Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 12:30 Hannes S. Jónsson er bjartsýnn á að fótboltinn og karfan geti verið í stuði saman í Helsinki. vísir/vilhelm/valli „Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
„Fundurinn var mjög góður og mjög gagnlegur. Þetta lítur vel út. Það lítur margt jákvæðara út núna en það gerði fyrir nokkrum dögum síðan.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Vísi um fund KKÍ með finnska körfuboltasambandinu um mögulegt samstarf á Evrópumótinu á næsta ári. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku kemur Ísland til greina sem félagi Finnlands á EM en það myndi tryggja strákunum okkar leikstað í Helsinki auk þess sem KKÍ getur haft áhrif á keppnina og komið með sínar kröfur verði það samstarfsaðili Finnanna. „Við eigum eftir að landa þessu endanlega en ég er jákvæður fyrir þessu. Það eru ýmsir lausir endar eftir enn þá og við vitum að Finnarnir eru að skoða aðra möguleika. Ég tel okkur samt mjög líklega og held að við séum kostur númer eitt hjá Finnunum,“ segir Hannes, en ákvörðun þarf að liggja fyrir 21. október.Jón Arnór Stefánsson og strákarnir okkar komust á EM annað skiptið í röð.vísir/valliÁhuginn mikilvægur Gulrótin fyrir finnska sambandið að fá Ísland sem samstarfsaðila er leikur Íslands og Finnlands í undankeppni HM 2018 í fótbolta sem fram fer þegar EM á sér stað í byrjun september á næsta ári. Hannes og starfslið KKÍ, sem fundaði með finnska sambandinu í gær, er búið að reyna telja kollegum sínum trú um að það geti komið með 2.000-3.000 Íslendinga til Helsinki á næsta ári. „Við hvetjum bara alla til að senda okkur tölvupóst á kki@kki.is og lýsa yfir áhuga á að fara. Allur stuðningur og yfirlýsingar um að fólk ætli að skella sér út á næsta ári hjálpar okkur í viðræðunum,“ segir Hannes. Eina vandamálið er, að sögn Hannesar, er að nú er orðið ljóst að íslenska körfuboltalandsliðið spilar 2. september. Óvíst er á móti hverjum en eina sem KKÍ veit er að leikið verður í öllum riðlum þann daginn.Fótboltalandsliðið spilar væntanlega á Ratina-vellinum í Tampere sem er tveimur tímum frá Helsinki.mynd/wikipediaLestin bíður Það er ekki gott því fótboltalandsleikurinn fer einnig fram 2. september og það í Tampere en ekki í Helsinki vegna endurbóta á Ólympíuvellinum í höfuðborginni. Tampere er í tveggja tíma fjarlægð með lest frá Helsinki. „Ef það má tala um bakslag er það þetta. Við erum að bíða eftir því að samþykkt verði að við getum spilað okkar leik fyrr um daginn þannig allir Íslendingar sem vilja geta farið á fótboltaleikinn,“ segir Hannes. Leiktímarnir á EM í körfubolta verða þrír. Fyrst verður spilað klukkan 14.00, svo 16.45 og síðasti leiktíminn er klukkan 20.00. Finnarnir munu væntanlega alltaf spila klukkan 20.00 og mun íslenska liðið því forðast það að mæta þeim 2. september þar sem fótboltaleikurinn á að hefjast klukkan 16.00 en mögulega væri hægt að seinka honum. „Við, Finnarnir og Fiba Europe myndum vinna í því að vera með lest klára á lestarstöðinni við keppnishöllina í körfunni sem er í 3-4 mínútna göngufæri. Hún myndi bíða eftir þeim sem vilja fara á fótboltann og frá lestarstöðinni í Tampere eru bara nokkrar mínútur á völlinn. Auðvitað hefðum við bara viljað eiga frí á laugardeginum þannig allir gætu kíkt á fótboltann en þetta verður leyst,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06 Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Ísland í neðsta styrkleikaflokki Ísland verður í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2017 í körfubolta 22. nóvember næstkomandi. 22. september 2016 14:06
Ísland kemur til greina sem félagi Finnlands á EM og spilar þá í Helsinki KKÍ fundar með finnska körfuboltasambandinu í næstu viku en mikilvægt er fyrir íslenska sambandið að ná samningum. 20. september 2016 14:02