Útlendingar fá ekki frí þegar leikskólinn lokar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. október 2016 06:45 Önnu Margréti Ólafsdóttur var brugðið eftir símtal. vísir/anton brink „Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira