Kynlíf og næstu skref Rúnar Gíslason skrifar 6. september 2016 10:51 Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála því að kynlíf er afskaplega mikilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers samfélags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okkar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið töluvert líkamlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa málaflokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræðunni og í skólakerfinu. Kynfræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kynlífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnauppeldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mkilvægi kynfræðslu. Góð kynfræðsla getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigðari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafnvel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önnur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mannkyninu, fjölga skattgreiðendum. Refsingin er fæðingarorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðarhlutverk en foreldrahlutverkið. Foreldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjármálastofnana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæðingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook! (eða svona því sem næst). Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starfar gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Fæðingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála því að kynlíf er afskaplega mikilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers samfélags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okkar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið töluvert líkamlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa málaflokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræðunni og í skólakerfinu. Kynfræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kynlífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnauppeldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mkilvægi kynfræðslu. Góð kynfræðsla getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigðari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafnvel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önnur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mannkyninu, fjölga skattgreiðendum. Refsingin er fæðingarorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðarhlutverk en foreldrahlutverkið. Foreldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjármálastofnana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæðingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook! (eða svona því sem næst). Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starfar gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Fæðingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar