Þessi andsk ... flugvöllur Jón Hjaltason skrifar 19. október 2016 07:00 Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar