Söfnunaráráttan kom loks til góða Sara McMahon skrifar 20. september 2016 08:00 Langur og litríkur ferill Björgvins Halldórssonar hófst á menntaskólaárunum í Flensborg. Yfirgripsmikil sýning á tónlistarferli hans opnar í Rokksafninu 12. nóvember. Mynd/Sigga Ella Ég tók nú bara vel í þetta. Þetta er glæsilegt safn og skemmtilegt verkefni og þegar þau höfðu samband þá rann upp fyrir mér ljós af hverju ég væri að safna öllum þessum hlutum, það hlaut að koma að notum á einhverjum tímapunkti,“ segir tónlistarmaðurinn farsæli Björgvin Halldórsson. Yfirlitssýning um feril hans opnar þann 12. nóvember í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Sýningin tekur við af yfirlitssýningu um Pál Óskar og mun standa næsta árið. Björgvin hefur verið iðinn við að safna munum og minningum frá ferlinum og segir söfnunaráráttuna komna á „hættulegt stig“. „Móðir mín safnaði úrklippum þegar ég byrjaði ferilinn og svo hefur bæst í þetta með árunum. Þetta er ekki bara af mér, heldur líka frá samstarfsfólki mínu úr bransanum. Stundum hringja vinir mínir og spyrja hvort ég eigi nokkuð plaggöt frá hinum og þessum viðburðum og þá svara ég einfaldlega: „Hvaða lit viltu?“ Einhver verður að safna þessu og halda til haga,“ segir hann og hlær. Björgvin Halldórsson ásamt börnum sínum, tónlistarfólkinu Krumma, sem gjarnan er kenndur við Mínus, og Svölu.Mynd/Mummi LúInntur eftir því hvort erfitt sé að velja efni á sýninguna úr öllu þessu magni, segir Björgvin svo ekki vera. „Ég er ekki að gera þetta einn. Ég vinn með þessu frábæra fólki í Hljómahöllinni og Birni G. Björnssyni og er því í góðum höndum. Við erum að fara í gegnum allt efnið núna og velja úr,“ segir hann. Sýningin mun meðal annars innihalda viðtöl, fatnað, brot af viðamiklu gítarsafni söngvarans og auðvitað sögur frá ferlinum. Þegar litið er yfir farinn veg segir Björgvin ýmislegt standa upp úr en nefnir fyrst allt það góða fólk sem honum hefur hlotnast sá heiður að vinna með. „Allir þessir góðu samstarfsmenn og –konur sem ég hef kynnst og unnið með í gegnum tíðina, það stendur helst upp úr eftir öll þessi ár. Af plötunum eru það dúettarnir og svo eru mér minnisstæðir tónleikarnir með Synfó og allir jólatónleikarnir.“ „Við höfðum heyrt að Björgvin væri rosalega mikill safnari og hendi ekki neinu og ætti því mikið efni sem nýta mætti í sýningu sem þessa. Svo er hann líka einstaklega skemmtilegur karakter sem hefur gert margt áhugavert í gegnum tíðina; hann var til dæmis skemmtanastjóri á Broadway um tíma og sjónvarpsstjóri Bíóstöðvarinnar það er því margt áhugavert sem leynist á sýningunni,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Rokksafnsins. Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staðið frá því í ársbyrjun. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Ég tók nú bara vel í þetta. Þetta er glæsilegt safn og skemmtilegt verkefni og þegar þau höfðu samband þá rann upp fyrir mér ljós af hverju ég væri að safna öllum þessum hlutum, það hlaut að koma að notum á einhverjum tímapunkti,“ segir tónlistarmaðurinn farsæli Björgvin Halldórsson. Yfirlitssýning um feril hans opnar þann 12. nóvember í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Sýningin tekur við af yfirlitssýningu um Pál Óskar og mun standa næsta árið. Björgvin hefur verið iðinn við að safna munum og minningum frá ferlinum og segir söfnunaráráttuna komna á „hættulegt stig“. „Móðir mín safnaði úrklippum þegar ég byrjaði ferilinn og svo hefur bæst í þetta með árunum. Þetta er ekki bara af mér, heldur líka frá samstarfsfólki mínu úr bransanum. Stundum hringja vinir mínir og spyrja hvort ég eigi nokkuð plaggöt frá hinum og þessum viðburðum og þá svara ég einfaldlega: „Hvaða lit viltu?“ Einhver verður að safna þessu og halda til haga,“ segir hann og hlær. Björgvin Halldórsson ásamt börnum sínum, tónlistarfólkinu Krumma, sem gjarnan er kenndur við Mínus, og Svölu.Mynd/Mummi LúInntur eftir því hvort erfitt sé að velja efni á sýninguna úr öllu þessu magni, segir Björgvin svo ekki vera. „Ég er ekki að gera þetta einn. Ég vinn með þessu frábæra fólki í Hljómahöllinni og Birni G. Björnssyni og er því í góðum höndum. Við erum að fara í gegnum allt efnið núna og velja úr,“ segir hann. Sýningin mun meðal annars innihalda viðtöl, fatnað, brot af viðamiklu gítarsafni söngvarans og auðvitað sögur frá ferlinum. Þegar litið er yfir farinn veg segir Björgvin ýmislegt standa upp úr en nefnir fyrst allt það góða fólk sem honum hefur hlotnast sá heiður að vinna með. „Allir þessir góðu samstarfsmenn og –konur sem ég hef kynnst og unnið með í gegnum tíðina, það stendur helst upp úr eftir öll þessi ár. Af plötunum eru það dúettarnir og svo eru mér minnisstæðir tónleikarnir með Synfó og allir jólatónleikarnir.“ „Við höfðum heyrt að Björgvin væri rosalega mikill safnari og hendi ekki neinu og ætti því mikið efni sem nýta mætti í sýningu sem þessa. Svo er hann líka einstaklega skemmtilegur karakter sem hefur gert margt áhugavert í gegnum tíðina; hann var til dæmis skemmtanastjóri á Broadway um tíma og sjónvarpsstjóri Bíóstöðvarinnar það er því margt áhugavert sem leynist á sýningunni,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar og Rokksafnsins. Undirbúningur fyrir sýninguna hefur staðið frá því í ársbyrjun.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira