Börn þurfa að læra fingrasetningu í snatri Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2016 07:00 Kynslóðin sem nú vex úr grasi er mun færari á snertiskjái en hefðbundið lyklaborð. vísir/stefán Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30