Hæstvirtur lesandi/hæstvirtir almannahagsmunir Eva Einarsdóttir skrifar 28. september 2016 17:00 Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski heldur hátíðleg, en mér finnst hún viðeigandi í aðdraganda kosninga. Sérstaklega á meðan þingmenn kalla hverja aðra hæstvirta og háttvirta, sem mér finnst satt að segja gamaldags og hégómalegt. Á þingi er þessi kveðja líka oft harla merkingarlaus því ávarpinu fylgja oft árásir og skítkast. Slíkt er fjarri þeirri pólitík og þeim samskiptum sem ég vil stunda. Ég álpaðist óvænt inn í stjórnmál árið 2010 og varð eiginlega óvart borgarfulltrúi Besta flokksins. Við tók einn erfiðasti tími í mínu lífi, enda verkefnin oft ansi snúin. Ég tók starfið mjög alvarlega og er því meðvituð um ábyrgðina sem því fylgir. Það var stutt liðið frá hruni og margskonar pólitísku klandri í borginni, en næstu fjögur ár voru líka gefandi og skemmtileg. Ég er stolt af því sem okkur, í Besta flokknum og svo seinna Bjartri framtíð, hefur tekist að koma áleiðis. Flest verkefni sem tekin eru fyrir á Alþingi eru vandasöm. Þannig finnst mér að eigi að nálgast þau því þau snúast um nútíð og framtíð lands og þjóðar. Þeim á ekki að taka af neinni léttúð. Vandvirkni og virðing eru lykilorð í þessu sambandi. Þess vegna er mikilvægt að á Alþingi starfi gott fólk sem virkilega hefur hag allra landsmanna að leiðarljósi. Alltaf. Ekki bara í ræðum á hátíðarstundum eða fyrir kosningar. Ef við stöndum saman og hjálpumst að, komast sérhagsmunir ekki fyrir og almannahagsmunir fara að ráða för alltaf þegar ákvarðanir eru teknar. Það eru hagsmunirnir sem eiga að vera hæst virtir. Ég viðurkenni að stundum finnst mér flókið að setja mig inn í ýmis mál sem tekist er á um, s.s. skuldaleiðréttingu, nýtt námslánakerfi og búvörusamninga. En fyrir mér er lykilatriði að takast á við þessi viðfangsefni af heiðarleika, sanngirni og ávallt með almannahagsmuni í huga. Það finnst mér ekki flókið. Alþingismenn eiga að vera í þjónustuhlutverki. Björt framtíð hefur sannað að hún er stjórntækur flokkur, að okkur er treystandi til mikilvægra verka. Þrátt fyrir ungan aldur er Björt framtíð með sex kjörna fulltrúa á þingi og kjörna fulltrúa í sjö sveitarfélögum. Þar af er Björt framtíð í meirihluta í fjórum sveitarstjórnum. Við eigum erindi inn á þing. Það vakti athygli þegar Björt framtíð greiddi atkvæði gegn búvörusamningi á Alþingi nýverið. Samningurinn sem gerður var án viðunandi samráðs við hagsmunaaðila og eru hvorki neytendum né bændum til heilla. Og hvaða orð kemur upp í hugann? Jú, almannahagsmunir hæstvirtir. Aðeins um 16% landsmanna eru fylgjandi búvörusamningum samkvæmt nýrri könnun. Samningum sem Björt framtíð greiddi atkvæði gegn á þingi, einn flokka. Björt framtíð kaus líka gegn skuldaleiðréttingunni. Hvers vegna? Jú aftur, almannahagsmunir. Við teljum að sú hugmynd og það fjármagn, 80 milljarðar, hafi ekki verið hugsuð með hag almennings að leiðarljósi og þessu fjármagni hefði verið betur varið í að styrkja til dæmis innviði sveltra velferðar- og menntakerfa, styrkja hagsmuni öryrkja, fatlað fólks og til að lengja fæðingarorlof og hækka fæðingarorlofsgreiðslur svo eitthvað sé nefnt. Hæstvirtur kjósandi, mig langar að vinna fyrir þig ásamt félögum mínum í Bjartri framtíð og lofa að við munum áfram greiða atkvæði gegn sérhagsmunum, með almannahagsmunum. Við ætlum ekki að gefa afslátt af neinu sem varðar hag almennings. X-A ef þú vilt breytingar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar