Samtökin 78: góður grundvöllur til framtíðar María Helga Guðmunsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 21:49 Það hefur varla farið framhjá neinum að deildar meiningar eru milli félagsfólks í Samtökunum ‘78. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur því verið fleygt fram að innra starf félagsins standi á veikum fótum og að félagið byggi starf sitt á aðgreiningu hópa frekar en samstöðu. Því þykir okkur mikilvægt að rifja upp nokkur verkefni sem stjórnir síðustu ára hafa unnið kröftuglega að og hafa styrkt stöðu og orðspor Samtakanna ‘78.Glæstar vonir 2013 Mannréttindahátíðin Glæstar vonir var haldin á sama tíma og kirkjuhátíðin Hátíð vonar, þar sem Franklin Graham, yfirlýstur hommahatari, messaði yfir fólki. Glæstar vonir voru vel sótt og falleg athöfn þar sem hinsegin samfélagið stóð saman og mótmælti hatursorðræðu á friðsamlegan hátt.Starfshópur um ættleiðingar hinsegin fólks 2013 Þrátt fyrir að samkynja pör séu jöfn gagnkynja pörum fyrir lögum á Íslandi er raunin sú að ættleiðingar milli landa hafa ekki staðið samkynja pörum til boða. Óformlegur hópur fólks hafði í nokkur ár unnið að því að gera hinsegin pörum auðveldara að ættleiða börn. Hópurinn varð svo starfshópur innan S‘78 árið 2013. Ýmsir tálmar hafa staðið í veginum en samtökin vinna enn að því að finna leiðir.Samtökin '78 færa Þjóðarbókhlöðu og Borgarbókasafni bókagjöf 2014 Bókasafn S‘78 var löngum eitt helsta djásn félagsins, enda einstaklega veglegt safn hinsegin efnis. Í seinni tíð hafði notkun á safninu dregist gríðarlega saman með breyttu aðgengi að upplýsingum á vefnum og annars staðar. Til að tryggja að bókakosturinn yrði aðgengilegur félagsfólki og landsmönnum um komandi kynslóðir var brugðið á það ráð að gefa bækurnar almennum bókasöfnum. Hafði Þorvaldur Kristinsson, formaður félagsins til tíu ára og forsprakki bókasafnsins, mikla aðkomu að því ferli. Fræðibækurnar voru gefnar Þjóðarbókhlöðunni og skáldverk og afþreyingarefni Borgarbókasafninu, með því skilyrði að söfnin myndu leggja rækt við safnkostinn og bæta við nýjum bókum um hinsegin málefni.Tónleikar með tilgang (Úganda) 2014Í samvinnu við Amnesty International, nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði og hinsegin aktivísta í Úganda héldu S‘78 tónleika til stuðnings Farug (Freedom and Roam Uganda), hinsegin félags þar í landi. Komu fram margir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar til stuðnings málefninu. Um milljón króna safnaðist. Það fé hefur runnið beint til samstarfshópsins í Úganda og nýst þar vel.Hvað er hinsegin? - bæklingur 2015 Útgáfa skriflegs efnis er mjög mikilvæg fyrir félag sem stendur fyrir fræðslu. Árið 2015 var gefinn út fræðslubæklingur bæði á íslensku og ensku þar sem helstu hinsegin hugtökin eru útskýrð á einfaldan og aðgengilegan máta ásamt því að S‘78 eru auglýst. Þessum bæklingi hefur verið dreift við hin ýmsu tilefni.Hatursorðræða kærð 2015Á vordögum 2015 tilkynnti Hafnarfjarðarbær áform um þjónustusamning við S‘78 um hinsegin fræðslu til nemenda og ráðgjöf fyrir hinsegin nemendur. Í kjölfarið spunnust upp hatrammar umræður á netmiðlum þar sem höfð var í frammi orðræða sem flokkast, að mati þáverandi stjórnar og lögfræðings samtakanna, sem hatursorðræða á grundvelli kynhneigðar. Ákveðið var að láta reyna á ákvæði hegningarlaga um slíka hatursorðræðu og voru lögreglunni í Reykjavík bornar tíu kærur. Lögreglan vísaði kærunum upphaflega frá án þess að taka þær til efnislegrar skoðunar og var sú ákvörðun lögreglunnar kærð til ríkissaksóknara. Saksóknari úrskurðaði að lögreglunni væri skylt að taka við þessum kærum og stendur rannsóknin nú yfir.Nýtt húsnæði 2015Árið 2012 var sett á laggirnar húsnæðisnefnd til að skoða úrræði varðandi húsnæði félagsins. Ýmsar ástæður þóttu til þess að athuga aðra kosti en húsnæðið á Laugavegi 3, þar á meðal aðgengi, fyrirhugað viðhald, sýnileiki félagsins og fjármál þess. Á aðalfundi 2014 var stjórn veitt umboð til þess að ganga frá kaupum á nýju húsnæði að Suðurgötu 3 í Reykjavík, ásamt því að selja húsnæði Samtakana að Laugavegi 3. Í kjölfarið var húsnæði samtakanna á Laugavegi 3 selt og kaup fest á Suðurgötu 3, og hafa Samtökin ‘78 verið skuldlaust félag síðan. Nokkurn tíma tók þó að flytja í nýtt húsnæði, ýmsar óvæntar tafir urðu, og langvarandi húsnæðisleysi var félaginu óneitanlega þungbært. Það var því með mikilli gleði sem nýjar höfuðstöðvar voru opnaðar í október 2015. Segja má að félagsstarf S78 hafi blómstrað eftir opnunina, enda mörg sem farið var að þrá skjól yfir þá viðamiklu starfsemi sem S78 býður upp á. Húsnæðið hefur einnig fengið nýtt og spennandi hlutverk sem listagallerí. Í Gallerí ‘78 er sýnd list hinsegin listafólks og er sýningarrýmið fullbókað fram til 2019.Opin húsÁ Samtakamættinum, þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn var vorið 2013, var sérstaklega kallað eftir aukinni fjölbreytni í félagslífi S‘78 og minni áherslu á djamm og drykkju. Þetta hefur verið haft að leiðarljósi frá opnun húsnæðisins að Suðurgötu 3. Opin hús með fjölbreyttri dagskrá hafa verið haldin á hverju fimmtudagskvöldi, utan stutt sumarfrí. Hefur það gefist einstaklega vel og hafa kvöldin verið vel sótt, bæði af fólki sem hefur sótt viðburði Samtakanna til margra ára sem og margra nýliða. Haldið er utan um fjölda þeirra er sækja opin hús og er gleðilegt að segja frá því að sjaldan eru það færri en 20 einstaklingar sem sækja opnu húsin. Mikil áhersla er lögð á að bjóða alla gesti velkomna og skapa vinalega stemmningu þar sem öllum bjóðist eitthvað við sitt hæfiFramkvæmdastjóri í fullu starfi 2015Árið 2015 var ráðist í erfiðar skipulagsbreytingar. Framkvæmdastjóra til fimm ára og fræðslustýru, sem bæði höfðu verið í hálfu starfi, var sagt upp. Hafist var handa við að auglýsa eftir framkvæmdastjóra í fullt starf, með þeirri von að hægt væri að ráða fræðslustjóra í hlutastarf seinna. Ný framkvæmdastýra hóf störf á hausti 2015. Er það ekki síst hennar fjáröflunarvinnu að þakka að í ágúst 2016 var hægt að ráða fræðslufulltrúa í 40% starf. Stöðugildi starfsmanna hjá samtökunum hafa aldrei verið fleiri. Er þetta til marks um þann sterka grunn sem Samtökin ´78 standa á þessu ári.102 fræðslufyrirlestrar haldnir 2015Á árinu 2015 sóttu fræðarar á vegum S´78 alls 47 stofnanir heim og héldu samtals 102 fyrirlestra um hinsegin málefni. Rætt var við nemendur og/eða starfsfólk í 20 grunnskólum, ungmenni í átta félagsmiðstöðvum og starfsfólk í einni, nemendur við níu framhaldsskóla og hópa á níu öðrum vettvöngum, þ.á.m. í Hitt húsið, Vinnuskóla Reykjavíkur, Félag læknanema og hóp skólahjúkrunarfræðinga.Ráðgjöf Samtakanna ´78Ásókn í ráðgjöf hjá Samtökunum ´78 hefur aukist mikið undanfarin ár, ekki síst frá unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref sem hinsegin. Teljum við þetta til marks um opnara samfélag þar sem fólk kemur yngra út og er óhræddara við að ræða sín mál. Með aukinni styrkjasókn Samtakanna ´78 hefur, auk einstaklingsviðtala, verið hægt að bjóða upp á stuðningshópa bæði fyrir trans ungmenni og foreldra þeirra. Einnig fékkst nú á vormánuðum 2016 styrkur til að senda tvo ráðgjafa frá okkur til Austurríkis á endurmenntunarnámskeið.Faglærður starfsmaður í ungliðastarfið 2016Mikið kapp hefur verið lagt á að bæta umgjörðina í kringum Ungliða S´78, en sífellt fleiri og yngri ungmenni leita til samtakanna eftir félagsskap og stuðningi. Mikilvægur liður í því að tryggja faglega umsjón með starfinu var ráðning starfskrafts sem hefur menntun í tómstunda- og félagsmálafræði og mikla reynslu af því að þróa ungmennastarf. Ráðningin fór fram í samráði við Frostaskjól/Kamp, frístundamiðstöð Reykjavíkurborgar.Samningur við Hafnarfjarðarbæ 2016 og ReykjavíkÍ júní 2015 undirrituðu Reykjavíkurborg og S´78 tvo samninga sem kváðu á um greiðslu borgarinnar til samtakanna sem varða rekstur samtakanna annars vegar og þjónustu hins vegar. Samtals hljóðuðu samningarnir upp á 15 milljónir króna sem dreifast á þrjú ár. Samningur þessi hljóðar uppá tvöföldun fjárframlaga Reykjavíkurborgar miðað við fyrri samning . Einnig undirrituðu Hafnarfjarðarkaupstaður og S´78 samstarfssamning um fræðslusamstarf í desember 2015. Meginmarkmið samningsins, sem tók gildi á árinu 2016, er að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. Við undirrituð erum þeirrar skoðunar að mikið og gott starf hafi verið unnið innan félagsins undanfarin ár og teljum það forréttindi að fá að koma að starfi svo öflugs og gróskumikils félags. Við efum þó ekki að rými sé til að gera meira og auka á fjölbreytni þeirra radda sem heyrast innan félagsins. Það er þess vegna sem við viljum bjóða fram krafta okkar aftur. Við erum full af orku og tilbúin í að leiða Samtökin ‘78 áfram, með það að leiðarljósi að félagsfólk fái meira vægi og að þrátt fyrir deilur og átök geti hinsegin samfélagið sameinast um að vera stolt af þeim áfangasigrum sem við erum að vinna enn þann dag í dag.María Helga Guðmundsdóttir, frambjóðandi til formannsUnnsteinn Jóhannson, frambjóðandi til varaformannsKitty Anderson, frambjóðandi til alþjóðafulltrúaJúlía Margrét Einarsdóttir, frambjóðandi til ritara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá neinum að deildar meiningar eru milli félagsfólks í Samtökunum ‘78. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur því verið fleygt fram að innra starf félagsins standi á veikum fótum og að félagið byggi starf sitt á aðgreiningu hópa frekar en samstöðu. Því þykir okkur mikilvægt að rifja upp nokkur verkefni sem stjórnir síðustu ára hafa unnið kröftuglega að og hafa styrkt stöðu og orðspor Samtakanna ‘78.Glæstar vonir 2013 Mannréttindahátíðin Glæstar vonir var haldin á sama tíma og kirkjuhátíðin Hátíð vonar, þar sem Franklin Graham, yfirlýstur hommahatari, messaði yfir fólki. Glæstar vonir voru vel sótt og falleg athöfn þar sem hinsegin samfélagið stóð saman og mótmælti hatursorðræðu á friðsamlegan hátt.Starfshópur um ættleiðingar hinsegin fólks 2013 Þrátt fyrir að samkynja pör séu jöfn gagnkynja pörum fyrir lögum á Íslandi er raunin sú að ættleiðingar milli landa hafa ekki staðið samkynja pörum til boða. Óformlegur hópur fólks hafði í nokkur ár unnið að því að gera hinsegin pörum auðveldara að ættleiða börn. Hópurinn varð svo starfshópur innan S‘78 árið 2013. Ýmsir tálmar hafa staðið í veginum en samtökin vinna enn að því að finna leiðir.Samtökin '78 færa Þjóðarbókhlöðu og Borgarbókasafni bókagjöf 2014 Bókasafn S‘78 var löngum eitt helsta djásn félagsins, enda einstaklega veglegt safn hinsegin efnis. Í seinni tíð hafði notkun á safninu dregist gríðarlega saman með breyttu aðgengi að upplýsingum á vefnum og annars staðar. Til að tryggja að bókakosturinn yrði aðgengilegur félagsfólki og landsmönnum um komandi kynslóðir var brugðið á það ráð að gefa bækurnar almennum bókasöfnum. Hafði Þorvaldur Kristinsson, formaður félagsins til tíu ára og forsprakki bókasafnsins, mikla aðkomu að því ferli. Fræðibækurnar voru gefnar Þjóðarbókhlöðunni og skáldverk og afþreyingarefni Borgarbókasafninu, með því skilyrði að söfnin myndu leggja rækt við safnkostinn og bæta við nýjum bókum um hinsegin málefni.Tónleikar með tilgang (Úganda) 2014Í samvinnu við Amnesty International, nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði og hinsegin aktivísta í Úganda héldu S‘78 tónleika til stuðnings Farug (Freedom and Roam Uganda), hinsegin félags þar í landi. Komu fram margir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar til stuðnings málefninu. Um milljón króna safnaðist. Það fé hefur runnið beint til samstarfshópsins í Úganda og nýst þar vel.Hvað er hinsegin? - bæklingur 2015 Útgáfa skriflegs efnis er mjög mikilvæg fyrir félag sem stendur fyrir fræðslu. Árið 2015 var gefinn út fræðslubæklingur bæði á íslensku og ensku þar sem helstu hinsegin hugtökin eru útskýrð á einfaldan og aðgengilegan máta ásamt því að S‘78 eru auglýst. Þessum bæklingi hefur verið dreift við hin ýmsu tilefni.Hatursorðræða kærð 2015Á vordögum 2015 tilkynnti Hafnarfjarðarbær áform um þjónustusamning við S‘78 um hinsegin fræðslu til nemenda og ráðgjöf fyrir hinsegin nemendur. Í kjölfarið spunnust upp hatrammar umræður á netmiðlum þar sem höfð var í frammi orðræða sem flokkast, að mati þáverandi stjórnar og lögfræðings samtakanna, sem hatursorðræða á grundvelli kynhneigðar. Ákveðið var að láta reyna á ákvæði hegningarlaga um slíka hatursorðræðu og voru lögreglunni í Reykjavík bornar tíu kærur. Lögreglan vísaði kærunum upphaflega frá án þess að taka þær til efnislegrar skoðunar og var sú ákvörðun lögreglunnar kærð til ríkissaksóknara. Saksóknari úrskurðaði að lögreglunni væri skylt að taka við þessum kærum og stendur rannsóknin nú yfir.Nýtt húsnæði 2015Árið 2012 var sett á laggirnar húsnæðisnefnd til að skoða úrræði varðandi húsnæði félagsins. Ýmsar ástæður þóttu til þess að athuga aðra kosti en húsnæðið á Laugavegi 3, þar á meðal aðgengi, fyrirhugað viðhald, sýnileiki félagsins og fjármál þess. Á aðalfundi 2014 var stjórn veitt umboð til þess að ganga frá kaupum á nýju húsnæði að Suðurgötu 3 í Reykjavík, ásamt því að selja húsnæði Samtakana að Laugavegi 3. Í kjölfarið var húsnæði samtakanna á Laugavegi 3 selt og kaup fest á Suðurgötu 3, og hafa Samtökin ‘78 verið skuldlaust félag síðan. Nokkurn tíma tók þó að flytja í nýtt húsnæði, ýmsar óvæntar tafir urðu, og langvarandi húsnæðisleysi var félaginu óneitanlega þungbært. Það var því með mikilli gleði sem nýjar höfuðstöðvar voru opnaðar í október 2015. Segja má að félagsstarf S78 hafi blómstrað eftir opnunina, enda mörg sem farið var að þrá skjól yfir þá viðamiklu starfsemi sem S78 býður upp á. Húsnæðið hefur einnig fengið nýtt og spennandi hlutverk sem listagallerí. Í Gallerí ‘78 er sýnd list hinsegin listafólks og er sýningarrýmið fullbókað fram til 2019.Opin húsÁ Samtakamættinum, þjóðfundi hinsegin fólks sem haldinn var vorið 2013, var sérstaklega kallað eftir aukinni fjölbreytni í félagslífi S‘78 og minni áherslu á djamm og drykkju. Þetta hefur verið haft að leiðarljósi frá opnun húsnæðisins að Suðurgötu 3. Opin hús með fjölbreyttri dagskrá hafa verið haldin á hverju fimmtudagskvöldi, utan stutt sumarfrí. Hefur það gefist einstaklega vel og hafa kvöldin verið vel sótt, bæði af fólki sem hefur sótt viðburði Samtakanna til margra ára sem og margra nýliða. Haldið er utan um fjölda þeirra er sækja opin hús og er gleðilegt að segja frá því að sjaldan eru það færri en 20 einstaklingar sem sækja opnu húsin. Mikil áhersla er lögð á að bjóða alla gesti velkomna og skapa vinalega stemmningu þar sem öllum bjóðist eitthvað við sitt hæfiFramkvæmdastjóri í fullu starfi 2015Árið 2015 var ráðist í erfiðar skipulagsbreytingar. Framkvæmdastjóra til fimm ára og fræðslustýru, sem bæði höfðu verið í hálfu starfi, var sagt upp. Hafist var handa við að auglýsa eftir framkvæmdastjóra í fullt starf, með þeirri von að hægt væri að ráða fræðslustjóra í hlutastarf seinna. Ný framkvæmdastýra hóf störf á hausti 2015. Er það ekki síst hennar fjáröflunarvinnu að þakka að í ágúst 2016 var hægt að ráða fræðslufulltrúa í 40% starf. Stöðugildi starfsmanna hjá samtökunum hafa aldrei verið fleiri. Er þetta til marks um þann sterka grunn sem Samtökin ´78 standa á þessu ári.102 fræðslufyrirlestrar haldnir 2015Á árinu 2015 sóttu fræðarar á vegum S´78 alls 47 stofnanir heim og héldu samtals 102 fyrirlestra um hinsegin málefni. Rætt var við nemendur og/eða starfsfólk í 20 grunnskólum, ungmenni í átta félagsmiðstöðvum og starfsfólk í einni, nemendur við níu framhaldsskóla og hópa á níu öðrum vettvöngum, þ.á.m. í Hitt húsið, Vinnuskóla Reykjavíkur, Félag læknanema og hóp skólahjúkrunarfræðinga.Ráðgjöf Samtakanna ´78Ásókn í ráðgjöf hjá Samtökunum ´78 hefur aukist mikið undanfarin ár, ekki síst frá unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref sem hinsegin. Teljum við þetta til marks um opnara samfélag þar sem fólk kemur yngra út og er óhræddara við að ræða sín mál. Með aukinni styrkjasókn Samtakanna ´78 hefur, auk einstaklingsviðtala, verið hægt að bjóða upp á stuðningshópa bæði fyrir trans ungmenni og foreldra þeirra. Einnig fékkst nú á vormánuðum 2016 styrkur til að senda tvo ráðgjafa frá okkur til Austurríkis á endurmenntunarnámskeið.Faglærður starfsmaður í ungliðastarfið 2016Mikið kapp hefur verið lagt á að bæta umgjörðina í kringum Ungliða S´78, en sífellt fleiri og yngri ungmenni leita til samtakanna eftir félagsskap og stuðningi. Mikilvægur liður í því að tryggja faglega umsjón með starfinu var ráðning starfskrafts sem hefur menntun í tómstunda- og félagsmálafræði og mikla reynslu af því að þróa ungmennastarf. Ráðningin fór fram í samráði við Frostaskjól/Kamp, frístundamiðstöð Reykjavíkurborgar.Samningur við Hafnarfjarðarbæ 2016 og ReykjavíkÍ júní 2015 undirrituðu Reykjavíkurborg og S´78 tvo samninga sem kváðu á um greiðslu borgarinnar til samtakanna sem varða rekstur samtakanna annars vegar og þjónustu hins vegar. Samtals hljóðuðu samningarnir upp á 15 milljónir króna sem dreifast á þrjú ár. Samningur þessi hljóðar uppá tvöföldun fjárframlaga Reykjavíkurborgar miðað við fyrri samning . Einnig undirrituðu Hafnarfjarðarkaupstaður og S´78 samstarfssamning um fræðslusamstarf í desember 2015. Meginmarkmið samningsins, sem tók gildi á árinu 2016, er að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegin fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. Við undirrituð erum þeirrar skoðunar að mikið og gott starf hafi verið unnið innan félagsins undanfarin ár og teljum það forréttindi að fá að koma að starfi svo öflugs og gróskumikils félags. Við efum þó ekki að rými sé til að gera meira og auka á fjölbreytni þeirra radda sem heyrast innan félagsins. Það er þess vegna sem við viljum bjóða fram krafta okkar aftur. Við erum full af orku og tilbúin í að leiða Samtökin ‘78 áfram, með það að leiðarljósi að félagsfólk fái meira vægi og að þrátt fyrir deilur og átök geti hinsegin samfélagið sameinast um að vera stolt af þeim áfangasigrum sem við erum að vinna enn þann dag í dag.María Helga Guðmundsdóttir, frambjóðandi til formannsUnnsteinn Jóhannson, frambjóðandi til varaformannsKitty Anderson, frambjóðandi til alþjóðafulltrúaJúlía Margrét Einarsdóttir, frambjóðandi til ritara
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar