Réttlæti fyrir Harambe Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. ágúst 2016 11:15 Górillan Harambe hefur verið undarlega mikið í sviðsljósinu og má segja að líf hans haldi áfram á internetinu. Górilluapinn Harambe var skotinn til bana í dýragarðinum í Cincinnati eftir að þriggja ára barn datt inn fyrir girðinguna hans í vor. Uppi voru háværar raddir sem voru afar óánægðar og sorgmæddar yfir atburðinum – reiði margra beindist að foreldrum barnsins sem var kennt um það að Harambe var skotinn. Í kjölfarið birtist myndband á YouTube sem rakaði inn áhorfum og athugasemdirnar voru margir tugir þúsunda áður en myndbandið var tekið niður. Internetið fór á flug og í fyrstu var umræðan öll þess eðlis að þarna hefði verið um óréttlátt dráp að ræða og undirskriftalisti sem bar titilinn „Réttlæti fyrir Harambe“ fékk yfir 300.000 undirskriftir. En eins og flestir þekkja er internetið miskunnarlaust – þessari innilegu og alvarlegu kröfu fólks sem var reitt og sorgmætt yfir drápi Harambe var fljótt breytt í kaldhæðni. Myndir af Harambe voru skeyttar saman við myndir af þekktum einstaklingum sem létust á árinu, notendur á Twitter fóru að breyta textum við þekkt lög þannig að þeir snerust um Harambe og fárið náði síðan hámarki þegar frasinn „Dicks out for Harambe“ spratt skyndilega upp (ég ætla að láta það vera að þýða þennan blessaða frasa hér). Í ör-myndbandaappinu Vine má finna ýmis myndbönd þar sem ungir menn sjást hrópa þennan frasa, vinsælast af því er líklega myndband þar sem B-myndaleikarinn Danny Trejo hrópar frasann hátt og snjallt. Facebook-síða tileinkuð meme-um setti í gang viðburð þar sem fólk var hvatt til að heimsækja Hvíta húsið 16. júlí og bera á sér kynfærin til að sýna górillunni samstöðu. Martin Shkreli, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hækka verð á alnæmislyfjum og alls konar aðra undarlega hluti, mætti á CNBC þar sem hann talaði, mjög líklega á kaldhæðinn hátt um Harambe í mjög furðulegu viðtali. Líklega var brandarinn hættur að vera fyndinn um þetta leyti, en það má vafalaust deila um það – hins vegar var það á þessum tímapunkti sem notendur á internetinu fóru að ganga ansi langt. Twitter-aðgangur Thane Maynard, stjórnanda dýragarðsins í Cincinnati, var hakkaður og notaður til þess að senda út Harambe-meme. Í kjölfarið sendi dýragarðurinn út tilkynningu sem birtist í The Independent þar sem áhugi internetsins á Harambe var harmaður. Athugasemdakerfið troðfylltist af Harambe-bröndurum og kassamerkjum. Dýragarðurinn í Cincinnati lokaði öllum samfélagsmiðlum sínum. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Górilluapinn Harambe var skotinn til bana í dýragarðinum í Cincinnati eftir að þriggja ára barn datt inn fyrir girðinguna hans í vor. Uppi voru háværar raddir sem voru afar óánægðar og sorgmæddar yfir atburðinum – reiði margra beindist að foreldrum barnsins sem var kennt um það að Harambe var skotinn. Í kjölfarið birtist myndband á YouTube sem rakaði inn áhorfum og athugasemdirnar voru margir tugir þúsunda áður en myndbandið var tekið niður. Internetið fór á flug og í fyrstu var umræðan öll þess eðlis að þarna hefði verið um óréttlátt dráp að ræða og undirskriftalisti sem bar titilinn „Réttlæti fyrir Harambe“ fékk yfir 300.000 undirskriftir. En eins og flestir þekkja er internetið miskunnarlaust – þessari innilegu og alvarlegu kröfu fólks sem var reitt og sorgmætt yfir drápi Harambe var fljótt breytt í kaldhæðni. Myndir af Harambe voru skeyttar saman við myndir af þekktum einstaklingum sem létust á árinu, notendur á Twitter fóru að breyta textum við þekkt lög þannig að þeir snerust um Harambe og fárið náði síðan hámarki þegar frasinn „Dicks out for Harambe“ spratt skyndilega upp (ég ætla að láta það vera að þýða þennan blessaða frasa hér). Í ör-myndbandaappinu Vine má finna ýmis myndbönd þar sem ungir menn sjást hrópa þennan frasa, vinsælast af því er líklega myndband þar sem B-myndaleikarinn Danny Trejo hrópar frasann hátt og snjallt. Facebook-síða tileinkuð meme-um setti í gang viðburð þar sem fólk var hvatt til að heimsækja Hvíta húsið 16. júlí og bera á sér kynfærin til að sýna górillunni samstöðu. Martin Shkreli, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hækka verð á alnæmislyfjum og alls konar aðra undarlega hluti, mætti á CNBC þar sem hann talaði, mjög líklega á kaldhæðinn hátt um Harambe í mjög furðulegu viðtali. Líklega var brandarinn hættur að vera fyndinn um þetta leyti, en það má vafalaust deila um það – hins vegar var það á þessum tímapunkti sem notendur á internetinu fóru að ganga ansi langt. Twitter-aðgangur Thane Maynard, stjórnanda dýragarðsins í Cincinnati, var hakkaður og notaður til þess að senda út Harambe-meme. Í kjölfarið sendi dýragarðurinn út tilkynningu sem birtist í The Independent þar sem áhugi internetsins á Harambe var harmaður. Athugasemdakerfið troðfylltist af Harambe-bröndurum og kassamerkjum. Dýragarðurinn í Cincinnati lokaði öllum samfélagsmiðlum sínum.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira