Tökum höndum saman um gjaldfrjálsa grunnmenntun Erna Reynisdóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Kostnaður foreldra vegna innkaupa á námsgögnum í upphafi skólaárs getur verið töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur. Hefðin fyrir þessari gjaldtöku hefur haldist hér á landi þrátt fyrir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur, en í honum er kveðið á um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds. Kostnaðarþátttaka foreldra er því í raun ólögleg samkvæmt sáttmálanum og þess vegna óásættanlegt að enn skuli svokallaðir innkaupalistar vera við lýði. Krafan um að foreldrar greiði fyrir námsgögn getur auk þess stuðlað að mismunun sem stríðir gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Gleymum ekki að skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar eiga börn að geta verið þátttakendur án þess að finna fyrir mismunandi efnahagsstöðu foreldra sinna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt málinu eftir og sent yfirvöldum tvær áskoranir á liðnu ári. Þingmenn voru hvattir til að beita sér fyrir lagabreytingum á grunnskólalögum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi. Ýmsir tóku undir áskoranir Barnaheilla. Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera lauslega könnun á kostnaði foreldra vegna kaupa á námsgögnum s.s. ritfanga, pappírs eða annars sem telst nauðsynlegt til skólagöngu. Kostnaðurinn var mismunandi eftir skólum og aldri barna en nam allt að 22.000 krónum. Það er því ljóst að fyrir barnmargar fjölskyldur getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda ár hvert. Barnaheill kalla eftir stuðningi almennings við að þrýsta á yfirvöld að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virða þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hafin er undirskriftasöfnun á vef Barnaheilla, www.barnaheill.is/askorun og verður listinn afhentur nýjum menntamálaráðherra að afloknum þingkosningum. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að skrifa undir áskorunina. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Kostnaður foreldra vegna innkaupa á námsgögnum í upphafi skólaárs getur verið töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur. Hefðin fyrir þessari gjaldtöku hefur haldist hér á landi þrátt fyrir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið lögfestur, en í honum er kveðið á um rétt barna til grunnmenntunar án endurgjalds. Kostnaðarþátttaka foreldra er því í raun ólögleg samkvæmt sáttmálanum og þess vegna óásættanlegt að enn skuli svokallaðir innkaupalistar vera við lýði. Krafan um að foreldrar greiði fyrir námsgögn getur auk þess stuðlað að mismunun sem stríðir gegn ákvæðum Barnasáttmálans. Gleymum ekki að skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar eiga börn að geta verið þátttakendur án þess að finna fyrir mismunandi efnahagsstöðu foreldra sinna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt málinu eftir og sent yfirvöldum tvær áskoranir á liðnu ári. Þingmenn voru hvattir til að beita sér fyrir lagabreytingum á grunnskólalögum sem tækju af öll tvímæli um að gjaldtaka væri óheimil og sveitarfélög til að setja skýrar reglur þar að lútandi. Ýmsir tóku undir áskoranir Barnaheilla. Samband íslenskra sveitarfélaga lét gera lauslega könnun á kostnaði foreldra vegna kaupa á námsgögnum s.s. ritfanga, pappírs eða annars sem telst nauðsynlegt til skólagöngu. Kostnaðurinn var mismunandi eftir skólum og aldri barna en nam allt að 22.000 krónum. Það er því ljóst að fyrir barnmargar fjölskyldur getur upphæðin hlaupið á tugum þúsunda ár hvert. Barnaheill kalla eftir stuðningi almennings við að þrýsta á yfirvöld að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun og virða þau réttindi sem öll börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hafin er undirskriftasöfnun á vef Barnaheilla, www.barnaheill.is/askorun og verður listinn afhentur nýjum menntamálaráðherra að afloknum þingkosningum. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að skrifa undir áskorunina. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi íslenskra barna til náms án gjaldtöku! Krefjumst þess að innkaupalistar skóla verði aflagðir og öll börn standi jafnt að vígi þegar kemur að grunnréttindum þeirra til menntunar.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar