báðum endum - bæði í vörn og sókn,” sagði Jóhann. Tæknilegar örðugleikar urðu þess valdandi að ekki er hægt að birta viðtal við Ívar Ásgrímsson, en það verður sýnt í Dominos-körfuboltakvöldi annað kvöld.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Grindvíkingar unnu fjögurra stiga sigur á Haukum, 92-88, eftir framlengdan leik í Röstinni í Grindavík í kvöld í annarri umferð Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn hafa sýnt þar þeir eru með sterkar taugar í byrjun móts en þeir hafa unnið báða leiki sína eftir æsispennandi lokasekúndur. Grindavík byrjaði af miklum krafti. Þeir skoruðu fyrstu ellefu stig leiksins og Haukarnir skoruðu ekki sín fyrstu stig fyrr en þrjár og hálf mínúta var liðin af fyrsta leikhluta. Heimamenn spiluðu ágætis varnarleik framan af, en bæði lið voru að klikka fullt, fullt af góðum færum undir körfunni í fyrsta og öðrum leikhluta. Gulklæddir heimamenn leiddu með einu stigi, 20-19, eftir fyrsta leikhlutann, en Breki Gylfason jafnaði metin í upphafi annars leikhluta í 22-22. Þá var staðan í fyrsta skipti jöfn síðan í upphafi leiks, en Haukarnir voru byrjaðir að herða varnarleik sinn og Grindvíkingar áttu fá svör á tímapunkti í öðrum leikhluta. Skotnýting beggja liða var ekki góð. Oft á tíðum var spilamennskan ágæt þangað til kom upp að körfunni, en ekki tókst að troða boltanum ofan í. Aaron Brown var í góðri gæslu hjá Grindavík, í fyrri hálfleik, en hann var einungis kominn með sjö stig í hálfleik. Haukarnir náðu hægt og rólega að komast yfir, náðu mest sjö stiga forskoti, 35-28, en staðan í hálfleik var 33-37, Haukum í vil. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn vel, en áfram héldu liðin að klúðra opnum skotum og þá sér í lagi Grindavík í upphafi síðari hálfleiks. Hægt og rólega komust gestirnir í nokkuð góða forystu, en þeir náðu mest níu stiga forskoti í þriðja leikhluta. Einhverjir héldu að þá væri björninn unninn, en Grindavík var ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þeir hertu varnarleikinn, fóru að hitta betur í sókninni, Brown fékk á sig óíþróttamannslega villu og áður en þriðja leikhluta lauk var munurinn einungis eitt stig eftir þriðja leikhlutann, 59-58. Sami kraftur fylgdi Grindavík inn í fjórða leikhlutann og var undir lok þriðja leikhluta og þeir voru komnir yfir strax í upphafi fjórða leikhluta. Allt annað var að sjá til varnarleik liðanna; Grindavík herti sinn á meðan Haukarnir slökuðu á klónni og voru komnir fimm stigum undir þegar rúmar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Liðin héldust jöfn, en þau skiptust á að skora í fjórða leikhlutanum. Allur vindur virtist með Grindavík, en þeir voru komnir sex stigum yfir um miðjan leikhlutann. Haukarnir eru með ólseigt lið og þeir komu sér inn í leikinn og náðu að jafna þegar innan við mínúta var eftir. Staðan var jöfn 77-77 þegar fimm sekúndur voru eftir og bæði lið fengu tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn. Bæði lið gerðu hins vegar það nákvæmlega sama; hlupu með boltann beint útaf og vildu fá villu, en í hvorugt skipti var dæmt. Grindavík fékk tvö tækifæri, en allt kom fyrir ekki og grípa þurfti til framlengingar. Grindvíkingar komu virkilega öflugir inn í framlenginguna. Þeir skoruðu fyrstu tvær körfurnar, en Haukarnir, sem fyrr, voru ekki af baki dottnir. Þeir jöfnuðu, en vítanýtingin var að reynast þeim dýr þar sem fjölmörg víti fóru forgörðum. Að endingu reyndust þeir gulklæddu sterkari og þar fór fremstur í flokki Ernest Lewis Clinch Jr., en hann var afar öflugur á lokasprettinum. Lokatölur 92-88. Lewis skoraði að endingu 29 stig og var stigahæstur hjá Grindavík, en hann virðist smella eins og flís við rass í liði Grindavíkur. Að auki tók hann sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Grindavík er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og það sýnir styrkleikamerki, en sigrarnir voru spennuþrungnir. Ólafur Ólafsson spilaði vel og sýndi styrk sinn á ögurstundum sem og Ómar Sævarsson, en Haukarnir tóku 24 sóknarfráköst og það er eitthvað sem er áhyggjuefni fyrir Grindavík. Haukarnir eru með tvö stig, en leikur þeirra í kvöld var niðursveifla frá sigrinum gegn Skallagrím í fyrstu umferðinni. Þeir skoruðu einungis úr 56% af sínum vítaskotum og voru með 36% tveggja stiga nýtingu sem er ekki í boði ef liðið ætlar sér að vinna spennuleiki eins og í kvöld.Textalýsing: Grindavík - HaukarÓlafur: Erum miklu betri en allir hafa spáð okkur „Við ætluðum að spila eins og við gerðum tvo leikhlutana síðast, en við byrjuðum ekki vel og náðum svo að kveikja á þessu,” sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, „Þetta var svipað og í síðasta leik. Við vorum ekki búnir að kveikja í byrjun og komum sterkir til baka. Við unnum þetta sterka Hauka-lið sem voru mjög góðir í dag.” Ólafur átti góðan leik í liði Grindavíkur. Hann skoraði 18 stig og var næststigahæstur ásamt Ómari Sævarssyni, en Earnest Lewis Clinch Jr. var stigahæstur með 29 stig. „Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, en það er margt sem við getum lagað. Við erum enn að laga okkar hluti og það er margt sem við eigum eftir að fínpússa og verða betri og betri með hverjum deginum.” Byrjunin er góð hjá Grindavík sem er með fjögur stig efitr fyrstu tvo leikina, en Ólafur segir að þeir séu að gefa spámönnum langt nef. „Við erum pressulausir, okkur er ekki spáð neinu. Við erum miklu betri en allir hafa spáð okkur,” sagði Ólafur að lokum við íþróttadeild, en hann átti góðan leik í kvöld.Jóhann: Þetta var ljótur sigur „Ég veit ekki hvort við getum lofað þessu í allan vetur,” sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, þegar hann var inntur því að Grindvíkingar væru duglegir að gefa stuðningsmönnum sínum og andstæðinganna allt fyrir peninginn. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með spilamennskuna heilt yfir. Þetta var ljótur sigur, en við tökum stigin tvö,” sagði Jóhann. Grindavík var fjórum stigum undir í hálfleik, en liðið fann ekki taktinn í fyrri hálfleik. Annað var að sjá liðið í síðari hálfleik og í framlengingunni. „Við hittum mjög illa sérstaklega í fyrri hálfleik, en við fáum hrós fyrir það að halda okkur inn í þessu og erum að gera hrikaleg mistök; barnalegar ákvörðunartökur, bæði í vörn og sókn.” „Þeir taka 25 sóknarfráköst og þannig á ekki að vera hægt að vinna körfuboltaleiki, en það var kraftur og vilji í okkur sem hefur einkennt þessi tvo leiki. Það er samt hellingur að laga.” „Það er mikill karakter í liðinu; það er léttir og það er gaman. Það hjálpar auðvitað að vinna, en við eigum langt í land og það er helling að laga,” sagði Jóhann. Byrjunin er góð hjá Grindavík og þeir eru með fjögur stig eftir tvo leiki: „Ég er mjög sáttur með þessi fjögur stig og við séum að vinna, en ég tel okkur geta spilað betur og á báðum endum - bæði í vörn og sókn,” sagði Jóhann. Tæknilegar örðugleikar urðu þess valdandi að ekki er hægt að birta viðtal við Ívar Ásgrímsson, en það verður sýnt í Dominos-körfuboltakvöldi annað kvöld.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira