Tónlistarnám ætti að vera einn af hornsteinum menntunar Magnea Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2016 12:00 „Þegar engin orð er að finna, talar tónlistin,” sagði H. C. Andersen. „Aðeins það besta er nógu gott fyrir börnin,” mælti ungverski tónlistarfrömuðurinn Zoltán Kodály á sínum tíma. Að öllum líkindum getum við flest, ef ekki öll, verið sammála um réttmæti þess að hlúa með sem bestum hætti að mótunarskeiði þeirra sem erfa munu landið. Í því hlýtur að felast að þeim fjármunum sem varið er í uppbyggingu mannauðs sé vel varið. Kennarar leita sífellt leiða til þess að gera betur fyrir framtíð landsins, enda er það skylda þeirra. Tónlistarskólakennarar stefna að þessu sama marki. Þeir gegna því mikilvæga hlutverki að kynna nemendum sínum undraheima tónlistarinnar. Sá sem hefur fengið að kynnast þeim heimum er ríkari en ella og það verður aldrei frá honum tekið. Þeir gegna einnig því augljósa hlutverki að mennta tónlistarmenn framtíðarinnar og mikilvægi þess verður seint ofmetið. En ávinningur tónlistarnáms kann að vera víðtækari en virðist við fystu sýn. Því hefur verið haldið á lofti að tónlistarnám sé frábært tæki til þess að stuðla að auknum vitsmunaþroska, félagsþroska og tilfinningaþroska. Ávinningurinn sem hlýst af tónlistarnámi hefur yfirfærslugildi á önnur svið. Áhugasamir geta kynnt sér ótal rannsóknir sem styðja jákvæð áhrif tónlistar á nám og heilastarfsemi. Sá sem fær í veganesti gott tónlistarnám er því betur búinn undir áskoranir framtíðarinnar en ella. Verðmætasköpun í hættu Fáir efast um gildi tónlistarnáms. Hver efast um gildi þess að taka þátt í skapandi ferli, einn eða í samfélagi við aðra? Hver efast um gildi þess að undirbúa verkefni sem sameinar mörg ólík hæfnisvið, líkt og þegar nemandi tekst á við krefjandi tónsmíð? Hver efast um gildi þess að koma fram, treysta á sjálfan sig og flytja þetta verkefni frammi fyrir hvetjandi áheyrendum? Hver efast um gildi þess sjálfsaga sem tónlistarnám þjálfar? Hver efast um gildi þess að vinna með hugtök, stærðarhlutföll, tungumál á skapandi hátt í gegn um tónlistariðkun? Hver efast um gildi þess að eiga sér einka-leiðbeinanda sem vinnur á einstaklingsmiðaðan hátt? Og hver efast um gildi þess að eiga vel menntaða tónlistarmenn sem fegra heiminn með sköpun sinni? Svona mætti áfram telja, en fyrir utan það að vera snar þáttur í tilverunni sameinar tónlist hvað best alla þá hæfni sem mannshugurinn býr yfir. Tónlistarnám ætti því að vera einn af hornsteinum menntunar í hverju samfélagi. Og þá er ótalinn ávinningurinn af tónlistariðnaðinum sjálfum, sem skilar beinum hagnaði inn í þjóðarbúið. Sú verðmætasköpun er í hættu ef við ekki hlúum að tónlistarmenntun í landinu. Nú kveður við nýjan og falskan tón Tónlistarkennarar hafa nú búið við lausa kjarasamninga í bráðum heilt ár. Það veldur áhyggjum og afar brýnt er að bæta þar úr hið fyrsta. Sú var tíðin að tónlistarskólakennarar nutu sömu kjara og aðrar kennarastéttir, en nú kveður við nýjan og falskan tón. Ástæða þessa er líklega fyrst og fremst sú að tónlistarkennarar misstu úr eina samningslotu hrunárið 2008, og sátu því eftir. Nú er svo komið að ef ekki verður betur staðið að málum mun skeika um 14% í launamun á milli þeirra og annarra kennarastétta eftir þrjú ár, tónlistarskólakennurum í óhag. Telji einhverjir að kennarar séu hátt launaðir ætti að nægja að vísa í þær launatöflur sem hægt er að nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sé miðað við aðrar háskólamenntaðar stéttir má þar glögglega sjá að kennarar bera þar skarðan hlut frá borði. Kennarar almennt (ef frá eru taldir tónlistarkennarar) hafa notið ríflegra launahækkana í prósentum talið undanfarin ár. Það er þó afar brýnt að tala um raunverulegar kjarabætur, en ekki bara prósentur, því prósentur kaupa afar mismikinn mat. Enn fremur segja launahækkanir kennara undanfarin ár ekki alla söguna, þar sem kennarar hafa gjarnan þurft að „kaupa sér“ launahækkanir í skiptum fyrir aukna vinnu. Niðurstaðan er því oft á tíðum stóraukið vinnuálag fyrir lítillega bætt kjör eða, að öðrum kosti, lækkað starfshlutfall fyrir óbreytt vinnuframlag. Af framantöldu ætti það að vera augljóst réttlætismál að leiðrétta kjör tónlistarskólakennara. Engin málefnanleg rök styðja gjaldfellingu á störfum í tónlistarskólum landsins. Í upplýstu velferðarsamfélagi ætti að vera metnaðarmál okkar allra að hlúa vel að þeim stéttum sem vinna að því sem máli skiptir: menningu okkar og vexti og viðgangi þeirra sem erfa munu landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
„Þegar engin orð er að finna, talar tónlistin,” sagði H. C. Andersen. „Aðeins það besta er nógu gott fyrir börnin,” mælti ungverski tónlistarfrömuðurinn Zoltán Kodály á sínum tíma. Að öllum líkindum getum við flest, ef ekki öll, verið sammála um réttmæti þess að hlúa með sem bestum hætti að mótunarskeiði þeirra sem erfa munu landið. Í því hlýtur að felast að þeim fjármunum sem varið er í uppbyggingu mannauðs sé vel varið. Kennarar leita sífellt leiða til þess að gera betur fyrir framtíð landsins, enda er það skylda þeirra. Tónlistarskólakennarar stefna að þessu sama marki. Þeir gegna því mikilvæga hlutverki að kynna nemendum sínum undraheima tónlistarinnar. Sá sem hefur fengið að kynnast þeim heimum er ríkari en ella og það verður aldrei frá honum tekið. Þeir gegna einnig því augljósa hlutverki að mennta tónlistarmenn framtíðarinnar og mikilvægi þess verður seint ofmetið. En ávinningur tónlistarnáms kann að vera víðtækari en virðist við fystu sýn. Því hefur verið haldið á lofti að tónlistarnám sé frábært tæki til þess að stuðla að auknum vitsmunaþroska, félagsþroska og tilfinningaþroska. Ávinningurinn sem hlýst af tónlistarnámi hefur yfirfærslugildi á önnur svið. Áhugasamir geta kynnt sér ótal rannsóknir sem styðja jákvæð áhrif tónlistar á nám og heilastarfsemi. Sá sem fær í veganesti gott tónlistarnám er því betur búinn undir áskoranir framtíðarinnar en ella. Verðmætasköpun í hættu Fáir efast um gildi tónlistarnáms. Hver efast um gildi þess að taka þátt í skapandi ferli, einn eða í samfélagi við aðra? Hver efast um gildi þess að undirbúa verkefni sem sameinar mörg ólík hæfnisvið, líkt og þegar nemandi tekst á við krefjandi tónsmíð? Hver efast um gildi þess að koma fram, treysta á sjálfan sig og flytja þetta verkefni frammi fyrir hvetjandi áheyrendum? Hver efast um gildi þess sjálfsaga sem tónlistarnám þjálfar? Hver efast um gildi þess að vinna með hugtök, stærðarhlutföll, tungumál á skapandi hátt í gegn um tónlistariðkun? Hver efast um gildi þess að eiga sér einka-leiðbeinanda sem vinnur á einstaklingsmiðaðan hátt? Og hver efast um gildi þess að eiga vel menntaða tónlistarmenn sem fegra heiminn með sköpun sinni? Svona mætti áfram telja, en fyrir utan það að vera snar þáttur í tilverunni sameinar tónlist hvað best alla þá hæfni sem mannshugurinn býr yfir. Tónlistarnám ætti því að vera einn af hornsteinum menntunar í hverju samfélagi. Og þá er ótalinn ávinningurinn af tónlistariðnaðinum sjálfum, sem skilar beinum hagnaði inn í þjóðarbúið. Sú verðmætasköpun er í hættu ef við ekki hlúum að tónlistarmenntun í landinu. Nú kveður við nýjan og falskan tón Tónlistarkennarar hafa nú búið við lausa kjarasamninga í bráðum heilt ár. Það veldur áhyggjum og afar brýnt er að bæta þar úr hið fyrsta. Sú var tíðin að tónlistarskólakennarar nutu sömu kjara og aðrar kennarastéttir, en nú kveður við nýjan og falskan tón. Ástæða þessa er líklega fyrst og fremst sú að tónlistarkennarar misstu úr eina samningslotu hrunárið 2008, og sátu því eftir. Nú er svo komið að ef ekki verður betur staðið að málum mun skeika um 14% í launamun á milli þeirra og annarra kennarastétta eftir þrjú ár, tónlistarskólakennurum í óhag. Telji einhverjir að kennarar séu hátt launaðir ætti að nægja að vísa í þær launatöflur sem hægt er að nálgast á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sé miðað við aðrar háskólamenntaðar stéttir má þar glögglega sjá að kennarar bera þar skarðan hlut frá borði. Kennarar almennt (ef frá eru taldir tónlistarkennarar) hafa notið ríflegra launahækkana í prósentum talið undanfarin ár. Það er þó afar brýnt að tala um raunverulegar kjarabætur, en ekki bara prósentur, því prósentur kaupa afar mismikinn mat. Enn fremur segja launahækkanir kennara undanfarin ár ekki alla söguna, þar sem kennarar hafa gjarnan þurft að „kaupa sér“ launahækkanir í skiptum fyrir aukna vinnu. Niðurstaðan er því oft á tíðum stóraukið vinnuálag fyrir lítillega bætt kjör eða, að öðrum kosti, lækkað starfshlutfall fyrir óbreytt vinnuframlag. Af framantöldu ætti það að vera augljóst réttlætismál að leiðrétta kjör tónlistarskólakennara. Engin málefnanleg rök styðja gjaldfellingu á störfum í tónlistarskólum landsins. Í upplýstu velferðarsamfélagi ætti að vera metnaðarmál okkar allra að hlúa vel að þeim stéttum sem vinna að því sem máli skiptir: menningu okkar og vexti og viðgangi þeirra sem erfa munu landið.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar