Kílóin hrundu eftir magaminnkun Elín Albertsdóttir skrifar 16. september 2016 10:30 Carola segist ekki sjá eftir því að hafa lagt á sig magaminnkunaraðgerðina. Hún hafi breytt lífi hennar til góðs. MYND/GVA Carola Köhler var farin að finna fyrir verkjum í hnjám og fleiri heilsubrestum þegar hún ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Hún var allt of þung og það var farið að há henni í daglegu lífi auk þess sem hún átti á hættu að fá sykursýki. Hún setti sig í samband við Auðun Sigurðsson lækni sem framkvæmdi aðgerð sem nefnist sleeve gastrectomy eða magaermi. Auðunn starfaði sem læknir í Birmingham á Englandi árið 2013 og þangað fór Carola í aðgerðina. „Ég var komin á þann stað að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég var búin að reyna alla kúra margsinnis án árangurs. Mér tekst yfirleitt allt sem ég ákveð að gera en fíknina réð ég ekki við. Það er nokkur aðdragandi að sjálfri aðgerðinni. Fyrst þurfti ég að létta mig aðeins til að sýna fram á að mér væri alvara með að leggja þetta á mig. Stór hluti magans, 75-80%, er skorinn burt og maður getur ekki borðað eins og áður. Ég var á fljótandi fæði í sex vikur eftir aðgerðina. Síðan mátti ég borða maukaðan mat, líkt og barnamat,“ útskýrir Carola en þess má geta að magaermi þykir mjög árangursrík aðferð til að hjálpa fólki að léttast.Mikið hárlos „Eftir aðgerðina hvarf hungurtilfinningin,“ segir Carola. „Ég finn aldrei fyrir hungri núna. Þegar maður losnar við þessa endalausu hungurtilfinningu þá opnast fyrir manni nýr heimur. Ég má borða allt í dag en ég vel að gera það ekki. Þannig breytist mataræðið við aðgerðina því maður tímir ekki að fylla magaplássið með einhverri óhollustu. Ég þarf svo lítið til að verða södd,“ segir hún. Carola segir að aukaverkanir eftir aðgerðina hafi verið mikið hárlos. „Ég ræddi það við lækninn sem sagði mér að hafa ekki áhyggjur. Líkaminn fær visst sjokk eftir að hluti magans er skorinn burtu en svo aðlagast hann því og hárlosið hættir. Það voru samt liðnir sjö mánuðir frá aðgerð þar til hárlosið byrjaði. Það var virkilega óþægilegt að vera með fulla lúku af hárum í sturtu. Ég reyndi allar töfralausnir sem auglýstar voru en þær björguðu engu. Þetta var tímabil sem gekk yfir sem betur fer,“ segir Carola sem segist ekki sjá eftir því eitt augnablik að hafa farið í aðgerðina. „Ég öðlaðist nýtt líf,“ segir hún. „Mér er sagt að þessi aðgerð sé mun minna inngrip í líkamann en hjáveituaðgerð sem er vel þekkt hér á landi,“ segir hún. „Auðunn gerir þessa aðgerð hér heima núna svo fólk þarf ekki að fara til Bretlands. Hins vegar er aðgerðin ekki niðurgreidd eins og hjáveituaðgerð. Það þykir mér afar undarlegt. Ég þurfti að borga rúma milljón fyrir aðgerðina auk flugs og hótels. Aðgerðin gekk mjög vel og ég fann nánast ekkert fyrir henni á eftir. Hins vegar hrundu af mér kílóin í orðsins fyllstu merkingu. Þegar ég kom heim viku eftir aðgerð hafði ég þegar misst níu kíló. Í dag er ég búin að missa sem svarar þyngd einnar unglingsstúlku.“Umframhúðin fjarlægð Þegar kílóin fjúka af fólki situr umframhúð eftir á líkamanum. Carola ákvað að ráðast gegn því og leitaði til Óttos Guðjónssonar lýtalæknis. Hún hefur þegar farið í tvær aðgerðir og á þá þriðju eftir. „Líkamsrækt gerir ekkert fyrir teygða húð svo það var ekkert annað í stöðunni en að skera hana burt,“ segir Carola sem hefur heldur betur breyst í útliti. „Ég var svolítið smeyk fyrir fyrstu aðgerðina sem var framkvæmd á sjúkrahúsinu á Akranesi en það var óþarfi. Það er svo ótrúlega fært fólk sem þarna starfar,“ segir Carola en margir þekkja hana ekki lengur á götu eftir breytingarnar. Carola segir að magaaðgerðin hafi gefið henni nýtt og betra líf. „Ég átti orðið erfitt með gang, komast upp tröppur og venjulegar athafnir. Ég fann til hér og þar og alls staðar í líkamanum. Ég var með of háan blóðþrýsting sem er fínn í dag. Núna labba ég mikið, fer út með hundinn minn og ég er farin að hlaupa. Útiveran gefur mér ótrúlega mikið en því hefði ég ekki trúað fyrir nokkrum árum. Þetta er algjörlega ný tilfinning. Ég er nýbúin að eignast reiðhjól en ég hafði ekki hjólað síðan ég var barn,“ segir hún.Fitufordómar algengir Carola var landsþekkt eftir símahrekki í hinum vinsælu þáttum Tveir með öllu á Bylgjunni á tíunda áratugnum. Hún starfar sem tannsmiður en auk þess hefur hún verið fararstjóri hjá Icelandair í Glasgow og Birmingham. „Það hefur sjaldan verið betra að versla í Englandi en nú,“ segir hún kankvís. Eiginmaður Carolu er Jón Viðar Guðjónsson en þau eiga þrjú börn, tengdabörn og tvö barnabörn. Hún segist hafa fengið ómældan og góðan stuðning frá fjölskyldunni. Þegar Carola er spurð hvort hún hafi fundið fyrir fordómum, svarar hún því játandi. „Ég hafði gott sjálfstraust og held að ég hafi ekki orðið fyrir jafn miklum fordómum og margir aðrir. Sjálfsöryggi hjálpar alltaf. Hins vegar veit ég vel að það eru töluverðir fitufordómar í þjóðfélaginu. Mig langar oft til að segja fólki með matarfíkn sem stríðir við ofþyngd að skoða þennan möguleika. Samt tók það mig langan tíma að tala um þetta. Ég fæ oft spurningar um hvernig ég hafi farið að því að grenna mig, nú er ég tilbúin að mæla heilshugar með þessari aðgerð.“ Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Carola Köhler var farin að finna fyrir verkjum í hnjám og fleiri heilsubrestum þegar hún ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Hún var allt of þung og það var farið að há henni í daglegu lífi auk þess sem hún átti á hættu að fá sykursýki. Hún setti sig í samband við Auðun Sigurðsson lækni sem framkvæmdi aðgerð sem nefnist sleeve gastrectomy eða magaermi. Auðunn starfaði sem læknir í Birmingham á Englandi árið 2013 og þangað fór Carola í aðgerðina. „Ég var komin á þann stað að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég var búin að reyna alla kúra margsinnis án árangurs. Mér tekst yfirleitt allt sem ég ákveð að gera en fíknina réð ég ekki við. Það er nokkur aðdragandi að sjálfri aðgerðinni. Fyrst þurfti ég að létta mig aðeins til að sýna fram á að mér væri alvara með að leggja þetta á mig. Stór hluti magans, 75-80%, er skorinn burt og maður getur ekki borðað eins og áður. Ég var á fljótandi fæði í sex vikur eftir aðgerðina. Síðan mátti ég borða maukaðan mat, líkt og barnamat,“ útskýrir Carola en þess má geta að magaermi þykir mjög árangursrík aðferð til að hjálpa fólki að léttast.Mikið hárlos „Eftir aðgerðina hvarf hungurtilfinningin,“ segir Carola. „Ég finn aldrei fyrir hungri núna. Þegar maður losnar við þessa endalausu hungurtilfinningu þá opnast fyrir manni nýr heimur. Ég má borða allt í dag en ég vel að gera það ekki. Þannig breytist mataræðið við aðgerðina því maður tímir ekki að fylla magaplássið með einhverri óhollustu. Ég þarf svo lítið til að verða södd,“ segir hún. Carola segir að aukaverkanir eftir aðgerðina hafi verið mikið hárlos. „Ég ræddi það við lækninn sem sagði mér að hafa ekki áhyggjur. Líkaminn fær visst sjokk eftir að hluti magans er skorinn burtu en svo aðlagast hann því og hárlosið hættir. Það voru samt liðnir sjö mánuðir frá aðgerð þar til hárlosið byrjaði. Það var virkilega óþægilegt að vera með fulla lúku af hárum í sturtu. Ég reyndi allar töfralausnir sem auglýstar voru en þær björguðu engu. Þetta var tímabil sem gekk yfir sem betur fer,“ segir Carola sem segist ekki sjá eftir því eitt augnablik að hafa farið í aðgerðina. „Ég öðlaðist nýtt líf,“ segir hún. „Mér er sagt að þessi aðgerð sé mun minna inngrip í líkamann en hjáveituaðgerð sem er vel þekkt hér á landi,“ segir hún. „Auðunn gerir þessa aðgerð hér heima núna svo fólk þarf ekki að fara til Bretlands. Hins vegar er aðgerðin ekki niðurgreidd eins og hjáveituaðgerð. Það þykir mér afar undarlegt. Ég þurfti að borga rúma milljón fyrir aðgerðina auk flugs og hótels. Aðgerðin gekk mjög vel og ég fann nánast ekkert fyrir henni á eftir. Hins vegar hrundu af mér kílóin í orðsins fyllstu merkingu. Þegar ég kom heim viku eftir aðgerð hafði ég þegar misst níu kíló. Í dag er ég búin að missa sem svarar þyngd einnar unglingsstúlku.“Umframhúðin fjarlægð Þegar kílóin fjúka af fólki situr umframhúð eftir á líkamanum. Carola ákvað að ráðast gegn því og leitaði til Óttos Guðjónssonar lýtalæknis. Hún hefur þegar farið í tvær aðgerðir og á þá þriðju eftir. „Líkamsrækt gerir ekkert fyrir teygða húð svo það var ekkert annað í stöðunni en að skera hana burt,“ segir Carola sem hefur heldur betur breyst í útliti. „Ég var svolítið smeyk fyrir fyrstu aðgerðina sem var framkvæmd á sjúkrahúsinu á Akranesi en það var óþarfi. Það er svo ótrúlega fært fólk sem þarna starfar,“ segir Carola en margir þekkja hana ekki lengur á götu eftir breytingarnar. Carola segir að magaaðgerðin hafi gefið henni nýtt og betra líf. „Ég átti orðið erfitt með gang, komast upp tröppur og venjulegar athafnir. Ég fann til hér og þar og alls staðar í líkamanum. Ég var með of háan blóðþrýsting sem er fínn í dag. Núna labba ég mikið, fer út með hundinn minn og ég er farin að hlaupa. Útiveran gefur mér ótrúlega mikið en því hefði ég ekki trúað fyrir nokkrum árum. Þetta er algjörlega ný tilfinning. Ég er nýbúin að eignast reiðhjól en ég hafði ekki hjólað síðan ég var barn,“ segir hún.Fitufordómar algengir Carola var landsþekkt eftir símahrekki í hinum vinsælu þáttum Tveir með öllu á Bylgjunni á tíunda áratugnum. Hún starfar sem tannsmiður en auk þess hefur hún verið fararstjóri hjá Icelandair í Glasgow og Birmingham. „Það hefur sjaldan verið betra að versla í Englandi en nú,“ segir hún kankvís. Eiginmaður Carolu er Jón Viðar Guðjónsson en þau eiga þrjú börn, tengdabörn og tvö barnabörn. Hún segist hafa fengið ómældan og góðan stuðning frá fjölskyldunni. Þegar Carola er spurð hvort hún hafi fundið fyrir fordómum, svarar hún því játandi. „Ég hafði gott sjálfstraust og held að ég hafi ekki orðið fyrir jafn miklum fordómum og margir aðrir. Sjálfsöryggi hjálpar alltaf. Hins vegar veit ég vel að það eru töluverðir fitufordómar í þjóðfélaginu. Mig langar oft til að segja fólki með matarfíkn sem stríðir við ofþyngd að skoða þennan möguleika. Samt tók það mig langan tíma að tala um þetta. Ég fæ oft spurningar um hvernig ég hafi farið að því að grenna mig, nú er ég tilbúin að mæla heilshugar með þessari aðgerð.“
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira