Einungis þriðjungur viðmælenda í fjölmiðlum eru konur: Ráðherra segir stöðuna ekki ásættanlega Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2016 18:18 Aðeins sjö konur voru í tuttugu efstu sætum listans. Mynd/FKA Karlmenn voru viðmælendur í 67 prósent tilfella og konur í þriðjungi tilfella samkvæmt nýrri greiningu á hlutfalli kynja í ljósvakamiðlum. Greiningin var unnin af Creditinfo Fjölmiðlavaktinni og voru niðurstöður birtar á málþingi Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fram fór í dag. Þeir þrír sem oftast var rætt við á tímabilinu – 1. september 2015 til 31. ágúst 2016 – voru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir var sú kona sem oftast var rætt við, en hún var í fimmta sæti listans. Aðeins sjö konur voru í tuttugu efstu sætunum. „Konur eru þriðjungur viðmælenda í ljósvakamiðlum á Íslandi í dag, aukning um 3% frá síðustu mælingu frá 2013, alls 9% betri árangur en á heimsvísu,“ segir í tilkynningu frá FKA. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á málþinginu í dag að staðan eins og hún væri nú, væri ekki ásættanleg, en benti þó á að við værum að fara í rétta átt. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sagði RÚV að vissu leyti vera spegil. „Held að fjölmiðlar eigi sannarlega að spegla en ekki bara einfaldir speglar sem spegla það sem við sjáum heldur líka vera hreyfiafl góða verka, það er aldrei afsökun að segja að vandamálið sé þarna úti, við þurfum að leggja okkar á vogarskálarnar til að stuðla að breytingum.“ Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði að á útvarpsstöðvunum sýni skráningar að fyrstu sex mánuði þessa árs séu karlar 65 prósent viðmælenda, konur 35 prósent. Þetta hlutfall hafi verið 70/30. „Mjög áhugavert er að sjá greiningu á því hvernig hlutfallið er milli þátta, og það er mjög umhugsunarvert fyrir okkur. Markmiðið er að auka hlutföllin.“ Í tilkynningunni segir að heildarfjöldi greina sem hafi verið skoðaðar hafi verið 14.390. „Heildarfjöldi viðmælenda 3.969, þar af 63% karlmenn og 37% konur. Af öllum fréttum þar sem rætt var við stjórnmálamenn á landsvísu þá voru karlkyns viðmælendur í 60% tilvika en konur eru 49% þingmanna.“ Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Karlmenn voru viðmælendur í 67 prósent tilfella og konur í þriðjungi tilfella samkvæmt nýrri greiningu á hlutfalli kynja í ljósvakamiðlum. Greiningin var unnin af Creditinfo Fjölmiðlavaktinni og voru niðurstöður birtar á málþingi Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem fram fór í dag. Þeir þrír sem oftast var rætt við á tímabilinu – 1. september 2015 til 31. ágúst 2016 – voru Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir var sú kona sem oftast var rætt við, en hún var í fimmta sæti listans. Aðeins sjö konur voru í tuttugu efstu sætunum. „Konur eru þriðjungur viðmælenda í ljósvakamiðlum á Íslandi í dag, aukning um 3% frá síðustu mælingu frá 2013, alls 9% betri árangur en á heimsvísu,“ segir í tilkynningu frá FKA. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á málþinginu í dag að staðan eins og hún væri nú, væri ekki ásættanleg, en benti þó á að við værum að fara í rétta átt. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sagði RÚV að vissu leyti vera spegil. „Held að fjölmiðlar eigi sannarlega að spegla en ekki bara einfaldir speglar sem spegla það sem við sjáum heldur líka vera hreyfiafl góða verka, það er aldrei afsökun að segja að vandamálið sé þarna úti, við þurfum að leggja okkar á vogarskálarnar til að stuðla að breytingum.“ Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði að á útvarpsstöðvunum sýni skráningar að fyrstu sex mánuði þessa árs séu karlar 65 prósent viðmælenda, konur 35 prósent. Þetta hlutfall hafi verið 70/30. „Mjög áhugavert er að sjá greiningu á því hvernig hlutfallið er milli þátta, og það er mjög umhugsunarvert fyrir okkur. Markmiðið er að auka hlutföllin.“ Í tilkynningunni segir að heildarfjöldi greina sem hafi verið skoðaðar hafi verið 14.390. „Heildarfjöldi viðmælenda 3.969, þar af 63% karlmenn og 37% konur. Af öllum fréttum þar sem rætt var við stjórnmálamenn á landsvísu þá voru karlkyns viðmælendur í 60% tilvika en konur eru 49% þingmanna.“
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira