Ólaunaðar 36 daga á ári Eva H. Baldursdóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Ég er alin upp á heimili þar sem mikil áhersla var lögð á jafnrétti. Mamma var rauðsokka og sagði mér að gefa aldrei afslátt vegna þess að ég væri stelpa. Og þannig hefur það verið. Við eigum hvorki að leggja meiri kröfur á okkur af því að við erum konur né gefa afslátt vegna kyns. Nýjasta launakönnun VR gefur til kynna að launamunur kynjanna hafi staðið í stað undanfarin ár og kunni jafnvel að vera að aukast – mest meðal stjórnenda. Þetta sýnir það að jafnrétti kynjanna er ekki sjálfsagt mál – það þarf að vinna stöðugt að því.Jafnrétti á heimilinu Þrátt fyrir að Ísland sé eitt fremsta ríki heims þegar kemur að kynjajafnrétti, eigum við nokkuð í land og misréttisins gætir enn þá víða, einkum í viðhorfum fólks. Vinna þarf markvisst gegn skaðlegum staðalmyndum kynjanna í tengslum við barnauppeldi, samskipti og vinnu. Atvinnuþátttaka kvenna er enn fremur aðeins um fimm prósentum lægri en karla, eru konur enn með aukinn hluta verkefna heimilisins á sinni könnu og vinna þannig stærsta hluta ólaunaðrar vinnu. Of fáir feður taka nú fæðingarorlof og í styttri tíma, en það er öfug þróun við markmið fæðingarorlofsins og skapar ójafnvægi. Það þarf því að lengja fæðingarorlofið og hækka þakið.Jöfnum leikinn Frá því konur fengu kosningarrétt hefur aðeins ein kona gegnt embætti forsætisráðherra en 26 karlar, þrjár konur verið borgarstjórar en 17 karlar og ein kona hefur gegnt embætti forseta. Þar að auki eru konur aðeins um sjö prósent af æðstu stjórnendum innan fjármálakerfisins. Ef breyta á launamun kynjanna verður jafnframt að breyta valdajafnvægi þeirra. Á vinnumarkaði bera atvinnurekendur mikla ábyrgð og næsta ríkisstjórn á að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör kvenna í samvinnu við atvinnulífið. Það þarf að jafna leikinn. Þannig mun ég olnbogast áfram og leggja mitt af mörkum enda ekki hægt að sætta sig við að við konur gefum afslátt af okkar vinnu sem samsvarar 36 dögum ólaunuðum á ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég er alin upp á heimili þar sem mikil áhersla var lögð á jafnrétti. Mamma var rauðsokka og sagði mér að gefa aldrei afslátt vegna þess að ég væri stelpa. Og þannig hefur það verið. Við eigum hvorki að leggja meiri kröfur á okkur af því að við erum konur né gefa afslátt vegna kyns. Nýjasta launakönnun VR gefur til kynna að launamunur kynjanna hafi staðið í stað undanfarin ár og kunni jafnvel að vera að aukast – mest meðal stjórnenda. Þetta sýnir það að jafnrétti kynjanna er ekki sjálfsagt mál – það þarf að vinna stöðugt að því.Jafnrétti á heimilinu Þrátt fyrir að Ísland sé eitt fremsta ríki heims þegar kemur að kynjajafnrétti, eigum við nokkuð í land og misréttisins gætir enn þá víða, einkum í viðhorfum fólks. Vinna þarf markvisst gegn skaðlegum staðalmyndum kynjanna í tengslum við barnauppeldi, samskipti og vinnu. Atvinnuþátttaka kvenna er enn fremur aðeins um fimm prósentum lægri en karla, eru konur enn með aukinn hluta verkefna heimilisins á sinni könnu og vinna þannig stærsta hluta ólaunaðrar vinnu. Of fáir feður taka nú fæðingarorlof og í styttri tíma, en það er öfug þróun við markmið fæðingarorlofsins og skapar ójafnvægi. Það þarf því að lengja fæðingarorlofið og hækka þakið.Jöfnum leikinn Frá því konur fengu kosningarrétt hefur aðeins ein kona gegnt embætti forsætisráðherra en 26 karlar, þrjár konur verið borgarstjórar en 17 karlar og ein kona hefur gegnt embætti forseta. Þar að auki eru konur aðeins um sjö prósent af æðstu stjórnendum innan fjármálakerfisins. Ef breyta á launamun kynjanna verður jafnframt að breyta valdajafnvægi þeirra. Á vinnumarkaði bera atvinnurekendur mikla ábyrgð og næsta ríkisstjórn á að ráðast í aðgerðir til að bæta kjör kvenna í samvinnu við atvinnulífið. Það þarf að jafna leikinn. Þannig mun ég olnbogast áfram og leggja mitt af mörkum enda ekki hægt að sætta sig við að við konur gefum afslátt af okkar vinnu sem samsvarar 36 dögum ólaunuðum á ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar