Fólk of gjarnt á að dæma þingmenn út frá tölfræði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2016 07:00 Það er mikið talað á Alþingi þó ræðudrottningin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tali þar mest. Hún er fyrsta konan í sjö ár sem talar mest. vísir/eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, er sá þingmaður sem talaði mest úr ræðustól Alþingis á nýafstöðnu þingi. Alls talaði Bjarkey í 34 klukkustundir og 15 mínútur. Ræðukóngur síðustu tveggja þinga og flokksbróðir Bjarkeyjar, Steingrímur J. Sigfússon, féll niður í þriðja sætið en Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, var sá þingmaður sem talaði næstlengst. Síðustu fimm þing þar á undan féll ræðukóngstitillinn Pétri heitnum Blöndal í skaut. „Mér þykir þetta mjög ánægjulegt,“ segir ræðudrottningin Bjarkey. Hún á sæti bæði í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd og hún segir að það hafi spilað nokkuð inn í. „Það hafa mörg mál verið hjá nefndunum, sem hefur krafist þess að maður taki til máls.“ Vísar hún þar meðal annars í sjálf fjárlögin, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nýtt millidómstig og málefni sem tengjast löggæslu. Sem stendur er Bjarkey í kosningabaráttu í kjördæmi sínu en hún skipar annað sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir að ekki andi köldu milli sín og Steingríms, sem skipar fyrsta sætið, þrátt fyrir að hún hafi nappað ræðukóngstitlinum. „Hann hefur allavega ekki rætt það enn,“ segir hún og hlær. Helgi Hrafn Gunnarsson talaði næstlengst að þessu sinni en hann var einnig sá þingmaður sem tók oftast til máls. „Ég held að menn verði að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá svona tölum. Það eru til dæmis þingmenn sem vinna á fullu inni í nefndum en taka síðan sjaldan til máls úr ræðustólnum sjálfum,“ segir Helgi. „Ræðutölurnar telja til dæmis ekki viðtöl, hádegisfundi og fleira sem fylgir starfinu. Hvenær maður er í vinnunni er ekki einföld spurning.“ Píratinn segir að fólk sé of gjarnt á að dæma þingmenn út frá einhverjum tölum og tölfræði. „Margir þingmenn eru harðduglegir þó þeir tali ekki mikið. Það sem mér finnst ánægjulegast við að hafa talað svona oft og svona lengi er að ég get loksins sagt þetta án þess að hljóma í vörn,“ segir Helgi. Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuTölfræðisamantekt nýafstaðins þings Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum, er sá þingmaður sem talaði mest úr ræðustól Alþingis á nýafstöðnu þingi. Alls talaði Bjarkey í 34 klukkustundir og 15 mínútur. Ræðukóngur síðustu tveggja þinga og flokksbróðir Bjarkeyjar, Steingrímur J. Sigfússon, féll niður í þriðja sætið en Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, var sá þingmaður sem talaði næstlengst. Síðustu fimm þing þar á undan féll ræðukóngstitillinn Pétri heitnum Blöndal í skaut. „Mér þykir þetta mjög ánægjulegt,“ segir ræðudrottningin Bjarkey. Hún á sæti bæði í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd og hún segir að það hafi spilað nokkuð inn í. „Það hafa mörg mál verið hjá nefndunum, sem hefur krafist þess að maður taki til máls.“ Vísar hún þar meðal annars í sjálf fjárlögin, frumvarpið um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nýtt millidómstig og málefni sem tengjast löggæslu. Sem stendur er Bjarkey í kosningabaráttu í kjördæmi sínu en hún skipar annað sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Hún segir að ekki andi köldu milli sín og Steingríms, sem skipar fyrsta sætið, þrátt fyrir að hún hafi nappað ræðukóngstitlinum. „Hann hefur allavega ekki rætt það enn,“ segir hún og hlær. Helgi Hrafn Gunnarsson talaði næstlengst að þessu sinni en hann var einnig sá þingmaður sem tók oftast til máls. „Ég held að menn verði að fara varlega í að draga of miklar ályktanir út frá svona tölum. Það eru til dæmis þingmenn sem vinna á fullu inni í nefndum en taka síðan sjaldan til máls úr ræðustólnum sjálfum,“ segir Helgi. „Ræðutölurnar telja til dæmis ekki viðtöl, hádegisfundi og fleira sem fylgir starfinu. Hvenær maður er í vinnunni er ekki einföld spurning.“ Píratinn segir að fólk sé of gjarnt á að dæma þingmenn út frá einhverjum tölum og tölfræði. „Margir þingmenn eru harðduglegir þó þeir tali ekki mikið. Það sem mér finnst ánægjulegast við að hafa talað svona oft og svona lengi er að ég get loksins sagt þetta án þess að hljóma í vörn,“ segir Helgi. Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuTölfræðisamantekt nýafstaðins þings
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira