Fræða mest um intersex og transfólk Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Víðistaðaskóli er fyrsti skólinn sem fær heimsókn frá Samtökunum ´78. Mynd/Vifgús Hallgrímsson Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna ’78 hófst í síðustu viku í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Starfsfólk allra grunnskóla í Hafnarfirði mun fá fræðslu fyrir lok skólaársins. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi samtakanna, sem hélt fyrirlesturinn, segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Hún segir vonir um að fá að koma á fræðslu í fleiri sveitarfélögum landsins. Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla er einn liður af fjórum í samkomulagi sem Hafnarfjarðarbær gerði við Samtökin ’78. Auk fræðslu fyrir starfsfólk verður árleg fræðsla í áttunda bekk fyrir nemendur og ungmenni úr Hafnarfirði geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ’78 eftir þörfum án endurgjalds. „Við fengum rosa góðar móttökur. Eftir fræðsluna fylltu kennararnir út miða þar sem þeir voru að meta fræðsluna og það var yfirgnæfandi meirihluti sem fannst þetta vera mjög gagnlegt. Við erum í skýjunum yfir því hvað þetta tókst vel,“ segir Ugla Stefanía. Í september byrjar svo fræðsla fyrir nemendur í áttunda bekk. Ugla Stefanía segir mikilvægt að fræða starfsfólk jafnt sem nemendur. „Þetta er einn hluti af því að gera starfsfólk hæfara til að taka á alls konar fólki. Það er mikilvægt að kennarar og starfsfólk séu meðvituð um hinsegin málefni og séu í stakk búin til að hjálpa nemendum sem eru að koma út úr skápnum hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða trans.“ Ugla Stefanía segir fræðsluna snúa mikið að trans og intersex málefnum. „Það eru málefni sem fólk hefur ekki rosalega mikla vitneskju um. Það er kannski aðallega að fólk fái að heyra af fjölbreytileikanum.“ Samtökin ’78 eru með samning við Reykjavíkurborg um fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur í skólum þar. „Það er okkar von að fleiri sveitarfélög muni vilja gera samning við okkur. Við vitum að við gerum þetta vel og erum fagmannleg í því sem við gerum. Við erum í stakk búin að takast á við það ef fleiri sveitarfélög sjá tækifæri í að fá okkur,“ segir Ugla Stefanía.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna ’78 hófst í síðustu viku í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Starfsfólk allra grunnskóla í Hafnarfirði mun fá fræðslu fyrir lok skólaársins. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi samtakanna, sem hélt fyrirlesturinn, segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Hún segir vonir um að fá að koma á fræðslu í fleiri sveitarfélögum landsins. Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla er einn liður af fjórum í samkomulagi sem Hafnarfjarðarbær gerði við Samtökin ’78. Auk fræðslu fyrir starfsfólk verður árleg fræðsla í áttunda bekk fyrir nemendur og ungmenni úr Hafnarfirði geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ’78 eftir þörfum án endurgjalds. „Við fengum rosa góðar móttökur. Eftir fræðsluna fylltu kennararnir út miða þar sem þeir voru að meta fræðsluna og það var yfirgnæfandi meirihluti sem fannst þetta vera mjög gagnlegt. Við erum í skýjunum yfir því hvað þetta tókst vel,“ segir Ugla Stefanía. Í september byrjar svo fræðsla fyrir nemendur í áttunda bekk. Ugla Stefanía segir mikilvægt að fræða starfsfólk jafnt sem nemendur. „Þetta er einn hluti af því að gera starfsfólk hæfara til að taka á alls konar fólki. Það er mikilvægt að kennarar og starfsfólk séu meðvituð um hinsegin málefni og séu í stakk búin til að hjálpa nemendum sem eru að koma út úr skápnum hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða trans.“ Ugla Stefanía segir fræðsluna snúa mikið að trans og intersex málefnum. „Það eru málefni sem fólk hefur ekki rosalega mikla vitneskju um. Það er kannski aðallega að fólk fái að heyra af fjölbreytileikanum.“ Samtökin ’78 eru með samning við Reykjavíkurborg um fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur í skólum þar. „Það er okkar von að fleiri sveitarfélög muni vilja gera samning við okkur. Við vitum að við gerum þetta vel og erum fagmannleg í því sem við gerum. Við erum í stakk búin að takast á við það ef fleiri sveitarfélög sjá tækifæri í að fá okkur,“ segir Ugla Stefanía.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00