Erlent

Suðursúdönsk stjórn­völd vilja ekki af­skipti friðar­gæslu­liða

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í Suður-Súdan má meðal annars finna friðargæsluliða frá Rúanda.
Í Suður-Súdan má meðal annars finna friðargæsluliða frá Rúanda. vísir/epa
Stjórnvöld í Suður-Súdan vilja ekki fá fleiri friðargæsluliða til landsins og telja að slíkt muni grafa undan sjálfstæði landsins. Fjallað er um málið af Al-Jazeera.

Fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna liggur tillaga þess efnis að friðargæsluliðum í landinu verið fjölgað um 4.000. Það er aukning um þriðjung en fyrir eru þar 12.000 friðargæsluliðar. Flestir þeirra eru þar á vegum Afríkusambandsins.

„Ef Suður-Súdan verður breytt í verndarsvæði SÞ þá verður það ekki endirinn heldur upphafið,“ segir Michael Makuei, talsmaður ríkisstjórnarinnar. „Það mun byrja með Suður-Súdan en enda með því að gömlu nýlenduherrarnir taka yfir löndin á ný.“

Suður-Súdan er eitt yngsta ríki heims en það öðlaðist sjálfstæði frá Súdan árið 2011. Stutt saga þess hefur verið lituð blóði en borgarastyrjöld hefur ríkt löngum tíðum. Ekki sér fyrir endann á átökunum.

Hlutverk friðargæsluliðanna er að tryggja flugvöll landsins til að hægt sé að flytja vistir til landsins. Þá eiga þeir einnig að tryggja að hægt sé að ferðast til og frá höfuðborginni Juba. Vera þeirra í landinu er illa liðin af stjórnvöldum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.