Parísarsamningnum fylgt eftir Sigrún Magnúsdóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Ríkisstjórnin hefur óskað eftir heimild Alþingis til að fullgilda Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum. Vonandi gengur það hratt og vel fyrir sig, svo Ísland geti verið meðal ríkja sem fullgilda hann snemma og stuðla þannig að því að samningurinn taki gildi á heimsvísu. Nú hafa yfir 20 ríki fullgilt samninginn, en hann gengur í gildi þegar 55 ríki með 55% af losun á heimsvísu hafa fullgilt hann.Tímamót í loftslagsmálum Parísarsamningurinn markar tímamót. Viðræður í loftslagsmálum höfðu árum saman verið í hnút, þar sem hver benti á annan. Nú er í fyrsta sinn kominn samningur þar sem öll ríki heims leggja sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess sem ríki munu hjálpast að við að bregðast við breytingum sem verða óhjákvæmilega. Reynt verður að halda hlýnun innan við 2°C, en jafnframt leitað leiða til að halda henni innan við 1,5°C. Framlög ríkja til að draga úr losun eru sjálfviljug, en ríkjum er ætlað að setja metnaðarfull markmið og efla þau reglulega. Í samningnum felst bókhalds- og aðhaldskerfi, sem mun krefja ríki til að fylgja eftir settum markmiðum.Áskoranir og tækifæri Ísland býr um margt við óvenjulegar aðstæður í loftslagsmálum. Flest ríki setja á oddinn að draga úr orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti. Hér er orka til rafmagns og hitunar nær 100% með endurnýjanlegum orkugjöfum. Draga þarf úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum og fiskveiðum. Einnig þarf að minnka kolefnisfótspor landbúnaðar og minnka losun frá úrgangi. Ekki má gleyma því að möguleikar Íslands til að binda kolefni með skógrækt og landgræðslu eru miklir og þarf að nýta. Töluleg markmið Íslands eru sett á alþjóðlegum vettvangi og í ákvæðum EES-samningsins. Nú er í gildi áætlun um að ná markmiðum Kýótó-bókunarinnar til 2020, sem þarf að uppfæra til 2030. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir sérfræðiskýrslu um möguleika til þess, sem byggir m.a. á nýrri orku- og eldsneytisspá sem kom út nú í sumar.Sóknaráætlun komin á skrið Stjórnvöld vildu hefjast handa strax í anda Parísarsamningsins. Sóknaráætlun í loftslagsmálum var kynnt í fyrra og er komin á fullan skrið. Innan hennar eru sextán verkefni sem miða að minnkun losunar á Íslandi og með alþjóðlegri samvinnu og að eflingu margvíslegs starfs í loftslagsmálum. Sóknaráætlunin er fyrsta heildstæða aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum sem byggir á fjármögnuðum verkefnum. Fé er sett til eflingar innviða fyrir rafmagnsbíla, efldrar skógræktar og endurheimtar votlendis. Aðilar í sjávarútvegi, landbúnaði og háskólasamfélaginu eru fengnir að borðinu til að gera vegvísa um minnkun losunar á landi og sjó. Eitt verkefnið miðar að því að gera jökla Íslands að lifandi kennslustofum um áhrif loftslagsbreytinga. Annað vinnur gegn matarsóun, sem veldur verulegri og óþarfri losun. Ég er ánægð að sjá þessi verkefni komast á skrið og bind vonir við að þau muni laða fleiri heila og hendur til góðra verka og leiða til raunverulegs árangurs í loftslagsmálum. Ég tel einnig skipta miklu máli að við sendum skýr skilaboð til samfélags þjóðanna um að við viljum fylgja eftir tímamótasamningnum í París. Með skjótri fullgildingu Parísarsamningsins leggjum við okkar af mörkum til að tryggja bætta framtíð afkomenda okkar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur óskað eftir heimild Alþingis til að fullgilda Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum. Vonandi gengur það hratt og vel fyrir sig, svo Ísland geti verið meðal ríkja sem fullgilda hann snemma og stuðla þannig að því að samningurinn taki gildi á heimsvísu. Nú hafa yfir 20 ríki fullgilt samninginn, en hann gengur í gildi þegar 55 ríki með 55% af losun á heimsvísu hafa fullgilt hann.Tímamót í loftslagsmálum Parísarsamningurinn markar tímamót. Viðræður í loftslagsmálum höfðu árum saman verið í hnút, þar sem hver benti á annan. Nú er í fyrsta sinn kominn samningur þar sem öll ríki heims leggja sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auk þess sem ríki munu hjálpast að við að bregðast við breytingum sem verða óhjákvæmilega. Reynt verður að halda hlýnun innan við 2°C, en jafnframt leitað leiða til að halda henni innan við 1,5°C. Framlög ríkja til að draga úr losun eru sjálfviljug, en ríkjum er ætlað að setja metnaðarfull markmið og efla þau reglulega. Í samningnum felst bókhalds- og aðhaldskerfi, sem mun krefja ríki til að fylgja eftir settum markmiðum.Áskoranir og tækifæri Ísland býr um margt við óvenjulegar aðstæður í loftslagsmálum. Flest ríki setja á oddinn að draga úr orkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti. Hér er orka til rafmagns og hitunar nær 100% með endurnýjanlegum orkugjöfum. Draga þarf úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum og fiskveiðum. Einnig þarf að minnka kolefnisfótspor landbúnaðar og minnka losun frá úrgangi. Ekki má gleyma því að möguleikar Íslands til að binda kolefni með skógrækt og landgræðslu eru miklir og þarf að nýta. Töluleg markmið Íslands eru sett á alþjóðlegum vettvangi og í ákvæðum EES-samningsins. Nú er í gildi áætlun um að ná markmiðum Kýótó-bókunarinnar til 2020, sem þarf að uppfæra til 2030. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur óskað eftir sérfræðiskýrslu um möguleika til þess, sem byggir m.a. á nýrri orku- og eldsneytisspá sem kom út nú í sumar.Sóknaráætlun komin á skrið Stjórnvöld vildu hefjast handa strax í anda Parísarsamningsins. Sóknaráætlun í loftslagsmálum var kynnt í fyrra og er komin á fullan skrið. Innan hennar eru sextán verkefni sem miða að minnkun losunar á Íslandi og með alþjóðlegri samvinnu og að eflingu margvíslegs starfs í loftslagsmálum. Sóknaráætlunin er fyrsta heildstæða aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum sem byggir á fjármögnuðum verkefnum. Fé er sett til eflingar innviða fyrir rafmagnsbíla, efldrar skógræktar og endurheimtar votlendis. Aðilar í sjávarútvegi, landbúnaði og háskólasamfélaginu eru fengnir að borðinu til að gera vegvísa um minnkun losunar á landi og sjó. Eitt verkefnið miðar að því að gera jökla Íslands að lifandi kennslustofum um áhrif loftslagsbreytinga. Annað vinnur gegn matarsóun, sem veldur verulegri og óþarfri losun. Ég er ánægð að sjá þessi verkefni komast á skrið og bind vonir við að þau muni laða fleiri heila og hendur til góðra verka og leiða til raunverulegs árangurs í loftslagsmálum. Ég tel einnig skipta miklu máli að við sendum skýr skilaboð til samfélags þjóðanna um að við viljum fylgja eftir tímamótasamningnum í París. Með skjótri fullgildingu Parísarsamningsins leggjum við okkar af mörkum til að tryggja bætta framtíð afkomenda okkar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun