Valdefling einstaklingsins Arnþór Jónsson skrifar 26. júlí 2016 05:00 Í langan tíma hefur vísindasamfélagið skoðað og rannsakað fíkn. Þessar rannsóknir voru lengi vel gerðar í skugga fordóma, goðsagna og ranghugmynda um eðli fíknar. Einstaklingar með fíknsjúkdóma í okkar samfélagi voru taldir viljalausir og siðferðilega vafasamir. Það er einmitt í skugga slíkra sjónarmiða að samfélagið ákveður að leggja þurfi meiri áherslu á refsingar, höfnun og útskúfun en minni áherslu á forvarnir, upplýsingu og meðferð. Viðhorf samfélagsins gagnvart fíknsjúkdómum hafa breyst frá því sem áður var. Upplýstur almenningur og stjórnvöld þekkja byltingarkenndar uppgötvanir á starfseindum heilans og aukin vísindalegur skilningur okkar á stjórnleysi vímuefnaneyslu hefur gert okkur hæfari en áður til að bregðast við þessum algenga heilbrigðisvanda. Líffræðilegar starfseindir og áhrifaþættir í umhverfinu hafa verið kortlagðir að stórum hluta og nú stendur yfir nákvæm leit að breytilegum erfðaþáttum sem hafa áhrif á þróun fíknsjúkdómsins hjá einstaklingnum. Hagnýting á þessari þekkingu vísindasamfélagins er forsenda framþróunar og framfara á sviði forvarna og meðferðar fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ef við viljum draga úr áföllum og heilsubresti einstaklinga vegna sjúklegrar vímuefnaneyslu, reisa við brotnar fjölskyldur og minnka fjárhagslega byrði samfélagsins vegna vímuefnaneyslunnar, þá verður það best gert með þekkingu og mannúð. Valdefling einstaklingsins felst í gagnreyndum vísindalegum upplýsingum sem hann getur notað til að breyta lífi sínu til batnaðar. SÁÁ hefur lengi átt gott samstarf við NIDA, sem er rannsóknarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins á sviði fíknrannsókna. Frá NIDA koma um 80% alls fjármagns á sviði fíknrannsókna á heimsvísu. Hægt er að nálgast fjölbreyttar upplýsingar um áfengis- og vímuefnafíkn á vef SÁÁ og fyrir áhugasama enskumælandi er best að byrja hjá drugabuse.gov sem er vefur NIDA. Þegar mikið er gert úr mikilvægi þekkingar á sviði heilbrigðisvísinda, þá er ekki verið að gera lítið úr öðrum þáttum mannlegra samskipta. Enginn heldur því fram að manneskjan sé komin að endimörkum þekkingar sinnar. Kærleikurinn fellur auðvitað aldrei úr gildi sem besta meðalið til að nálgast fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur vísindasamfélagið skoðað og rannsakað fíkn. Þessar rannsóknir voru lengi vel gerðar í skugga fordóma, goðsagna og ranghugmynda um eðli fíknar. Einstaklingar með fíknsjúkdóma í okkar samfélagi voru taldir viljalausir og siðferðilega vafasamir. Það er einmitt í skugga slíkra sjónarmiða að samfélagið ákveður að leggja þurfi meiri áherslu á refsingar, höfnun og útskúfun en minni áherslu á forvarnir, upplýsingu og meðferð. Viðhorf samfélagsins gagnvart fíknsjúkdómum hafa breyst frá því sem áður var. Upplýstur almenningur og stjórnvöld þekkja byltingarkenndar uppgötvanir á starfseindum heilans og aukin vísindalegur skilningur okkar á stjórnleysi vímuefnaneyslu hefur gert okkur hæfari en áður til að bregðast við þessum algenga heilbrigðisvanda. Líffræðilegar starfseindir og áhrifaþættir í umhverfinu hafa verið kortlagðir að stórum hluta og nú stendur yfir nákvæm leit að breytilegum erfðaþáttum sem hafa áhrif á þróun fíknsjúkdómsins hjá einstaklingnum. Hagnýting á þessari þekkingu vísindasamfélagins er forsenda framþróunar og framfara á sviði forvarna og meðferðar fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ef við viljum draga úr áföllum og heilsubresti einstaklinga vegna sjúklegrar vímuefnaneyslu, reisa við brotnar fjölskyldur og minnka fjárhagslega byrði samfélagsins vegna vímuefnaneyslunnar, þá verður það best gert með þekkingu og mannúð. Valdefling einstaklingsins felst í gagnreyndum vísindalegum upplýsingum sem hann getur notað til að breyta lífi sínu til batnaðar. SÁÁ hefur lengi átt gott samstarf við NIDA, sem er rannsóknarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins á sviði fíknrannsókna. Frá NIDA koma um 80% alls fjármagns á sviði fíknrannsókna á heimsvísu. Hægt er að nálgast fjölbreyttar upplýsingar um áfengis- og vímuefnafíkn á vef SÁÁ og fyrir áhugasama enskumælandi er best að byrja hjá drugabuse.gov sem er vefur NIDA. Þegar mikið er gert úr mikilvægi þekkingar á sviði heilbrigðisvísinda, þá er ekki verið að gera lítið úr öðrum þáttum mannlegra samskipta. Enginn heldur því fram að manneskjan sé komin að endimörkum þekkingar sinnar. Kærleikurinn fellur auðvitað aldrei úr gildi sem besta meðalið til að nálgast fólk.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar