Réttlæti fyrir Harambe Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. ágúst 2016 11:15 Górillan Harambe hefur verið undarlega mikið í sviðsljósinu og má segja að líf hans haldi áfram á internetinu. Górilluapinn Harambe var skotinn til bana í dýragarðinum í Cincinnati eftir að þriggja ára barn datt inn fyrir girðinguna hans í vor. Uppi voru háværar raddir sem voru afar óánægðar og sorgmæddar yfir atburðinum – reiði margra beindist að foreldrum barnsins sem var kennt um það að Harambe var skotinn. Í kjölfarið birtist myndband á YouTube sem rakaði inn áhorfum og athugasemdirnar voru margir tugir þúsunda áður en myndbandið var tekið niður. Internetið fór á flug og í fyrstu var umræðan öll þess eðlis að þarna hefði verið um óréttlátt dráp að ræða og undirskriftalisti sem bar titilinn „Réttlæti fyrir Harambe“ fékk yfir 300.000 undirskriftir. En eins og flestir þekkja er internetið miskunnarlaust – þessari innilegu og alvarlegu kröfu fólks sem var reitt og sorgmætt yfir drápi Harambe var fljótt breytt í kaldhæðni. Myndir af Harambe voru skeyttar saman við myndir af þekktum einstaklingum sem létust á árinu, notendur á Twitter fóru að breyta textum við þekkt lög þannig að þeir snerust um Harambe og fárið náði síðan hámarki þegar frasinn „Dicks out for Harambe“ spratt skyndilega upp (ég ætla að láta það vera að þýða þennan blessaða frasa hér). Í ör-myndbandaappinu Vine má finna ýmis myndbönd þar sem ungir menn sjást hrópa þennan frasa, vinsælast af því er líklega myndband þar sem B-myndaleikarinn Danny Trejo hrópar frasann hátt og snjallt. Facebook-síða tileinkuð meme-um setti í gang viðburð þar sem fólk var hvatt til að heimsækja Hvíta húsið 16. júlí og bera á sér kynfærin til að sýna górillunni samstöðu. Martin Shkreli, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hækka verð á alnæmislyfjum og alls konar aðra undarlega hluti, mætti á CNBC þar sem hann talaði, mjög líklega á kaldhæðinn hátt um Harambe í mjög furðulegu viðtali. Líklega var brandarinn hættur að vera fyndinn um þetta leyti, en það má vafalaust deila um það – hins vegar var það á þessum tímapunkti sem notendur á internetinu fóru að ganga ansi langt. Twitter-aðgangur Thane Maynard, stjórnanda dýragarðsins í Cincinnati, var hakkaður og notaður til þess að senda út Harambe-meme. Í kjölfarið sendi dýragarðurinn út tilkynningu sem birtist í The Independent þar sem áhugi internetsins á Harambe var harmaður. Athugasemdakerfið troðfylltist af Harambe-bröndurum og kassamerkjum. Dýragarðurinn í Cincinnati lokaði öllum samfélagsmiðlum sínum. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Górilluapinn Harambe var skotinn til bana í dýragarðinum í Cincinnati eftir að þriggja ára barn datt inn fyrir girðinguna hans í vor. Uppi voru háværar raddir sem voru afar óánægðar og sorgmæddar yfir atburðinum – reiði margra beindist að foreldrum barnsins sem var kennt um það að Harambe var skotinn. Í kjölfarið birtist myndband á YouTube sem rakaði inn áhorfum og athugasemdirnar voru margir tugir þúsunda áður en myndbandið var tekið niður. Internetið fór á flug og í fyrstu var umræðan öll þess eðlis að þarna hefði verið um óréttlátt dráp að ræða og undirskriftalisti sem bar titilinn „Réttlæti fyrir Harambe“ fékk yfir 300.000 undirskriftir. En eins og flestir þekkja er internetið miskunnarlaust – þessari innilegu og alvarlegu kröfu fólks sem var reitt og sorgmætt yfir drápi Harambe var fljótt breytt í kaldhæðni. Myndir af Harambe voru skeyttar saman við myndir af þekktum einstaklingum sem létust á árinu, notendur á Twitter fóru að breyta textum við þekkt lög þannig að þeir snerust um Harambe og fárið náði síðan hámarki þegar frasinn „Dicks out for Harambe“ spratt skyndilega upp (ég ætla að láta það vera að þýða þennan blessaða frasa hér). Í ör-myndbandaappinu Vine má finna ýmis myndbönd þar sem ungir menn sjást hrópa þennan frasa, vinsælast af því er líklega myndband þar sem B-myndaleikarinn Danny Trejo hrópar frasann hátt og snjallt. Facebook-síða tileinkuð meme-um setti í gang viðburð þar sem fólk var hvatt til að heimsækja Hvíta húsið 16. júlí og bera á sér kynfærin til að sýna górillunni samstöðu. Martin Shkreli, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hækka verð á alnæmislyfjum og alls konar aðra undarlega hluti, mætti á CNBC þar sem hann talaði, mjög líklega á kaldhæðinn hátt um Harambe í mjög furðulegu viðtali. Líklega var brandarinn hættur að vera fyndinn um þetta leyti, en það má vafalaust deila um það – hins vegar var það á þessum tímapunkti sem notendur á internetinu fóru að ganga ansi langt. Twitter-aðgangur Thane Maynard, stjórnanda dýragarðsins í Cincinnati, var hakkaður og notaður til þess að senda út Harambe-meme. Í kjölfarið sendi dýragarðurinn út tilkynningu sem birtist í The Independent þar sem áhugi internetsins á Harambe var harmaður. Athugasemdakerfið troðfylltist af Harambe-bröndurum og kassamerkjum. Dýragarðurinn í Cincinnati lokaði öllum samfélagsmiðlum sínum.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira