Stoltgangan 2016 – tökum þátt ! Gerður Aagot Árnadóttir skrifar 2. september 2016 07:00 Átak, félag fólks með þroskahömlun, stendur fyrir Stoltgöngunni næsta laugardag, 3. september. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 11.30 og gengið að Norræna húsinu. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á tilveru fólks með þroskahömlun í fjölbreyttu samfélagi nútímans, gleðjast saman og leggja áherslu á að öll erum við mikilvægir einstaklingar í litrófi mannlífsins og eigum að vera stolt af tilveru okkar. Mesta gæfa lífs míns er að hafa eignast börnin mín tvö. Þau eru ólík á margan hátt, eru hvort af sinu kyninu og raðast mismunandi á þau róf tilverunnar sem við búum í. Þau eru bæði að feta skrefin sín sem fullorðnir einstaklingar í samfélagi okkar. Hvort um sig leggur sín lóð á vogarskálar þess að skapa samfélag fjölbreytileikans þar sem ólíkir einstaklingar mynda eina órjúfanlega heild sem við köllum samfélag okkar mannanna. Upplag þeirra er um margt ólíkt og í lífi þeirra felast ýmis tækifæri, verkefni, gleði og sorgir sem þau hafa tekist á við og notið eftir því sem gefið hefur hverju sinni. Hversu oft hefur móðirin ekki glaðst yfir smáum sem stærri sigrum, upplifað gleðina yfir frumkvæði og velgengni, huggað og hvatt áfram í mótlæti, verið yfir og allt um kring þegar á hefur reynt og elskað sitt unga fólk. Endalaust hef ég verið stolt af unga fólkinu mínu sem lifir lífi sínu á eigin og ólíkum forsendum, þarfnast mismikils stuðnings í lífinu en eru bæði tvö jafn mikilvægir þátttakendur í lífinu. Ég mun taka þátt í Stoltgöngunni næsta laugardag og fagna fjölbreytileikanum sem felst í ólíkum einstaklingum samfélagsins. Ég mun ganga stolt með fötluðum syni mínum og Átaksfólki því þó við göngum á ólíkan hátt í lífinu þá göngum við öll í sömu átt, leið sem við viljum að leiði til meiri sýnileika, fleiri tækifæra og aukinna mannréttinda fatlaðs fólks. Ég skora á foreldra, systkini, vini og aðra aðstandendur fólks með þroskahömlun að fjölmenna í Stoltgönguna og ganga fagnandi þessa vegferð með okkur. Þá hvet ég alla þá sem umhugað er um fjölbreytt samfélag til að fjölmenna í gönguna. Það skiptir máli að við stöndum saman og göngum saman því þannig erum við sterkara, sýnilegra, litríkara og fjölbreyttara göngufólk, jafnt í Stoltgöngunni sem lífsgöngunni allri.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Átak, félag fólks með þroskahömlun, stendur fyrir Stoltgöngunni næsta laugardag, 3. september. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 11.30 og gengið að Norræna húsinu. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á tilveru fólks með þroskahömlun í fjölbreyttu samfélagi nútímans, gleðjast saman og leggja áherslu á að öll erum við mikilvægir einstaklingar í litrófi mannlífsins og eigum að vera stolt af tilveru okkar. Mesta gæfa lífs míns er að hafa eignast börnin mín tvö. Þau eru ólík á margan hátt, eru hvort af sinu kyninu og raðast mismunandi á þau róf tilverunnar sem við búum í. Þau eru bæði að feta skrefin sín sem fullorðnir einstaklingar í samfélagi okkar. Hvort um sig leggur sín lóð á vogarskálar þess að skapa samfélag fjölbreytileikans þar sem ólíkir einstaklingar mynda eina órjúfanlega heild sem við köllum samfélag okkar mannanna. Upplag þeirra er um margt ólíkt og í lífi þeirra felast ýmis tækifæri, verkefni, gleði og sorgir sem þau hafa tekist á við og notið eftir því sem gefið hefur hverju sinni. Hversu oft hefur móðirin ekki glaðst yfir smáum sem stærri sigrum, upplifað gleðina yfir frumkvæði og velgengni, huggað og hvatt áfram í mótlæti, verið yfir og allt um kring þegar á hefur reynt og elskað sitt unga fólk. Endalaust hef ég verið stolt af unga fólkinu mínu sem lifir lífi sínu á eigin og ólíkum forsendum, þarfnast mismikils stuðnings í lífinu en eru bæði tvö jafn mikilvægir þátttakendur í lífinu. Ég mun taka þátt í Stoltgöngunni næsta laugardag og fagna fjölbreytileikanum sem felst í ólíkum einstaklingum samfélagsins. Ég mun ganga stolt með fötluðum syni mínum og Átaksfólki því þó við göngum á ólíkan hátt í lífinu þá göngum við öll í sömu átt, leið sem við viljum að leiði til meiri sýnileika, fleiri tækifæra og aukinna mannréttinda fatlaðs fólks. Ég skora á foreldra, systkini, vini og aðra aðstandendur fólks með þroskahömlun að fjölmenna í Stoltgönguna og ganga fagnandi þessa vegferð með okkur. Þá hvet ég alla þá sem umhugað er um fjölbreytt samfélag til að fjölmenna í gönguna. Það skiptir máli að við stöndum saman og göngum saman því þannig erum við sterkara, sýnilegra, litríkara og fjölbreyttara göngufólk, jafnt í Stoltgöngunni sem lífsgöngunni allri.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar