Vönduð stefnumótun grunnforsenda markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir skrifar 20. október 2016 07:00 Í dag, 20. október, er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Markmið dagsins er annars vegar að vekja athygli á og kynna náms- og starfsráðgjöf fyrir almenningi og stjórnvöldum og hins vegar að skapa vettvang til að sameina og efla náms- og starfsráðgjafa. Að þessu sinni viljum við benda sérstaklega á mikilvægi vandaðrar stefnumótunar sem grunnforsendu markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Nú þegar hefur nokkur stefnumótunarvinna átt sér stað í samvinnu aðila frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Félagi náms- og starfsráðgjafa og fleiri hagsmunaaðila. Í skýrslu starfshópsins er réttilega bent á að vegna mikilla breytinga á vinnumarkaði síðari ár sé náms- og starfsval mun flóknara ferli en áður. Í alþjóðlegu samhengi er það viðurkennd staðreynd að náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum, ekki síst vegna þess hve mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Brotthvarf úr námi hefur í för með sér mikið óhagræði og kostnað bæði fyrir þá sem hverfa frá námi sem og þjóðfélagið allt. Samkvæmt tölum frá OECD er brotthvarf íslenskra ungmenna nú um 30% en það er mun hærra en í nágrannalöndum okkar. Náms- og starfsráðgjafar hafa lengi gefið þessu gaum og viljað leggja sitt af mörkum en rannsóknir sýna fram á ótvírætt forvarnargildi náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu gegn brotthvarfi. Alþjóðlegar breytingar á vinnumarkaði kalla einnig á aukna eftirspurn náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar, Vinnumálastofnun og aðilar sem koma að endurhæfingarmálum sinna þessum hópi sérstaklega. Í skýrslunni góðu er greint frá því að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ekki fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Í ljósi þessa er mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Starfshópur um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf skilaði af sér í maí 2015. Niðurstöðurnar hafa enn ekki fengið efnislega umfjöllun og úrvinnslu hjá stjórnvöldum. Drög að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi liggja nú fyrir og næsta skref er að vinna áfram á þeim grunni sem kominn er. Stórefld menntun og sterk tengsl á alþjóðavettvangi fagsviðsins skipa íslenskum náms- og starfsráðgjöfum í fremstu röð. Við erum reiðubúin að inna af hendi þann stuðning sem nemendur og atvinnuleitendur þurfa á að halda í dag með þeim augljósa þjóðhagslega ávinningi sem hann hefði í för með sér. Skýr stefnumótun og heildræn áætlun um hvar kröftum okkar er best varið er nauðsynleg í náinni framtíð. Því viljum við í tilefni Dagsins óska eftir frekara samtali við yfirvöld menntamála á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður. Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. október, er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Markmið dagsins er annars vegar að vekja athygli á og kynna náms- og starfsráðgjöf fyrir almenningi og stjórnvöldum og hins vegar að skapa vettvang til að sameina og efla náms- og starfsráðgjafa. Að þessu sinni viljum við benda sérstaklega á mikilvægi vandaðrar stefnumótunar sem grunnforsendu markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Nú þegar hefur nokkur stefnumótunarvinna átt sér stað í samvinnu aðila frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Félagi náms- og starfsráðgjafa og fleiri hagsmunaaðila. Í skýrslu starfshópsins er réttilega bent á að vegna mikilla breytinga á vinnumarkaði síðari ár sé náms- og starfsval mun flóknara ferli en áður. Í alþjóðlegu samhengi er það viðurkennd staðreynd að náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum, ekki síst vegna þess hve mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Brotthvarf úr námi hefur í för með sér mikið óhagræði og kostnað bæði fyrir þá sem hverfa frá námi sem og þjóðfélagið allt. Samkvæmt tölum frá OECD er brotthvarf íslenskra ungmenna nú um 30% en það er mun hærra en í nágrannalöndum okkar. Náms- og starfsráðgjafar hafa lengi gefið þessu gaum og viljað leggja sitt af mörkum en rannsóknir sýna fram á ótvírætt forvarnargildi náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu gegn brotthvarfi. Alþjóðlegar breytingar á vinnumarkaði kalla einnig á aukna eftirspurn náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar, Vinnumálastofnun og aðilar sem koma að endurhæfingarmálum sinna þessum hópi sérstaklega. Í skýrslunni góðu er greint frá því að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ekki fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Í ljósi þessa er mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Starfshópur um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf skilaði af sér í maí 2015. Niðurstöðurnar hafa enn ekki fengið efnislega umfjöllun og úrvinnslu hjá stjórnvöldum. Drög að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi liggja nú fyrir og næsta skref er að vinna áfram á þeim grunni sem kominn er. Stórefld menntun og sterk tengsl á alþjóðavettvangi fagsviðsins skipa íslenskum náms- og starfsráðgjöfum í fremstu röð. Við erum reiðubúin að inna af hendi þann stuðning sem nemendur og atvinnuleitendur þurfa á að halda í dag með þeim augljósa þjóðhagslega ávinningi sem hann hefði í för með sér. Skýr stefnumótun og heildræn áætlun um hvar kröftum okkar er best varið er nauðsynleg í náinni framtíð. Því viljum við í tilefni Dagsins óska eftir frekara samtali við yfirvöld menntamála á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður. Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar