Fræða mest um intersex og transfólk Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Víðistaðaskóli er fyrsti skólinn sem fær heimsókn frá Samtökunum ´78. Mynd/Vifgús Hallgrímsson Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna ’78 hófst í síðustu viku í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Starfsfólk allra grunnskóla í Hafnarfirði mun fá fræðslu fyrir lok skólaársins. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi samtakanna, sem hélt fyrirlesturinn, segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Hún segir vonir um að fá að koma á fræðslu í fleiri sveitarfélögum landsins. Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla er einn liður af fjórum í samkomulagi sem Hafnarfjarðarbær gerði við Samtökin ’78. Auk fræðslu fyrir starfsfólk verður árleg fræðsla í áttunda bekk fyrir nemendur og ungmenni úr Hafnarfirði geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ’78 eftir þörfum án endurgjalds. „Við fengum rosa góðar móttökur. Eftir fræðsluna fylltu kennararnir út miða þar sem þeir voru að meta fræðsluna og það var yfirgnæfandi meirihluti sem fannst þetta vera mjög gagnlegt. Við erum í skýjunum yfir því hvað þetta tókst vel,“ segir Ugla Stefanía. Í september byrjar svo fræðsla fyrir nemendur í áttunda bekk. Ugla Stefanía segir mikilvægt að fræða starfsfólk jafnt sem nemendur. „Þetta er einn hluti af því að gera starfsfólk hæfara til að taka á alls konar fólki. Það er mikilvægt að kennarar og starfsfólk séu meðvituð um hinsegin málefni og séu í stakk búin til að hjálpa nemendum sem eru að koma út úr skápnum hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða trans.“ Ugla Stefanía segir fræðsluna snúa mikið að trans og intersex málefnum. „Það eru málefni sem fólk hefur ekki rosalega mikla vitneskju um. Það er kannski aðallega að fólk fái að heyra af fjölbreytileikanum.“ Samtökin ’78 eru með samning við Reykjavíkurborg um fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur í skólum þar. „Það er okkar von að fleiri sveitarfélög muni vilja gera samning við okkur. Við vitum að við gerum þetta vel og erum fagmannleg í því sem við gerum. Við erum í stakk búin að takast á við það ef fleiri sveitarfélög sjá tækifæri í að fá okkur,“ segir Ugla Stefanía.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Hinsegin fræðsla á vegum Samtakanna ’78 hófst í síðustu viku í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Starfsfólk allra grunnskóla í Hafnarfirði mun fá fræðslu fyrir lok skólaársins. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi samtakanna, sem hélt fyrirlesturinn, segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð. Hún segir vonir um að fá að koma á fræðslu í fleiri sveitarfélögum landsins. Fræðsla fyrir starfsfólk grunnskóla er einn liður af fjórum í samkomulagi sem Hafnarfjarðarbær gerði við Samtökin ’78. Auk fræðslu fyrir starfsfólk verður árleg fræðsla í áttunda bekk fyrir nemendur og ungmenni úr Hafnarfirði geta leitað eftir þjónustu Samtakanna ’78 eftir þörfum án endurgjalds. „Við fengum rosa góðar móttökur. Eftir fræðsluna fylltu kennararnir út miða þar sem þeir voru að meta fræðsluna og það var yfirgnæfandi meirihluti sem fannst þetta vera mjög gagnlegt. Við erum í skýjunum yfir því hvað þetta tókst vel,“ segir Ugla Stefanía. Í september byrjar svo fræðsla fyrir nemendur í áttunda bekk. Ugla Stefanía segir mikilvægt að fræða starfsfólk jafnt sem nemendur. „Þetta er einn hluti af því að gera starfsfólk hæfara til að taka á alls konar fólki. Það er mikilvægt að kennarar og starfsfólk séu meðvituð um hinsegin málefni og séu í stakk búin til að hjálpa nemendum sem eru að koma út úr skápnum hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða trans.“ Ugla Stefanía segir fræðsluna snúa mikið að trans og intersex málefnum. „Það eru málefni sem fólk hefur ekki rosalega mikla vitneskju um. Það er kannski aðallega að fólk fái að heyra af fjölbreytileikanum.“ Samtökin ’78 eru með samning við Reykjavíkurborg um fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur í skólum þar. „Það er okkar von að fleiri sveitarfélög muni vilja gera samning við okkur. Við vitum að við gerum þetta vel og erum fagmannleg í því sem við gerum. Við erum í stakk búin að takast á við það ef fleiri sveitarfélög sjá tækifæri í að fá okkur,“ segir Ugla Stefanía.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Kópavogur með hinsegin fræðslu í aðalnámskrá Starfsfólk grunnskóla í Kópavogi fær sérstaka fræðslu næsta vetur um málefni hinsegin fólks. Bæjarráð samþykkti tillögu þessa efnis í síðustu viku. 13. maí 2016 07:00