Vönduð stefnumótun grunnforsenda markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir skrifar 20. október 2016 07:00 Í dag, 20. október, er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Markmið dagsins er annars vegar að vekja athygli á og kynna náms- og starfsráðgjöf fyrir almenningi og stjórnvöldum og hins vegar að skapa vettvang til að sameina og efla náms- og starfsráðgjafa. Að þessu sinni viljum við benda sérstaklega á mikilvægi vandaðrar stefnumótunar sem grunnforsendu markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Nú þegar hefur nokkur stefnumótunarvinna átt sér stað í samvinnu aðila frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Félagi náms- og starfsráðgjafa og fleiri hagsmunaaðila. Í skýrslu starfshópsins er réttilega bent á að vegna mikilla breytinga á vinnumarkaði síðari ár sé náms- og starfsval mun flóknara ferli en áður. Í alþjóðlegu samhengi er það viðurkennd staðreynd að náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum, ekki síst vegna þess hve mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Brotthvarf úr námi hefur í för með sér mikið óhagræði og kostnað bæði fyrir þá sem hverfa frá námi sem og þjóðfélagið allt. Samkvæmt tölum frá OECD er brotthvarf íslenskra ungmenna nú um 30% en það er mun hærra en í nágrannalöndum okkar. Náms- og starfsráðgjafar hafa lengi gefið þessu gaum og viljað leggja sitt af mörkum en rannsóknir sýna fram á ótvírætt forvarnargildi náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu gegn brotthvarfi. Alþjóðlegar breytingar á vinnumarkaði kalla einnig á aukna eftirspurn náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar, Vinnumálastofnun og aðilar sem koma að endurhæfingarmálum sinna þessum hópi sérstaklega. Í skýrslunni góðu er greint frá því að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ekki fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Í ljósi þessa er mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Starfshópur um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf skilaði af sér í maí 2015. Niðurstöðurnar hafa enn ekki fengið efnislega umfjöllun og úrvinnslu hjá stjórnvöldum. Drög að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi liggja nú fyrir og næsta skref er að vinna áfram á þeim grunni sem kominn er. Stórefld menntun og sterk tengsl á alþjóðavettvangi fagsviðsins skipa íslenskum náms- og starfsráðgjöfum í fremstu röð. Við erum reiðubúin að inna af hendi þann stuðning sem nemendur og atvinnuleitendur þurfa á að halda í dag með þeim augljósa þjóðhagslega ávinningi sem hann hefði í för með sér. Skýr stefnumótun og heildræn áætlun um hvar kröftum okkar er best varið er nauðsynleg í náinni framtíð. Því viljum við í tilefni Dagsins óska eftir frekara samtali við yfirvöld menntamála á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður. Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. október, er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur í tíunda sinn. Markmið dagsins er annars vegar að vekja athygli á og kynna náms- og starfsráðgjöf fyrir almenningi og stjórnvöldum og hins vegar að skapa vettvang til að sameina og efla náms- og starfsráðgjafa. Að þessu sinni viljum við benda sérstaklega á mikilvægi vandaðrar stefnumótunar sem grunnforsendu markvissrar þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Nú þegar hefur nokkur stefnumótunarvinna átt sér stað í samvinnu aðila frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Félagi náms- og starfsráðgjafa og fleiri hagsmunaaðila. Í skýrslu starfshópsins er réttilega bent á að vegna mikilla breytinga á vinnumarkaði síðari ár sé náms- og starfsval mun flóknara ferli en áður. Í alþjóðlegu samhengi er það viðurkennd staðreynd að náms- og starfsráðgjöf gegnir lykilhlutverki í þessum breyttu aðstæðum, ekki síst vegna þess hve mikilvægt er fyrir ungt fólk að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Brotthvarf úr námi hefur í för með sér mikið óhagræði og kostnað bæði fyrir þá sem hverfa frá námi sem og þjóðfélagið allt. Samkvæmt tölum frá OECD er brotthvarf íslenskra ungmenna nú um 30% en það er mun hærra en í nágrannalöndum okkar. Náms- og starfsráðgjafar hafa lengi gefið þessu gaum og viljað leggja sitt af mörkum en rannsóknir sýna fram á ótvírætt forvarnargildi náms- og starfsráðgjafar og náms- og starfsfræðslu gegn brotthvarfi. Alþjóðlegar breytingar á vinnumarkaði kalla einnig á aukna eftirspurn náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, símenntunarstöðvar, Vinnumálastofnun og aðilar sem koma að endurhæfingarmálum sinna þessum hópi sérstaklega. Í skýrslunni góðu er greint frá því að stjórnvöld hafi sett sér það markmið að ekki fleiri en 10% fólks á vinnumarkaði verði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar árið 2020. Í ljósi þessa er mikilvægt að upplýsingar um nám og störf séu aðgengilegar, sem og þjónusta náms- og starfsráðgjafa. Starfshópur um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf skilaði af sér í maí 2015. Niðurstöðurnar hafa enn ekki fengið efnislega umfjöllun og úrvinnslu hjá stjórnvöldum. Drög að stefnu um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi liggja nú fyrir og næsta skref er að vinna áfram á þeim grunni sem kominn er. Stórefld menntun og sterk tengsl á alþjóðavettvangi fagsviðsins skipa íslenskum náms- og starfsráðgjöfum í fremstu röð. Við erum reiðubúin að inna af hendi þann stuðning sem nemendur og atvinnuleitendur þurfa á að halda í dag með þeim augljósa þjóðhagslega ávinningi sem hann hefði í för með sér. Skýr stefnumótun og heildræn áætlun um hvar kröftum okkar er best varið er nauðsynleg í náinni framtíð. Því viljum við í tilefni Dagsins óska eftir frekara samtali við yfirvöld menntamála á þeim góða grunni sem þegar hefur verið lagður. Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar