Keyrði næstum því á fimm ára dreng: „Ég náði að stoppa í tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 21:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir frásögn Guðrúnar úr umferðinni á Facebook-síðu sinni. vísir/ernir Betur fór en á horfðist hjá Guðrúnu Daníelsdóttur og fimm ára dreng í gær þegar Guðrún var næstum því búin að keyra á drenginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir Facebook-færslu Guðrúnar á síðu sinni í dag með leyfi hennar þar sem lögreglan telur hana eiga erindi við alla. Í færslunni lýsir Guðrún aðstæðum þegar hún keyrði næstum því á barnið en klukkan var korter í átta og ljósaskipti úti. „Ég keyrði á 50 km hraða og allt í einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfulaus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig.“ Guðrún skrifar að hún hafi aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami hennar hafi bremsað, bílbeltið þrýsti henni niður í sætið, hausinn sveigði fram og það var líkt og hún hefði ekið á vegg. „Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu „fyrirgefðu fyrirgefðu.“ Eftir smástund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur.“ Guðrún lýsir því síðan að hún hafi keyrt áfram, fundið bílastæði og beðið eftir að skjálftinn í líkama hennar myndi líða hjá. Hún fer síðan yfir það að þegar þetta gerðist hafi hún verið með alla athyglina á veginum en játar að vera alltof með athyglina einhvers staðar annars staðar undir stýri: „Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft. Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna. Ég sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því ég áttaði mig á því að þetta hefði getað farið verr. Hefði ég verið í símanum þá ......guð minn góður. Aldrei aftur.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Guðrúnu Daníelsdóttur og fimm ára dreng í gær þegar Guðrún var næstum því búin að keyra á drenginn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deilir Facebook-færslu Guðrúnar á síðu sinni í dag með leyfi hennar þar sem lögreglan telur hana eiga erindi við alla. Í færslunni lýsir Guðrún aðstæðum þegar hún keyrði næstum því á barnið en klukkan var korter í átta og ljósaskipti úti. „Ég keyrði á 50 km hraða og allt í einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfulaus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig.“ Guðrún skrifar að hún hafi aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami hennar hafi bremsað, bílbeltið þrýsti henni niður í sætið, hausinn sveigði fram og það var líkt og hún hefði ekið á vegg. „Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Ég hljóp út og faðmaði hann. Hann endurtók í sífellu „fyrirgefðu fyrirgefðu.“ Eftir smástund hljóp hann heim til sín endurskinslaus og lafhræddur.“ Guðrún lýsir því síðan að hún hafi keyrt áfram, fundið bílastæði og beðið eftir að skjálftinn í líkama hennar myndi líða hjá. Hún fer síðan yfir það að þegar þetta gerðist hafi hún verið með alla athyglina á veginum en játar að vera alltof með athyglina einhvers staðar annars staðar undir stýri: „Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið. Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft. Í gærkvöldi átti ég erfitt með að sofna. Ég sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því ég áttaði mig á því að þetta hefði getað farið verr. Hefði ég verið í símanum þá ......guð minn góður. Aldrei aftur.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira