Konur vanmetinn fjárfestingarkostur Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 10:00 Samkvæmt skýrslu UN Women frá árinu 2015 vinna konur í öllum heimshornum meira en karlar en þéna um leið mun minna. Ofan á það sem þær vinna á vinnumarkaði, vinna þær næstum tvisvar og hálfu sinnum meiri ólaunaða vinnu á heimilum en karlar. Launamunurinn á heimsvísu er um 24% en þegar tekið er tillit til barneigna er hann mun meiri. Konur í Frakklandi og Svíþjóð sem kjósa að eignast börn mega t.a.m. eiga von á að þéna 31% minna en karlar um ævina. Samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor um íslenskt frumkvöðlaumhverfi eru karlar helmingi fleiri en konur í frumkvöðlastarfsemi. Þá er það þekkt stærð að kvenfrumkvöðlar hafa takmarkaðra aðgengi að fjármagni og fjárfestum en karlar um allan heim. Samkvæmt nýlegum rannsóknum í Bretlandi eru karlmenn t.a.m. 80% líklegri til að fá framtaksfjárfesta (VC) til að fjárfesta í viðskiptahugmynd sinni en konur og 60% líklegri til að fá fjármagn frá englafjárfestum. Á heimsvísu hljóta karlfrumkvöðlar sex sinnum meiri nýsköpunarstyrki úr hinum ýmsu sjóðum. Það ætti því ekki að koma á óvart að konur stjórni aðeins um 30% af fjármagni sem kemur úr einkarekstri í heiminum. Þrátt fyrir allar þessar hindranir eru konur enn að stofna fyrirtæki á heimsvísu – og það á mun meiri hraða en karlar. Jafnvel þó þær fái aðeins 7% af framtaksfjárfestingu (venture capital) á heimsvísu og 5% af bankalánum í tengslum við viðskiptahugmynd og fyrirtækjarekstur. Það ætti því ekki að koma á óvart að samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor komast konur af með mun minna í start-upi og frumkvöðlastarfsemi en karlar. Þær þurfa ekki nema helming af því fjármagni sem karlar nota að meðaltali í start-up á fyrirtækjum. Enda alvanar að vinna meira en þéna minna. Svo ekki sé talað um að púsla saman vinnu og 2,5 sinnum meiri vinnu á heimilinu (og nú er ég enn þá að tala um á heimsvísu). Framtíðaráhrif kvenfrumkvöðla í heiminum eiga sér greinilega engin takmörk. Konur á Íslandi eru með hærra menntunarstig og líklegri til að takast ætlunarverk sín í start-upi með minni pening milli handanna en karlar. Sem gerir þær frábæran fjárfestingarkost. Það er bara kominn tími til að strákarnir með fjármagnið fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skýrslu UN Women frá árinu 2015 vinna konur í öllum heimshornum meira en karlar en þéna um leið mun minna. Ofan á það sem þær vinna á vinnumarkaði, vinna þær næstum tvisvar og hálfu sinnum meiri ólaunaða vinnu á heimilum en karlar. Launamunurinn á heimsvísu er um 24% en þegar tekið er tillit til barneigna er hann mun meiri. Konur í Frakklandi og Svíþjóð sem kjósa að eignast börn mega t.a.m. eiga von á að þéna 31% minna en karlar um ævina. Samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor um íslenskt frumkvöðlaumhverfi eru karlar helmingi fleiri en konur í frumkvöðlastarfsemi. Þá er það þekkt stærð að kvenfrumkvöðlar hafa takmarkaðra aðgengi að fjármagni og fjárfestum en karlar um allan heim. Samkvæmt nýlegum rannsóknum í Bretlandi eru karlmenn t.a.m. 80% líklegri til að fá framtaksfjárfesta (VC) til að fjárfesta í viðskiptahugmynd sinni en konur og 60% líklegri til að fá fjármagn frá englafjárfestum. Á heimsvísu hljóta karlfrumkvöðlar sex sinnum meiri nýsköpunarstyrki úr hinum ýmsu sjóðum. Það ætti því ekki að koma á óvart að konur stjórni aðeins um 30% af fjármagni sem kemur úr einkarekstri í heiminum. Þrátt fyrir allar þessar hindranir eru konur enn að stofna fyrirtæki á heimsvísu – og það á mun meiri hraða en karlar. Jafnvel þó þær fái aðeins 7% af framtaksfjárfestingu (venture capital) á heimsvísu og 5% af bankalánum í tengslum við viðskiptahugmynd og fyrirtækjarekstur. Það ætti því ekki að koma á óvart að samkvæmt Global Entrepreneurship Monitor komast konur af með mun minna í start-upi og frumkvöðlastarfsemi en karlar. Þær þurfa ekki nema helming af því fjármagni sem karlar nota að meðaltali í start-up á fyrirtækjum. Enda alvanar að vinna meira en þéna minna. Svo ekki sé talað um að púsla saman vinnu og 2,5 sinnum meiri vinnu á heimilinu (og nú er ég enn þá að tala um á heimsvísu). Framtíðaráhrif kvenfrumkvöðla í heiminum eiga sér greinilega engin takmörk. Konur á Íslandi eru með hærra menntunarstig og líklegri til að takast ætlunarverk sín í start-upi með minni pening milli handanna en karlar. Sem gerir þær frábæran fjárfestingarkost. Það er bara kominn tími til að strákarnir með fjármagnið fatti það.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar