Auðvelt að sjá það sanna Elín Björg Jónsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Í flóknum málum getur verið erfitt að sjá hverjir segja satt og rétt frá. En stundum er það furðu auðvelt. Þannig er það með deilurnar um frumvarp sem breyta á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. BSRB undirritaði, ásamt öðrum heildarsamtökum opinberra starfsmanna, samkomulag um nýtt lífeyriskerfi við ríki og sveitarfélög þann 19. september síðastliðinn. Bandalagið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem byggir á því og telur frumvarpið ekki endurspegla það samkomulag sem var undirritað. Undir það taka hin heildarsamtökin sem undirrituðu samkomulagið. Fjármálaráðherra hefur fullyrt að bandalög opinberra starfsmanna séu nú að bæta við nýjum samningskröfum. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. BSRB stendur fullkomlega við samkomulagið og myndi fagna því verði frumvarp þar sem efni þess endurspeglast með réttum hætti samþykkt. Hér stangast fullyrðingar á og einhver gæti haldið að erfitt væri að skera úr um réttmæti fullyrðinganna. Það auðveldar vissulega þeim vinnuna sem vilja kanna sannleiksgildið að fyrir liggur skriflegt samkomulag, auk kynningarefnis sem fjármálaráðherra fór yfir á fundi með fjölmiðlum eftir undirritun samkomulagsins. Í samkomulaginu eru markmið og forsendur tíunduð í upphafi: „Réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulagi þessu.“ Orðalag í kynningu ráðherra var svo til orðrétt það sama. Í frumvarpinu er þetta markmið ekki uppfyllt. Í stað þess að tala um sjóðfélaga, sem nær yfir bæði þá sem eru að greiða í lífeyrissjóðinn, hafa greitt í hann, eða hafa hafið töku lífeyris, er komið nýtt hugtak. Í frumvarpinu er talað um „virka greiðendur“, sem eru aðeins þeir sem greiddu í sjóðinn á yfirstandandi ári.Stjórnvöld standi við samkomulagið Það þarf ekki lögspeking til að átta sig á muninum á þessu tvennu. Svo því sé haldið til haga gerði BSRB skriflegar athugasemdir við þetta orðalag í tölvupósti til ráðuneytisins þann 11. september, án þess að við því væri brugðist. BSRB gerir þá skýru kröfu að úr þessu verði bætt áður en málið verður afgreitt á Alþingi og að tekið verði að fullu tillit til athugasemda í umsögn bandalagsins við frumvarpið. Það er lágmarkskrafa að stjórnvöld standi við skriflegt samkomulag. Þá má minna á að í allri umræðu í aðdraganda samkomulagsins var talað um að ekki yrði haldið áfram með málið nema allir væru sammála. Hvers vegna hefur það breyst á síðustu metrunum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar