Kópavogsbær útnefnir heiðurs- og bæjarlistamenn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2016 10:30 Frá afhendingu viðurkenninganna. Karen E. Halldórsdóttir, Daði Harðarson, Kristín Þorkelsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Auður Sigrúnardóttir. Ég hef ekki sóst eftir þessari vegtyllu,“ segir Kristín Þorkelsdóttir, myndlistarkona og hönnuður, sem var valin heiðurslistamaður Kópavogs nýlega. Auk þess að mála vatnslitamyndir frá 1984 starfaði hún við grafíska hönnun í áratugi, hannaði vegabréfið og fjöldann allan af vöruumbúðum, bókakápum og merkjum. Eitt af því sem eftir Kristínu liggur er hönnun allra núgildandi peningaseðla Íslands. Þá tók hún að hanna 1981, ásamt Stephen A. Fairbairn. Spurð af hvaða seðli hún sé stoltust svarar hún kankvís: „Þeir eru nú margir góðir, skal ég segja þér. Mér þykir afskaplega vænt um 10 þúsund króna seðilinn og 50 króna seðillinn með Guðbrandsbiblíu var ákaflega fallegur og líka hundrað kallinn með handritunum en þeir hafa báðir verið lagðir til hliðar.“ Fyrir fjórum árum kveðst Kristín hafa fengið blóðtappa og lamast á vinstri útlimum en hamast við að endurhæfa sig með aðstoð fagfólks og fleiri. „Ég hef málað öll sumrin frá því þetta gerðist. Þá er ég að njóta lífsins með málverkinu úti í garði og hef afskaplega góðan karl sem passar upp á mig,“ lýsir hún, létt í bragði. Það eru vatnslitirnir sem Kristín fæst við. Síðasta sýning hennar var portrettsýning í Listasafni Mosfellsbæjar á síðasta ári, hún hét Ásýnd samferðamanna á lífsfleyinu. „Þar voru myndir eiginlega frá ævilengd minni sem er orðin allnokkur,“ segir Kristín. „Ég hef alltaf haft vissa þörf fyrir að teikna þá sem í kringum mig hafa verið.“ Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari verður bæjarlistamaður Kópavogs næsta árið. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur, leikið inn á hátt í 100 hljómplötur og hefur einnig verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir eigin tónsmíðar. Ásgeir hefur lagt rækt við flutning Balkantónlistar. Hann mun í haust heimsækja alla skóla Kópavogs og flytja tónlist frá Balkanskaga ásamt félögum sínum enda tilgangur með vali á bæjarlistamanni að fá öflugan listamann til að sinna menningarfræðslu í Kópavogi í samstarfi við Menningarhús Kópavogs. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. september 2016 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira
Ég hef ekki sóst eftir þessari vegtyllu,“ segir Kristín Þorkelsdóttir, myndlistarkona og hönnuður, sem var valin heiðurslistamaður Kópavogs nýlega. Auk þess að mála vatnslitamyndir frá 1984 starfaði hún við grafíska hönnun í áratugi, hannaði vegabréfið og fjöldann allan af vöruumbúðum, bókakápum og merkjum. Eitt af því sem eftir Kristínu liggur er hönnun allra núgildandi peningaseðla Íslands. Þá tók hún að hanna 1981, ásamt Stephen A. Fairbairn. Spurð af hvaða seðli hún sé stoltust svarar hún kankvís: „Þeir eru nú margir góðir, skal ég segja þér. Mér þykir afskaplega vænt um 10 þúsund króna seðilinn og 50 króna seðillinn með Guðbrandsbiblíu var ákaflega fallegur og líka hundrað kallinn með handritunum en þeir hafa báðir verið lagðir til hliðar.“ Fyrir fjórum árum kveðst Kristín hafa fengið blóðtappa og lamast á vinstri útlimum en hamast við að endurhæfa sig með aðstoð fagfólks og fleiri. „Ég hef málað öll sumrin frá því þetta gerðist. Þá er ég að njóta lífsins með málverkinu úti í garði og hef afskaplega góðan karl sem passar upp á mig,“ lýsir hún, létt í bragði. Það eru vatnslitirnir sem Kristín fæst við. Síðasta sýning hennar var portrettsýning í Listasafni Mosfellsbæjar á síðasta ári, hún hét Ásýnd samferðamanna á lífsfleyinu. „Þar voru myndir eiginlega frá ævilengd minni sem er orðin allnokkur,“ segir Kristín. „Ég hef alltaf haft vissa þörf fyrir að teikna þá sem í kringum mig hafa verið.“ Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari verður bæjarlistamaður Kópavogs næsta árið. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur, leikið inn á hátt í 100 hljómplötur og hefur einnig verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir eigin tónsmíðar. Ásgeir hefur lagt rækt við flutning Balkantónlistar. Hann mun í haust heimsækja alla skóla Kópavogs og flytja tónlist frá Balkanskaga ásamt félögum sínum enda tilgangur með vali á bæjarlistamanni að fá öflugan listamann til að sinna menningarfræðslu í Kópavogi í samstarfi við Menningarhús Kópavogs. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. september 2016
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira