Sigmundur Davíð birtir bréf frá ríkislögreglustjóra vegna tölvuinnbrots Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2016 11:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi í byrjun október. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins birtir á Facebook-síðu sinni í dag bréf frá Ríkislögreglustjóra vegna innbrots í tölvu hans en Sigmundur Davíð greindi frá því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í september að reynt hefði verið að brjótast inn í tölvuna hans. Í bréfinu kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi óskað eftir frekari upplýsingum um málið við Rekstrarfélag Stjórnarráðsins eftir að fjallað var um það í fjölmiðlum. Eftir að þær upplýsingar tók ríkislögreglustjóri þá ákvörðun í samráði við ríkissaksóknara að hætta rannsókn þess en fara þess jafnframt á leit við Rekstrarfélagið að umrædd tölva yrði innkölluð „og að öllum gögnum á innra drifi henanr verði eytt með tryggum hætti. Jafnframt að gengið verði úr skugga um að tryggt sé að upplýsingar er varða öryggi ríkisisn hafi ekki komist í hendur óviðkomandi aðila og að ekki sé hætta á slíku,“ að því er segir í bréfi ríkislögreglustjóra. Þá fer ríkislögreglustjóri þess jafnframt á leit við forsætisráðuneytið og Rekstrarfélagið að hér eftir verði greiningardeild embættisins „tafarlaust tilkynnt um slík innbrot og tilraunir til þeirra [...]“ Sigmundur Davíð segir í Facebook-færslunni að tölvupóstur sem sendur hafi verið á hann og leit út fyrir að vera frá öðrum aðila en í raun sendi póstinn hafi líklega innihaldið þekkta tölvuveiru að nafni „Poison Ivy backdoor.“ „Um þá veiru segir í bréfi frá RFS: „Einkenni hennar eru þær að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila að tölvunni“. Þótt veiran hafi ekki fundist í tölvunni er tekið fram að „Algengt er með slíka veirur að árásaraðilinn hreinsar til eftir sjálfan sig að lokinni aðgerð“. Atvikið var skráð sem öryggisatvik hjá RFS. Embætti ríkislögreglustjóra fylgdi málinu svo eftir og hafði samráð um það við ríkissaksóknara. Ástæða er til að taka fram að ekki er annað að sjá en að RLS hafi staðið mjög faglega að meðferð þessa máls og það er í samræmi við reynslu mína af embættinu sem forsætis- og dómsmálaráðherra,“ segir í færslu Sigmundar Davíðs en hana má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sáu ekki ástæðu til að tilkynna tölvuatvik Sigmundar Davíðs til lögreglu Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. 15. september 2016 10:31 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins birtir á Facebook-síðu sinni í dag bréf frá Ríkislögreglustjóra vegna innbrots í tölvu hans en Sigmundur Davíð greindi frá því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í september að reynt hefði verið að brjótast inn í tölvuna hans. Í bréfinu kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi óskað eftir frekari upplýsingum um málið við Rekstrarfélag Stjórnarráðsins eftir að fjallað var um það í fjölmiðlum. Eftir að þær upplýsingar tók ríkislögreglustjóri þá ákvörðun í samráði við ríkissaksóknara að hætta rannsókn þess en fara þess jafnframt á leit við Rekstrarfélagið að umrædd tölva yrði innkölluð „og að öllum gögnum á innra drifi henanr verði eytt með tryggum hætti. Jafnframt að gengið verði úr skugga um að tryggt sé að upplýsingar er varða öryggi ríkisisn hafi ekki komist í hendur óviðkomandi aðila og að ekki sé hætta á slíku,“ að því er segir í bréfi ríkislögreglustjóra. Þá fer ríkislögreglustjóri þess jafnframt á leit við forsætisráðuneytið og Rekstrarfélagið að hér eftir verði greiningardeild embættisins „tafarlaust tilkynnt um slík innbrot og tilraunir til þeirra [...]“ Sigmundur Davíð segir í Facebook-færslunni að tölvupóstur sem sendur hafi verið á hann og leit út fyrir að vera frá öðrum aðila en í raun sendi póstinn hafi líklega innihaldið þekkta tölvuveiru að nafni „Poison Ivy backdoor.“ „Um þá veiru segir í bréfi frá RFS: „Einkenni hennar eru þær að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila að tölvunni“. Þótt veiran hafi ekki fundist í tölvunni er tekið fram að „Algengt er með slíka veirur að árásaraðilinn hreinsar til eftir sjálfan sig að lokinni aðgerð“. Atvikið var skráð sem öryggisatvik hjá RFS. Embætti ríkislögreglustjóra fylgdi málinu svo eftir og hafði samráð um það við ríkissaksóknara. Ástæða er til að taka fram að ekki er annað að sjá en að RLS hafi staðið mjög faglega að meðferð þessa máls og það er í samræmi við reynslu mína af embættinu sem forsætis- og dómsmálaráðherra,“ segir í færslu Sigmundar Davíðs en hana má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sáu ekki ástæðu til að tilkynna tölvuatvik Sigmundar Davíðs til lögreglu Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. 15. september 2016 10:31 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30
Engin staðfest ummerki um innbrot í tölvu fyrrum forsætisráðherra Rekstrarfélag stjórnarráðsins fann engin staðfest ummerki um að brotist hafi verið í tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra. 12. september 2016 16:10
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26
Sáu ekki ástæðu til að tilkynna tölvuatvik Sigmundar Davíðs til lögreglu Rekstrarfélag Stjórnarráðsins taldi ekki ástæðu til þess að tilkynna lögreglu um öryggisatvik sem upp kom í tengslum við tölvu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. 15. september 2016 10:31
Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44