Sigmundur vildi ekki að skipt yrði um harðan disk í tölvu sinni þrátt fyrir ráðleggingar rekstrarfélags Stjórnarráðsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. október 2016 13:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi hvorki að skipt yrði um harðan disk í tölvu sinni né að stýrikerfi hennar yrði sett upp á nýtt eins og starfsmenn rekstrarfélags Stjórnarráðsins ráðlögðu að yrði gert. Vísir/Eyþór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, vildi hvorki að skipt yrði um harðan disk í tölvu sinni né að stýrikerfi hennar yrði sett upp á nýtt eins og starfsmenn rekstrarfélags Stjórnarráðsins (RFS) ráðlögðu að yrði gert. Var þetta tillaga starfsmanna RFS eftir að Sigmundur Davíð tilkynnti um grunað innbrot í tölvuna. Um var að ræða aukatölvu þáverandi ráðherra sem hann notaði mest utan vinnutíma. RÚV greindi fyrst frá. Í gær birti Sigmundur Davíð bréf á Facebook síðu sinni þar sem fram kom að ríkislögreglustjóri hafi óskað eftir frekari upplýsingum um málið eftir að fjallað var um það í fjölmiðlum. Sigmundur Davíð greindi frá því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í september að reynt hefði verið að brjótast inn í tölvu hans og vakti málið mikla athygli.Sjá einnig:Sigmundur Davíð birtir bréf frá ríkislögreglutsjóra vegna tölvuinnbrots Í kjölfar þess að Sigmundur Davíð birti bréfið óskaði fréttastofa eftir frekari upplýsingum um málið frá ríkislögreglustjóra.Hafði samband við ríkissaksóknara Í þeim gögnum kemur fram að þann 13. september hafi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, haft samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og spurt hana um lagalega skyldu ráðherra að tilkynna innbrot í tölvu sína. Sigríður sagði að ekkert ákvæði væri til um það í lögum sem skyldaði ráðherra að tilkynna slíkt. Skömmu síðar óskaði Ásgeir, að beiðni Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra, samband við RFS og óskaði eftir fundi með þeim samdægurs. Í minnisblaði sem Guðmundur Halldór Kjærnested frá RFS afhenti á fundinum kemur fram að þann 1. apríl hafi bílstjóri Sigmundar Davíð haft samband við starfsmann RFS og óskað eftir því að tölva ráðherra yrði skoðuð vegna gruns um innbrot.Vírus sendur í einkapósthólf Tveir starfsmenn RFS mættu á skrifstofu Sigmundar þar sem hann tjáði þeim að hann grunaði að brotist hefði verið inn í fartölvu hans. Hann sagðist hafa nýlega opnað viðhengi í tölvupósti sem honum barst í einkapósthólf sitt. Hann sagði að honum fyndist sá póstur grunsamlegur. Hann hafði haft samband við sendanda póstsins sem hann þekkti og sagðist hann ekki hafa sent póstinn. Starfsmenn RFS skoðuðu póstinn með leyfi Sigmundar og mátu það sem svo að viðhengið innihéldi líklega svokallaða „Poison Ivy Backdoor“ veiru. Um er að ræða þekkta töluveiru og einkenni hennar eru þau að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila. Í kjölfarið framkvæmdu starfsmenn RFS ítarlega leit að smiti og ummerkjum um innbrot í tölvu Sigmundar en fundu ekkert við þá leit. Þeir hafi þó ekki viljað útiloka að veiran hafi farið inn á vélina því algengt sé, þegar um slíkar veirur er að ræða, að árásaraðilinn hreinsi til öll ummerki eftir sjálfan sig. Ekki væri hægt að útiloka að innbrot hafi verið framið þar sem Sigmundur opnaði viðhengið sem innihélt veiruna. Starfsmenn RFS ráðlögðu þá Sigmundi að skipt væri um disk tölvunnar og stýrikerfi hennar sett upp á nýtt en hann hafi ekki viljað að það yrði gert.Tölvan mest notuð utan vinnustaðar Í kjölfar fundarins þann 13. september sendi Ásgeir Karlsson fyrirspurn til Guðmundar H. Kjærnested varðandi málið. Í svari Guðmundar segir að tölvan hafi verið aukatölva Sigmundar Davíðs sem hann notaði mest utan vinnustaðar. Tölvan væri í eigu forsætisráðuneytisins, væri enn í vörslu Sigmundar Davíðs og að RFS hefði ekki upplýsingar um hvort hún væri enn í notkun. Ásgeir spurði einnig hvort að tölvan hafi verið tengd inn á net stjórnarráðsins og hvort að gengið hafi verið í skugga um að netkerfi stjórnarráðsins og fleiri tölvur hafi ekki verið sýktar af vírusnum. Guðmundur segir í svari sínu að hún hafi komið endrum og eins í ráðuneytið en hafi ekki alltaf verið nettengd við þær heimsóknir þar sem SDG hafi aðallega notað tölvuna utan vinnustaðar. Hann segir jafnframt að ólíklegt þyki að sýking hafi átt sér stað þar sem SDG og aðrir notendur hafi takmörkuð réttindi á sínar vélar. Ásgeir óskaði eftir frekari upplýsingum um viðhengið sem sent var. Þá segir Guðmundur að nafn viðhengisins hafi verið óeðlilegt og að gerð hafi verið ítarleg leit á Internetinu út frá nafni og endingu viðhengisins. Við þá leit kom í ljós að sambærileg viðhengi væru venjulega smituð af Poison Ivy afbrigði. Ekki var tekið afrit af póstinum þar sem um var að ræða einkapósthólf Sigmundar og sú notkun færi ekki í gegnum kerfi RFS.Tölvan innkölluð Þann 16. september sendi ríkislögreglustjóri svo umrætt bréf sem Sigmundur Davíð birti í gær þar sem kom fram að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta rannsókn málsins. Ríkislögreglustjóri beindi þá þeim tilmælum til forsætisráðuneytisins að umrædd tölva yrði innkölluð og að öllum gögnum á innra drifi hennar eytt með tryggum hætti. Þá var þess jafnframt krafist að gengið yrði úr skugga um að upplýsingar er vörðuðu öryggi ríkisins hefðu ekki komist í hendur óviðkomandi aðila og að ekki væri hætta á slíku. Þá fór ríkislögreglustjóri þess á leit við ráðuneytið og rekstrarfélag Stjórnarráðsins að hér eftir yrði tafarlaust tilkynnt um slík innbrot og tilraunir til þeirra til greiningardeildar ríkislögreglustjóra Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, vildi hvorki að skipt yrði um harðan disk í tölvu sinni né að stýrikerfi hennar yrði sett upp á nýtt eins og starfsmenn rekstrarfélags Stjórnarráðsins (RFS) ráðlögðu að yrði gert. Var þetta tillaga starfsmanna RFS eftir að Sigmundur Davíð tilkynnti um grunað innbrot í tölvuna. Um var að ræða aukatölvu þáverandi ráðherra sem hann notaði mest utan vinnutíma. RÚV greindi fyrst frá. Í gær birti Sigmundur Davíð bréf á Facebook síðu sinni þar sem fram kom að ríkislögreglustjóri hafi óskað eftir frekari upplýsingum um málið eftir að fjallað var um það í fjölmiðlum. Sigmundur Davíð greindi frá því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í september að reynt hefði verið að brjótast inn í tölvu hans og vakti málið mikla athygli.Sjá einnig:Sigmundur Davíð birtir bréf frá ríkislögreglutsjóra vegna tölvuinnbrots Í kjölfar þess að Sigmundur Davíð birti bréfið óskaði fréttastofa eftir frekari upplýsingum um málið frá ríkislögreglustjóra.Hafði samband við ríkissaksóknara Í þeim gögnum kemur fram að þann 13. september hafi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, haft samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og spurt hana um lagalega skyldu ráðherra að tilkynna innbrot í tölvu sína. Sigríður sagði að ekkert ákvæði væri til um það í lögum sem skyldaði ráðherra að tilkynna slíkt. Skömmu síðar óskaði Ásgeir, að beiðni Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra, samband við RFS og óskaði eftir fundi með þeim samdægurs. Í minnisblaði sem Guðmundur Halldór Kjærnested frá RFS afhenti á fundinum kemur fram að þann 1. apríl hafi bílstjóri Sigmundar Davíð haft samband við starfsmann RFS og óskað eftir því að tölva ráðherra yrði skoðuð vegna gruns um innbrot.Vírus sendur í einkapósthólf Tveir starfsmenn RFS mættu á skrifstofu Sigmundar þar sem hann tjáði þeim að hann grunaði að brotist hefði verið inn í fartölvu hans. Hann sagðist hafa nýlega opnað viðhengi í tölvupósti sem honum barst í einkapósthólf sitt. Hann sagði að honum fyndist sá póstur grunsamlegur. Hann hafði haft samband við sendanda póstsins sem hann þekkti og sagðist hann ekki hafa sent póstinn. Starfsmenn RFS skoðuðu póstinn með leyfi Sigmundar og mátu það sem svo að viðhengið innihéldi líklega svokallaða „Poison Ivy Backdoor“ veiru. Um er að ræða þekkta töluveiru og einkenni hennar eru þau að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila. Í kjölfarið framkvæmdu starfsmenn RFS ítarlega leit að smiti og ummerkjum um innbrot í tölvu Sigmundar en fundu ekkert við þá leit. Þeir hafi þó ekki viljað útiloka að veiran hafi farið inn á vélina því algengt sé, þegar um slíkar veirur er að ræða, að árásaraðilinn hreinsi til öll ummerki eftir sjálfan sig. Ekki væri hægt að útiloka að innbrot hafi verið framið þar sem Sigmundur opnaði viðhengið sem innihélt veiruna. Starfsmenn RFS ráðlögðu þá Sigmundi að skipt væri um disk tölvunnar og stýrikerfi hennar sett upp á nýtt en hann hafi ekki viljað að það yrði gert.Tölvan mest notuð utan vinnustaðar Í kjölfar fundarins þann 13. september sendi Ásgeir Karlsson fyrirspurn til Guðmundar H. Kjærnested varðandi málið. Í svari Guðmundar segir að tölvan hafi verið aukatölva Sigmundar Davíðs sem hann notaði mest utan vinnustaðar. Tölvan væri í eigu forsætisráðuneytisins, væri enn í vörslu Sigmundar Davíðs og að RFS hefði ekki upplýsingar um hvort hún væri enn í notkun. Ásgeir spurði einnig hvort að tölvan hafi verið tengd inn á net stjórnarráðsins og hvort að gengið hafi verið í skugga um að netkerfi stjórnarráðsins og fleiri tölvur hafi ekki verið sýktar af vírusnum. Guðmundur segir í svari sínu að hún hafi komið endrum og eins í ráðuneytið en hafi ekki alltaf verið nettengd við þær heimsóknir þar sem SDG hafi aðallega notað tölvuna utan vinnustaðar. Hann segir jafnframt að ólíklegt þyki að sýking hafi átt sér stað þar sem SDG og aðrir notendur hafi takmörkuð réttindi á sínar vélar. Ásgeir óskaði eftir frekari upplýsingum um viðhengið sem sent var. Þá segir Guðmundur að nafn viðhengisins hafi verið óeðlilegt og að gerð hafi verið ítarleg leit á Internetinu út frá nafni og endingu viðhengisins. Við þá leit kom í ljós að sambærileg viðhengi væru venjulega smituð af Poison Ivy afbrigði. Ekki var tekið afrit af póstinum þar sem um var að ræða einkapósthólf Sigmundar og sú notkun færi ekki í gegnum kerfi RFS.Tölvan innkölluð Þann 16. september sendi ríkislögreglustjóri svo umrætt bréf sem Sigmundur Davíð birti í gær þar sem kom fram að ákvörðun hefði verið tekin um að hætta rannsókn málsins. Ríkislögreglustjóri beindi þá þeim tilmælum til forsætisráðuneytisins að umrædd tölva yrði innkölluð og að öllum gögnum á innra drifi hennar eytt með tryggum hætti. Þá var þess jafnframt krafist að gengið yrði úr skugga um að upplýsingar er vörðuðu öryggi ríkisins hefðu ekki komist í hendur óviðkomandi aðila og að ekki væri hætta á slíku. Þá fór ríkislögreglustjóri þess á leit við ráðuneytið og rekstrarfélag Stjórnarráðsins að hér eftir yrði tafarlaust tilkynnt um slík innbrot og tilraunir til þeirra til greiningardeildar ríkislögreglustjóra
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira