Stoltgangan 2016 – tökum þátt ! Gerður Aagot Árnadóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Átak, félag fólks með þroskahömlun, stendur fyrir Stoltgöngunni næsta laugardag, 3. september. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 11.30 og gengið að Norræna húsinu. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á tilveru fólks með þroskahömlun í fjölbreyttu samfélagi nútímans, gleðjast saman og leggja áherslu á að öll erum við mikilvægir einstaklingar í litrófi mannlífsins og eigum að vera stolt af tilveru okkar. Mesta gæfa lífs míns er að hafa eignast börnin mín tvö. Þau eru ólík á margan hátt, eru hvort af sinu kyninu og raðast mismunandi á þau róf tilverunnar sem við búum í. Þau eru bæði að feta skrefin sín sem fullorðnir einstaklingar í samfélagi okkar. Hvort um sig leggur sín lóð á vogarskálar þess að skapa samfélag fjölbreytileikans þar sem ólíkir einstaklingar mynda eina órjúfanlega heild sem við köllum samfélag okkar mannanna. Upplag þeirra er um margt ólíkt og í lífi þeirra felast ýmis tækifæri, verkefni, gleði og sorgir sem þau hafa tekist á við og notið eftir því sem gefið hefur hverju sinni. Hversu oft hefur móðirin ekki glaðst yfir smáum sem stærri sigrum, upplifað gleðina yfir frumkvæði og velgengni, huggað og hvatt áfram í mótlæti, verið yfir og allt um kring þegar á hefur reynt og elskað sitt unga fólk. Endalaust hef ég verið stolt af unga fólkinu mínu sem lifir lífi sínu á eigin og ólíkum forsendum, þarfnast mismikils stuðnings í lífinu en eru bæði tvö jafn mikilvægir þátttakendur í lífinu. Ég mun taka þátt í Stoltgöngunni næsta laugardag og fagna fjölbreytileikanum sem felst í ólíkum einstaklingum samfélagsins. Ég mun ganga stolt með fötluðum syni mínum og Átaksfólki því þó við göngum á ólíkan hátt í lífinu þá göngum við öll í sömu átt, leið sem við viljum að leiði til meiri sýnileika, fleiri tækifæra og aukinna mannréttinda fatlaðs fólks. Ég skora á foreldra, systkini, vini og aðra aðstandendur fólks með þroskahömlun að fjölmenna í Stoltgönguna og ganga fagnandi þessa vegferð með okkur. Þá hvet ég alla þá sem umhugað er um fjölbreytt samfélag til að fjölmenna í gönguna. Það skiptir máli að við stöndum saman og göngum saman því þannig erum við sterkara, sýnilegra, litríkara og fjölbreyttara göngufólk, jafnt í Stoltgöngunni sem lífsgöngunni allri.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Átak, félag fólks með þroskahömlun, stendur fyrir Stoltgöngunni næsta laugardag, 3. september. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 11.30 og gengið að Norræna húsinu. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á tilveru fólks með þroskahömlun í fjölbreyttu samfélagi nútímans, gleðjast saman og leggja áherslu á að öll erum við mikilvægir einstaklingar í litrófi mannlífsins og eigum að vera stolt af tilveru okkar. Mesta gæfa lífs míns er að hafa eignast börnin mín tvö. Þau eru ólík á margan hátt, eru hvort af sinu kyninu og raðast mismunandi á þau róf tilverunnar sem við búum í. Þau eru bæði að feta skrefin sín sem fullorðnir einstaklingar í samfélagi okkar. Hvort um sig leggur sín lóð á vogarskálar þess að skapa samfélag fjölbreytileikans þar sem ólíkir einstaklingar mynda eina órjúfanlega heild sem við köllum samfélag okkar mannanna. Upplag þeirra er um margt ólíkt og í lífi þeirra felast ýmis tækifæri, verkefni, gleði og sorgir sem þau hafa tekist á við og notið eftir því sem gefið hefur hverju sinni. Hversu oft hefur móðirin ekki glaðst yfir smáum sem stærri sigrum, upplifað gleðina yfir frumkvæði og velgengni, huggað og hvatt áfram í mótlæti, verið yfir og allt um kring þegar á hefur reynt og elskað sitt unga fólk. Endalaust hef ég verið stolt af unga fólkinu mínu sem lifir lífi sínu á eigin og ólíkum forsendum, þarfnast mismikils stuðnings í lífinu en eru bæði tvö jafn mikilvægir þátttakendur í lífinu. Ég mun taka þátt í Stoltgöngunni næsta laugardag og fagna fjölbreytileikanum sem felst í ólíkum einstaklingum samfélagsins. Ég mun ganga stolt með fötluðum syni mínum og Átaksfólki því þó við göngum á ólíkan hátt í lífinu þá göngum við öll í sömu átt, leið sem við viljum að leiði til meiri sýnileika, fleiri tækifæra og aukinna mannréttinda fatlaðs fólks. Ég skora á foreldra, systkini, vini og aðra aðstandendur fólks með þroskahömlun að fjölmenna í Stoltgönguna og ganga fagnandi þessa vegferð með okkur. Þá hvet ég alla þá sem umhugað er um fjölbreytt samfélag til að fjölmenna í gönguna. Það skiptir máli að við stöndum saman og göngum saman því þannig erum við sterkara, sýnilegra, litríkara og fjölbreyttara göngufólk, jafnt í Stoltgöngunni sem lífsgöngunni allri.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar