Veiðimenn fá að nota hljóðdeyfa á rifflana Þorgeir Helgason skrifar 7. október 2016 07:00 Riffill með hljóðdeyfi. vísir/Eyþór „Það er okkur mikilvægt að minnka hávaðann í vopnunum sem verið er að nota, til að draga úr hættu á heyrnarskaða sem er mjög algengur fylgifiskur skotveiða,“ segir Jón Hávarður Jónsson, formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Nýjar reglur sem heimila veiðimönnum að nota hljóðdeyfa tóku gildi í liðinni viku. Þessi breyting er til samræmis við hliðstæðar reglugerðir á öðrum Norðurlöndum og tekur til stærri veiðiriffla. Reglugerðin var unnin af innanríkisráðuneytinu í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórafélag Íslands, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Umhverfisstofnun. Lögreglustjórar veita heimild til notkunar hljóðdeyfis og er gerð krafa um að hljóðdeyfirinn sé geymdur í sérútbúnum vopnaskáp. Samkvæmt íslenskum vopnalögum hefur hingað til ekki verið heimilt að breyta vopnum, til dæmis með því að setja hljóðdeyfi framan á byssu. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að með notkun hljóðdeyfa verði hávaðinn um 130 dB sem er undir sársaukamörkum og dragi því úr hættu á heyrnarskemmdum. Gunnar Bjarnason, formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, segir félagið vera mjög ánægt með breytinguna. „Sterkustu rökin fyrir því að leyfa hljóðdeyfa eru tengd heilsuvernd, þá einkum varðandi heyrn veiðimanna og ekki síst hjá leiðsögumönnum,“ segir Gunnar. Formaður Skotveiðifélagsins segist jafnframt vona að nýju reglurnar muni hafa í för með sér minni skörun milli veiðimanna annars vegar og útivistarfólks hins vegar. Þá muni dýralíf verða fyrir minni truflun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Það er okkur mikilvægt að minnka hávaðann í vopnunum sem verið er að nota, til að draga úr hættu á heyrnarskaða sem er mjög algengur fylgifiskur skotveiða,“ segir Jón Hávarður Jónsson, formaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum. Nýjar reglur sem heimila veiðimönnum að nota hljóðdeyfa tóku gildi í liðinni viku. Þessi breyting er til samræmis við hliðstæðar reglugerðir á öðrum Norðurlöndum og tekur til stærri veiðiriffla. Reglugerðin var unnin af innanríkisráðuneytinu í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórafélag Íslands, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Umhverfisstofnun. Lögreglustjórar veita heimild til notkunar hljóðdeyfis og er gerð krafa um að hljóðdeyfirinn sé geymdur í sérútbúnum vopnaskáp. Samkvæmt íslenskum vopnalögum hefur hingað til ekki verið heimilt að breyta vopnum, til dæmis með því að setja hljóðdeyfi framan á byssu. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að með notkun hljóðdeyfa verði hávaðinn um 130 dB sem er undir sársaukamörkum og dragi því úr hættu á heyrnarskemmdum. Gunnar Bjarnason, formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, segir félagið vera mjög ánægt með breytinguna. „Sterkustu rökin fyrir því að leyfa hljóðdeyfa eru tengd heilsuvernd, þá einkum varðandi heyrn veiðimanna og ekki síst hjá leiðsögumönnum,“ segir Gunnar. Formaður Skotveiðifélagsins segist jafnframt vona að nýju reglurnar muni hafa í för með sér minni skörun milli veiðimanna annars vegar og útivistarfólks hins vegar. Þá muni dýralíf verða fyrir minni truflun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira