Má lögreglan leita á mér? Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 25. júlí 2016 14:59 Þó friðhelgi einkalífs og vernd gegn afskiptum af líkama okkar og persónufrelsi eigi sess bæði í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, hefur ríkisvaldið engu að síður víðtækar heimildir til þess að ganga á þessi réttindi. Dæmi um það eru heimildir lögreglu til leita á okkur; að beita einstaklinga svokallaðri líkamsleit. Spurningunni í fyrirsögninni hér að ofan geta margir eflaust svarað án þess að kynna sér sérstaklega þau lög sem um líkamsleit gilda. Hið stutta svar er einfaldlega þetta: Já, lögreglan má leita á þér, en hún verður að hafa gilda ástæðu til þess. Strangt til tekið er meginreglan reyndar sú að úrskurð dómara þarf til að heimila líkamsleit, nema viðkomandi einstaklingur samþykki leitina. Hins vegar er líkamsleit einnig heimil, án dómsúrskurðar, ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Þetta þýðir í raun að ef lögreglu grunar sterklega að einstaklingur, sem hún rekst á, hafi eitthvað að fela, t.d. fíkniefni eða þýfi, þá mun hún að öllum líkindum leita á viðkomandi, án dómsúrskurðar, hvort sem einstaklingurinn samþykkir leitina eða ekki, eftir atvikum með því að handtaka viðkomandi ef hann samþykkir ekki leitina. Með þessu getur reyndar oft verið teflt á tæpasta vað þeirra heimilda sem lögreglan hefur.En hvað gerist ef lögreglan finnur ekkert?Grunur lögreglu, um að einstaklingur geymi eitthvað misjafnt í fórum sínum, reynist að sjálfsögðu ekki alltaf réttur. Þegar svo ber undir vakna eðlilega spurningar um réttarstöðu þess sem fyrir líkamsleitinni varð og hefur ekkert til saka unnið. Í einfaldri mynd er staðan þá sú að rannsókn lögreglu ber að fella niður og viðkomandi einstaklingur getur átt rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu fyrir líkamsleitina, ef skilyrði sakamálalaga þar um eru uppfyllt. Í sakamálalögum er þannig til staðar bótaregla sem skyldar ríkið til að greiða þeim skaðabætur, sem að ósekju verða fyrir þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu, að skilyrðum laganna uppfylltum. Um er að ræða svokallaða hlutlæga bótareglu sem þýðir að almennt séð er auðveldara fyrir viðkomandi að sækja bætur, heldur en ef venjuleg sakarábyrgð gilti. Ábyrgð ríkisins er því ströng. Dæmi um aðrar aðgerðir lögreglu, sem með sama hætti geta leitt til bótaréttar, eru handtaka, húsleit og leit í bifreið. Þeir sem saklausir lenda í slíkum aðgerðum geta átt rétt til bóta.Glatar maður bótarétti með því að samþykkja líkamsleit?Loks er til þess að líta að í bótamálum vegna þvingunarráðstafana heldur íslenska ríkið því gjarnan fram til varnar, að með því að samþykkja aðgerð, eins og t.d. líkamsleit, þá sé einstaklingur um leið að fyrirgera bótarétti sínum. Nýleg dómafordæmi benda hins vegar til þess að þetta sé rangt. Af dómum má þannig draga þá ályktun að einstaklingur missi ekki rétt til bóta, þó hann hafi samþykkt þvingunarráðstöfun. Það er eðlileg niðurstaða, enda er maður með samþykki að aðstoða lögregluna og leggja sitt af mörkum til þess að rannsókn máls gangi skjótt fyrir sig. Það væri ófyrirsinna að slík samvinnuþýðni leiddi til þess að saklaus einstaklingur missti bótarétt. Samvinnuþýðir sakborningar eiga ekki að eiga minni rétt en ósamvinnuþýðir.Samhengi valds og ábyrgðarSem áður segir hefur ríkisvaldið, og lögreglan sem fulltrúi þess, víðtækar heimildir til að ganga á friðhelgi einkalífs okkar og persónufrelsi. Við slíkar heimildir er ekki hægt una nema þeim fylgi jafnframt ströng ábyrgð og ríkur skaðabótaréttur þeirra sem að ósekju verða fyrir slíkum aðgerðum og inngripum. Í frjálsu samfélagi er slíkt samhengi valds og ábyrgðar einfaldlega nauðsynlegur þáttur réttarfarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þó friðhelgi einkalífs og vernd gegn afskiptum af líkama okkar og persónufrelsi eigi sess bæði í stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, hefur ríkisvaldið engu að síður víðtækar heimildir til þess að ganga á þessi réttindi. Dæmi um það eru heimildir lögreglu til leita á okkur; að beita einstaklinga svokallaðri líkamsleit. Spurningunni í fyrirsögninni hér að ofan geta margir eflaust svarað án þess að kynna sér sérstaklega þau lög sem um líkamsleit gilda. Hið stutta svar er einfaldlega þetta: Já, lögreglan má leita á þér, en hún verður að hafa gilda ástæðu til þess. Strangt til tekið er meginreglan reyndar sú að úrskurð dómara þarf til að heimila líkamsleit, nema viðkomandi einstaklingur samþykki leitina. Hins vegar er líkamsleit einnig heimil, án dómsúrskurðar, ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Þetta þýðir í raun að ef lögreglu grunar sterklega að einstaklingur, sem hún rekst á, hafi eitthvað að fela, t.d. fíkniefni eða þýfi, þá mun hún að öllum líkindum leita á viðkomandi, án dómsúrskurðar, hvort sem einstaklingurinn samþykkir leitina eða ekki, eftir atvikum með því að handtaka viðkomandi ef hann samþykkir ekki leitina. Með þessu getur reyndar oft verið teflt á tæpasta vað þeirra heimilda sem lögreglan hefur.En hvað gerist ef lögreglan finnur ekkert?Grunur lögreglu, um að einstaklingur geymi eitthvað misjafnt í fórum sínum, reynist að sjálfsögðu ekki alltaf réttur. Þegar svo ber undir vakna eðlilega spurningar um réttarstöðu þess sem fyrir líkamsleitinni varð og hefur ekkert til saka unnið. Í einfaldri mynd er staðan þá sú að rannsókn lögreglu ber að fella niður og viðkomandi einstaklingur getur átt rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu fyrir líkamsleitina, ef skilyrði sakamálalaga þar um eru uppfyllt. Í sakamálalögum er þannig til staðar bótaregla sem skyldar ríkið til að greiða þeim skaðabætur, sem að ósekju verða fyrir þvingunarráðstöfunum af hálfu lögreglu, að skilyrðum laganna uppfylltum. Um er að ræða svokallaða hlutlæga bótareglu sem þýðir að almennt séð er auðveldara fyrir viðkomandi að sækja bætur, heldur en ef venjuleg sakarábyrgð gilti. Ábyrgð ríkisins er því ströng. Dæmi um aðrar aðgerðir lögreglu, sem með sama hætti geta leitt til bótaréttar, eru handtaka, húsleit og leit í bifreið. Þeir sem saklausir lenda í slíkum aðgerðum geta átt rétt til bóta.Glatar maður bótarétti með því að samþykkja líkamsleit?Loks er til þess að líta að í bótamálum vegna þvingunarráðstafana heldur íslenska ríkið því gjarnan fram til varnar, að með því að samþykkja aðgerð, eins og t.d. líkamsleit, þá sé einstaklingur um leið að fyrirgera bótarétti sínum. Nýleg dómafordæmi benda hins vegar til þess að þetta sé rangt. Af dómum má þannig draga þá ályktun að einstaklingur missi ekki rétt til bóta, þó hann hafi samþykkt þvingunarráðstöfun. Það er eðlileg niðurstaða, enda er maður með samþykki að aðstoða lögregluna og leggja sitt af mörkum til þess að rannsókn máls gangi skjótt fyrir sig. Það væri ófyrirsinna að slík samvinnuþýðni leiddi til þess að saklaus einstaklingur missti bótarétt. Samvinnuþýðir sakborningar eiga ekki að eiga minni rétt en ósamvinnuþýðir.Samhengi valds og ábyrgðarSem áður segir hefur ríkisvaldið, og lögreglan sem fulltrúi þess, víðtækar heimildir til að ganga á friðhelgi einkalífs okkar og persónufrelsi. Við slíkar heimildir er ekki hægt una nema þeim fylgi jafnframt ströng ábyrgð og ríkur skaðabótaréttur þeirra sem að ósekju verða fyrir slíkum aðgerðum og inngripum. Í frjálsu samfélagi er slíkt samhengi valds og ábyrgðar einfaldlega nauðsynlegur þáttur réttarfarsins.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun