Ferðamennirnir í stað þorsksins í frystihúsið Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2016 20:45 Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Það er liðinn um það bil aldarfjórðungur frá því bændur hófu að breyta fjósum í gistihús til sveita. Nú víkur sjávarútvegurinn einnig fyrir ferðaþjónustu því að á Breiðdalsvík er búið að taka frystihúsið undir ferðamenn. Það er tímanna tákn í sjávarplássi, þar sem frystihúsið var forðum langstærsta atvinnufyrirtækið, þar hefur hótelið núna tekið við sem burðarás byggðarlagsins. Hótel Bláfell er orðinn stærsti vinnustaður Breiðdalsvíkur. „Ég var með 44 starfsmenn sem ég borgaði laun um síðustu mánaðamót. Ég er með átta á ársgrundvelli. En yfir fjóra mánuði ársins er ég með 30-40 manns,“ segir Friðrik Árnason, eigandi og hótelstjóri Hótel Bláfells.Hótel Bláfell var fjölmennasti vinnustaðurinn á Breiðdalsvík í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik keypti hótelið fyrir átta árum en þá voru þar rúmlega tuttugu herbergi. Hann réðst fljótlega í stækkun með því að kaupa gömlu símstöðina við hliðina og tvöfaldaði herbergjafjöldann upp í rúmlega fjörutíu. Hann keypti einnig gamla kaupfélagshúsið og innréttaði þar verslun og veitingastað. Gegnt hótelinu stóð gamla hraðfrystihús Breiðdælinga ónotað en hótelið vantaði stóran veitingasal. Og þar sem fiskurinn rann forðum á færiböndum um vélasali, þar er nú búið að innrétta 400 manna veitinga- og ráðstefnusal. „Það er svo mikið af fólki sem kemur hér í gegn bara í mat. Það er mikið af fólki hér í hádeginu og um miðjan dag á sumrin, sérstaklega mikið af rútum sem stoppa hér hjá okkur í hádeginu. Okkur veitti bara ekkert af svona sal.“Hér var áður Hraðfrystihús Breiðdælinga. Nú er hér 400 manna veitinga- og ráðstefnusalur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Friðrik segir að þegar Hraðfrystihús Breiðdælinga stóð með mestum blóma hafi starfað þar allt að 80 manns við að afla gjaldeyris í þjóðarbúið. „Nú er það hótelið og ferðaþjónustan. Þetta er mikil breyting. Það eru komnir ferðamenn í frystihúsið! Þetta er kúvending,“ segir Friðrik hótelstjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Börnum fjölgar á ný á Breiðdalsvík Fóru í verkefni um hvernig ætti að fá unga fólkið til að búa á landsbyggðinni. 16. september 2016 19:45