Markaskorari í nýju hlutverki Starri Freyr Jónsson skrifar 6. september 2016 09:02 Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnumaður með ÍA og nýráðinn hótelstjóri, sér fram á spennandi tíma. Vísir/ANTON BRINK Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson stendur á tímamótum um þessar mundir. Í vor útskrifaðist hann með hæstu einkunn úr námi í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri við Háskólann í Reykjavík en námið fer fram í samstarfi við einn af virtustu skólum heims í hótel- og veitingahúsarekstri, César Ritz Colleges í Sviss. Nýlega tók hann svo við stöðu hótelstjóra fjögurra stjörnu hótels sem er í byggingu í Borgarnesi og verð ur opnað á næsta ári. Það eru því spennandi tímar framundan en fyrst á dagskrá er að klára tímabilið með Skagamönnum og næla í gullskóinn sem veittur er markahæsta leikmanni Pepsi-deildar. Sem atvinnumaður í knattspyrnu bjó Garðar í fimm löndum um nokkurra ára skeið. Fyrir vikið hefur líf hans einkennst mikið af ferðalögum og hótelupplifunum til bæði skemmri og lengri tíma að eigin sögn. „Ég lék í Skotlandi, Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi fyrir utan auðvitað Ísland. Það má því segja að ég hafi verið talsvert heppinn að hafa fengið tækifæri til að ferðast svo víða. Auk þess hefur hver flutningur milli landa haft í för með sér a.m.k. eins mánaðar búsetu á hóteli áður en ég hef náð að koma mér formlega fyrir. Það má því segja að ég þekki hótelgeirann út og inn sem neytandi og það í fimm mismunandi löndum og menningarheimum.“,,Hins vegar sé ég fram á fjölgun ferðamanna utan Reykjavíkur enda borgin nú þegar þanin," segir Garðar.MYND/ANTON BRINKNæstum einkakennslaGarðar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst um nokkurra ára skeið en sá ekki fram á að klára námið. „Þá sá ég kynningu á náminu í HR. Mér leist mjög vel á það enda er ferðamannabransinn að springa út hérna og er líka ört vaxandi alls staðar í heiminum. Ég tala þýsku, ensku og sænsku nokkuð vel og taldi að það myndi klárlega nýtast mér í þessu starfi. Það er mjög mikil eftirspurn eftir faglærðu fólki í ferðamannabransanum. Til að mynda spáði greiningardeild Íslandsbanka að það þyrfti að flytja inn 5.000 starfsmenn til að anna eftirspurn á næstu árum. Þannig að framtíðarmöguleikarnir eru gríðarlegir.“ Námið var mjög skemmtilegt og spennandi þar sem aðkoma César Ritz Colleges skipti miklu máli að sögn Garðars. „Við fórum m.a. í vettvangsheimsóknir til margra virtra ferðaþjónustufyrirtækja, hótela og veitingastaða. Þær gefa manni strax greiða leið inn í atvinnulífið og stækka tengslanetið til muna.“ Hann segir helsta kost námsins hafa verið hversu fámennur hópurinn var en í honum voru einungis ellefu nemendur og því fékk hver og einn nánast einkakennslu. „Hópurinn var mjög samheldinn og skemmtilegur. Það mynduðust góð tengsl innan hans sem munu eflaust haldast út ævina. Við tölum enn reglulega saman og það er mjög gaman að fylgjast með þeim sem fóru í framhaldsnámið úti í Sviss. Sjálfur er ég að klára BS í viðskiptafræði, með áherslu á ferðaþjónustu, frá Bifröst sem mun veita mér aðgang að því framhaldsnámi. Ég ætla þó að einbeita mér 100% að nýja hótelinu um ófyrirséða framtíð.“,,Það má því segja að ég þekki hótelgeirann út og inn sem neytandi og það í fimm mismunandi löndum og menningarheimum,“ segir Garðar.MYND/ANTON BRINKFjölgun utan ReykjavíkurAðdragandinn að nýja starfinu var skammur en Garðar hefur undanfarna mánuði aflað sér reynslu á Oddsson Ho(s)teli í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrir stuttu fékk hann símtal frá manni sem vildi fá hann til að reka fyrir sig hótel sem hann væri að byggja í Borgarnesi. „Eftir nokkra fundi sáum við að þetta gæti orðið mjög farsælt samstarf og ákveðið var að ég tæki til starfa strax. Hótelið verður vonandi opnað seinni hluta sumars 2017. Núna er öll undirbúningsvinna í gangi og er ég að leita tilboða frá ýmsum aðilum í allt sem tengist hótelinu sem verður fjögurra stjörnu hótel á fimm hæðum.“ Ferðamannastraumurinn hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár og það eru virkilega spennandi tímar framundan. „Vöxturinn á þó klárlega eftir að hægja á sér þegar fram líða stundir. Hins vegar sé ég fram á fjölgun ferðamanna utan Reykjavíkur enda borgin nú þegar þanin og maður heyrir af óánægju meðal bæði borgarbúa og ferðamanna.“Vesturland sækir áHann segir Vesturlandið ört vaxandi sem ferðamannastað enda hefur landshlutinn upp á margt að bjóða, bæði tengt fallegri náttúru og sögunni. „Ég spái því að Vesturland eigi eftir að taka til sín stóran hluta ferðamanna næstu árin. Sérstaklega þar sem bæjarfélögin eru að verða meðvitaðri um þær miklu tekjur sem ferðaþjónustan er að skapa, bæði í beinum og óbeinum tekjum. Vitinn á Akranesi er t.d. búinn fá til sín þúsundir ferðamanna það sem af er árinu. Nýverið samþykkti bæjarstjórnin að hafa Vitann opinn allt árið og að upplýsingamiðstöð ferðamanna yrði færð þangað. Þetta er dæmi um jákvæða breytingu á hugarfari bæjarfélaga gagnvart ferðamannaiðnaðinum.“ Hann segir þó hótelbransann á ákveðnum krossgötum um þessar mundir. „Hann hefur verið eins í marga áratugi en með nýrri tækni og breyttri kauphegðun neytenda verða hótelstjórar að laga sig að breyttum aðstæðum, sérstaklega ef hægja fer á straumi ferðamanna. Neytendur eru hvatvísari en áður og núna skiptir oft meira máli að fá góða umfjöllun á t.d. TripAdvisor heldur en að hafa stjörnugjöf á bak við sig.“Frábær umgjörðGarðar er markahæstur í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir eru eftir. Þrátt fyrir að vera orð inn 33 ára gamall sýnir hann engin ellimerki en tímabilið er hans besta að eigin sögn síðan hann lék í Svíþjóð árið 2007. „Eftir brösuga byrjun höfum við unnið síðustu 8 af 10 leikjum okkar. Öll umgjörðin í kringum liðið er frábær og þjálfarateymið, þ.m.t. sjúkraþjálfarar og sálfræðingur, á stóran þátt í árangri okkar.“ Hann segir leikmannahópinn og stemninguna í klefanum einstaka og að hún eigi stærstan þátt í gengi liðsins og um leið hversu vel honum sjálfum gengur. „Það er alveg sama hvað bjátar á, gott eða slæmt, þá er alltaf jafn gott að koma í klefann. Það eru allir vinir í liðinu enda er hópurinn samansettur mestmegnis af heimamönnum og svo frábærum aðkomumönnum.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson stendur á tímamótum um þessar mundir. Í vor útskrifaðist hann með hæstu einkunn úr námi í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri við Háskólann í Reykjavík en námið fer fram í samstarfi við einn af virtustu skólum heims í hótel- og veitingahúsarekstri, César Ritz Colleges í Sviss. Nýlega tók hann svo við stöðu hótelstjóra fjögurra stjörnu hótels sem er í byggingu í Borgarnesi og verð ur opnað á næsta ári. Það eru því spennandi tímar framundan en fyrst á dagskrá er að klára tímabilið með Skagamönnum og næla í gullskóinn sem veittur er markahæsta leikmanni Pepsi-deildar. Sem atvinnumaður í knattspyrnu bjó Garðar í fimm löndum um nokkurra ára skeið. Fyrir vikið hefur líf hans einkennst mikið af ferðalögum og hótelupplifunum til bæði skemmri og lengri tíma að eigin sögn. „Ég lék í Skotlandi, Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi fyrir utan auðvitað Ísland. Það má því segja að ég hafi verið talsvert heppinn að hafa fengið tækifæri til að ferðast svo víða. Auk þess hefur hver flutningur milli landa haft í för með sér a.m.k. eins mánaðar búsetu á hóteli áður en ég hef náð að koma mér formlega fyrir. Það má því segja að ég þekki hótelgeirann út og inn sem neytandi og það í fimm mismunandi löndum og menningarheimum.“,,Hins vegar sé ég fram á fjölgun ferðamanna utan Reykjavíkur enda borgin nú þegar þanin," segir Garðar.MYND/ANTON BRINKNæstum einkakennslaGarðar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst um nokkurra ára skeið en sá ekki fram á að klára námið. „Þá sá ég kynningu á náminu í HR. Mér leist mjög vel á það enda er ferðamannabransinn að springa út hérna og er líka ört vaxandi alls staðar í heiminum. Ég tala þýsku, ensku og sænsku nokkuð vel og taldi að það myndi klárlega nýtast mér í þessu starfi. Það er mjög mikil eftirspurn eftir faglærðu fólki í ferðamannabransanum. Til að mynda spáði greiningardeild Íslandsbanka að það þyrfti að flytja inn 5.000 starfsmenn til að anna eftirspurn á næstu árum. Þannig að framtíðarmöguleikarnir eru gríðarlegir.“ Námið var mjög skemmtilegt og spennandi þar sem aðkoma César Ritz Colleges skipti miklu máli að sögn Garðars. „Við fórum m.a. í vettvangsheimsóknir til margra virtra ferðaþjónustufyrirtækja, hótela og veitingastaða. Þær gefa manni strax greiða leið inn í atvinnulífið og stækka tengslanetið til muna.“ Hann segir helsta kost námsins hafa verið hversu fámennur hópurinn var en í honum voru einungis ellefu nemendur og því fékk hver og einn nánast einkakennslu. „Hópurinn var mjög samheldinn og skemmtilegur. Það mynduðust góð tengsl innan hans sem munu eflaust haldast út ævina. Við tölum enn reglulega saman og það er mjög gaman að fylgjast með þeim sem fóru í framhaldsnámið úti í Sviss. Sjálfur er ég að klára BS í viðskiptafræði, með áherslu á ferðaþjónustu, frá Bifröst sem mun veita mér aðgang að því framhaldsnámi. Ég ætla þó að einbeita mér 100% að nýja hótelinu um ófyrirséða framtíð.“,,Það má því segja að ég þekki hótelgeirann út og inn sem neytandi og það í fimm mismunandi löndum og menningarheimum,“ segir Garðar.MYND/ANTON BRINKFjölgun utan ReykjavíkurAðdragandinn að nýja starfinu var skammur en Garðar hefur undanfarna mánuði aflað sér reynslu á Oddsson Ho(s)teli í vesturbæ Reykjavíkur. Fyrir stuttu fékk hann símtal frá manni sem vildi fá hann til að reka fyrir sig hótel sem hann væri að byggja í Borgarnesi. „Eftir nokkra fundi sáum við að þetta gæti orðið mjög farsælt samstarf og ákveðið var að ég tæki til starfa strax. Hótelið verður vonandi opnað seinni hluta sumars 2017. Núna er öll undirbúningsvinna í gangi og er ég að leita tilboða frá ýmsum aðilum í allt sem tengist hótelinu sem verður fjögurra stjörnu hótel á fimm hæðum.“ Ferðamannastraumurinn hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár og það eru virkilega spennandi tímar framundan. „Vöxturinn á þó klárlega eftir að hægja á sér þegar fram líða stundir. Hins vegar sé ég fram á fjölgun ferðamanna utan Reykjavíkur enda borgin nú þegar þanin og maður heyrir af óánægju meðal bæði borgarbúa og ferðamanna.“Vesturland sækir áHann segir Vesturlandið ört vaxandi sem ferðamannastað enda hefur landshlutinn upp á margt að bjóða, bæði tengt fallegri náttúru og sögunni. „Ég spái því að Vesturland eigi eftir að taka til sín stóran hluta ferðamanna næstu árin. Sérstaklega þar sem bæjarfélögin eru að verða meðvitaðri um þær miklu tekjur sem ferðaþjónustan er að skapa, bæði í beinum og óbeinum tekjum. Vitinn á Akranesi er t.d. búinn fá til sín þúsundir ferðamanna það sem af er árinu. Nýverið samþykkti bæjarstjórnin að hafa Vitann opinn allt árið og að upplýsingamiðstöð ferðamanna yrði færð þangað. Þetta er dæmi um jákvæða breytingu á hugarfari bæjarfélaga gagnvart ferðamannaiðnaðinum.“ Hann segir þó hótelbransann á ákveðnum krossgötum um þessar mundir. „Hann hefur verið eins í marga áratugi en með nýrri tækni og breyttri kauphegðun neytenda verða hótelstjórar að laga sig að breyttum aðstæðum, sérstaklega ef hægja fer á straumi ferðamanna. Neytendur eru hvatvísari en áður og núna skiptir oft meira máli að fá góða umfjöllun á t.d. TripAdvisor heldur en að hafa stjörnugjöf á bak við sig.“Frábær umgjörðGarðar er markahæstur í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir eru eftir. Þrátt fyrir að vera orð inn 33 ára gamall sýnir hann engin ellimerki en tímabilið er hans besta að eigin sögn síðan hann lék í Svíþjóð árið 2007. „Eftir brösuga byrjun höfum við unnið síðustu 8 af 10 leikjum okkar. Öll umgjörðin í kringum liðið er frábær og þjálfarateymið, þ.m.t. sjúkraþjálfarar og sálfræðingur, á stóran þátt í árangri okkar.“ Hann segir leikmannahópinn og stemninguna í klefanum einstaka og að hún eigi stærstan þátt í gengi liðsins og um leið hversu vel honum sjálfum gengur. „Það er alveg sama hvað bjátar á, gott eða slæmt, þá er alltaf jafn gott að koma í klefann. Það eru allir vinir í liðinu enda er hópurinn samansettur mestmegnis af heimamönnum og svo frábærum aðkomumönnum.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira