Á Degi íslenskrar náttúru Sigrún Magnúsdóttir skrifar 16. september 2016 07:00 Dagur íslenskrar náttúru er í dag, 16. september. Það er ánægjulegt að á sama tíma sé umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leggja lokahönd á tillögur að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar íslenskri náttúru í samræmi við nýleg lög. Áætlunin hefur það að markmiði að bæta úr aðstöðu til að taka á móti ferðafólki víða um land. Skipulagning til langtíma er höfð að leiðarljósi en samhliða hef ég sett verkefnavinnu í gang til næstu 12 ára sem tryggir yfirsýn, hagkvæmni og sjálfbærni. Sjálfbærni á víðar við. Í vikunni mælti ég fyrir á Alþingi þingsályktunartillögu um rammaáætlun þar sem ólík sjónarmið um náttúruvernd og orkunýtingu eru sett í farveg. Ég hef lagt ofuráherslu á að standa vörð um þetta stjórntæki og að það nái fram að ganga eins og lögin segja til um, að unnið sé til beggja handa. Rammaáætlun er ætlað að leggja stóru línurnar fyrir vernd og nýtingu orkukosta en tillagan er í senn áætlun um öflun sjálfbærrar orku, á sama tíma og hún er metnaðarfull verndaráætlun. Sjálfbær orka er lykilhlekkur í því að takast á við loftslagsbreytingar. Í ágúst kynnti ég fullgildingu Parísarsáttmálans á ríkisstjórnarfundi og mælti utanríkisráðherra fyrir henni á Alþingi á dögunum. Er útlit fyrir að Ísland verði í hópi fyrstu 55 þjóðanna til að fullgilda samninginn. Áskoranirnar í umhverfismálum eru margvíslegar en nýverið skrifaði ég undir samning við Samtök verslunar og þjónustu og kynnti aðgerðaáætlun til að draga verulega úr notkun burðarpoka úr plasti. Sem gamall kaupmaður finnst mér ánægulegt að ríkur vilji er meðal verslunarfólks til að draga vagninn í að minnka notkun plastpoka á næstu árum. Smám saman þurfum við að tileinka okkur að nýta hlutina oftar, sé þess kostur. Með réttu hugarfari getum við breytt miklu og fagna ég þeirri vitundarvakningu sem er orðin um matarsóun. Hvort sem verkefnin eru stór og smá þá getur hvert og eitt okkar lagt okkar af mörkum. Megi Dagur íslenskrar náttúru verða hvatning til bættra umgengni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er í dag, 16. september. Það er ánægjulegt að á sama tíma sé umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leggja lokahönd á tillögur að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar íslenskri náttúru í samræmi við nýleg lög. Áætlunin hefur það að markmiði að bæta úr aðstöðu til að taka á móti ferðafólki víða um land. Skipulagning til langtíma er höfð að leiðarljósi en samhliða hef ég sett verkefnavinnu í gang til næstu 12 ára sem tryggir yfirsýn, hagkvæmni og sjálfbærni. Sjálfbærni á víðar við. Í vikunni mælti ég fyrir á Alþingi þingsályktunartillögu um rammaáætlun þar sem ólík sjónarmið um náttúruvernd og orkunýtingu eru sett í farveg. Ég hef lagt ofuráherslu á að standa vörð um þetta stjórntæki og að það nái fram að ganga eins og lögin segja til um, að unnið sé til beggja handa. Rammaáætlun er ætlað að leggja stóru línurnar fyrir vernd og nýtingu orkukosta en tillagan er í senn áætlun um öflun sjálfbærrar orku, á sama tíma og hún er metnaðarfull verndaráætlun. Sjálfbær orka er lykilhlekkur í því að takast á við loftslagsbreytingar. Í ágúst kynnti ég fullgildingu Parísarsáttmálans á ríkisstjórnarfundi og mælti utanríkisráðherra fyrir henni á Alþingi á dögunum. Er útlit fyrir að Ísland verði í hópi fyrstu 55 þjóðanna til að fullgilda samninginn. Áskoranirnar í umhverfismálum eru margvíslegar en nýverið skrifaði ég undir samning við Samtök verslunar og þjónustu og kynnti aðgerðaáætlun til að draga verulega úr notkun burðarpoka úr plasti. Sem gamall kaupmaður finnst mér ánægulegt að ríkur vilji er meðal verslunarfólks til að draga vagninn í að minnka notkun plastpoka á næstu árum. Smám saman þurfum við að tileinka okkur að nýta hlutina oftar, sé þess kostur. Með réttu hugarfari getum við breytt miklu og fagna ég þeirri vitundarvakningu sem er orðin um matarsóun. Hvort sem verkefnin eru stór og smá þá getur hvert og eitt okkar lagt okkar af mörkum. Megi Dagur íslenskrar náttúru verða hvatning til bættra umgengni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar