Valdefling einstaklingsins Arnþór Jónsson skrifar 26. júlí 2016 05:00 Í langan tíma hefur vísindasamfélagið skoðað og rannsakað fíkn. Þessar rannsóknir voru lengi vel gerðar í skugga fordóma, goðsagna og ranghugmynda um eðli fíknar. Einstaklingar með fíknsjúkdóma í okkar samfélagi voru taldir viljalausir og siðferðilega vafasamir. Það er einmitt í skugga slíkra sjónarmiða að samfélagið ákveður að leggja þurfi meiri áherslu á refsingar, höfnun og útskúfun en minni áherslu á forvarnir, upplýsingu og meðferð. Viðhorf samfélagsins gagnvart fíknsjúkdómum hafa breyst frá því sem áður var. Upplýstur almenningur og stjórnvöld þekkja byltingarkenndar uppgötvanir á starfseindum heilans og aukin vísindalegur skilningur okkar á stjórnleysi vímuefnaneyslu hefur gert okkur hæfari en áður til að bregðast við þessum algenga heilbrigðisvanda. Líffræðilegar starfseindir og áhrifaþættir í umhverfinu hafa verið kortlagðir að stórum hluta og nú stendur yfir nákvæm leit að breytilegum erfðaþáttum sem hafa áhrif á þróun fíknsjúkdómsins hjá einstaklingnum. Hagnýting á þessari þekkingu vísindasamfélagins er forsenda framþróunar og framfara á sviði forvarna og meðferðar fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ef við viljum draga úr áföllum og heilsubresti einstaklinga vegna sjúklegrar vímuefnaneyslu, reisa við brotnar fjölskyldur og minnka fjárhagslega byrði samfélagsins vegna vímuefnaneyslunnar, þá verður það best gert með þekkingu og mannúð. Valdefling einstaklingsins felst í gagnreyndum vísindalegum upplýsingum sem hann getur notað til að breyta lífi sínu til batnaðar. SÁÁ hefur lengi átt gott samstarf við NIDA, sem er rannsóknarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins á sviði fíknrannsókna. Frá NIDA koma um 80% alls fjármagns á sviði fíknrannsókna á heimsvísu. Hægt er að nálgast fjölbreyttar upplýsingar um áfengis- og vímuefnafíkn á vef SÁÁ og fyrir áhugasama enskumælandi er best að byrja hjá drugabuse.gov sem er vefur NIDA. Þegar mikið er gert úr mikilvægi þekkingar á sviði heilbrigðisvísinda, þá er ekki verið að gera lítið úr öðrum þáttum mannlegra samskipta. Enginn heldur því fram að manneskjan sé komin að endimörkum þekkingar sinnar. Kærleikurinn fellur auðvitað aldrei úr gildi sem besta meðalið til að nálgast fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur vísindasamfélagið skoðað og rannsakað fíkn. Þessar rannsóknir voru lengi vel gerðar í skugga fordóma, goðsagna og ranghugmynda um eðli fíknar. Einstaklingar með fíknsjúkdóma í okkar samfélagi voru taldir viljalausir og siðferðilega vafasamir. Það er einmitt í skugga slíkra sjónarmiða að samfélagið ákveður að leggja þurfi meiri áherslu á refsingar, höfnun og útskúfun en minni áherslu á forvarnir, upplýsingu og meðferð. Viðhorf samfélagsins gagnvart fíknsjúkdómum hafa breyst frá því sem áður var. Upplýstur almenningur og stjórnvöld þekkja byltingarkenndar uppgötvanir á starfseindum heilans og aukin vísindalegur skilningur okkar á stjórnleysi vímuefnaneyslu hefur gert okkur hæfari en áður til að bregðast við þessum algenga heilbrigðisvanda. Líffræðilegar starfseindir og áhrifaþættir í umhverfinu hafa verið kortlagðir að stórum hluta og nú stendur yfir nákvæm leit að breytilegum erfðaþáttum sem hafa áhrif á þróun fíknsjúkdómsins hjá einstaklingnum. Hagnýting á þessari þekkingu vísindasamfélagins er forsenda framþróunar og framfara á sviði forvarna og meðferðar fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ef við viljum draga úr áföllum og heilsubresti einstaklinga vegna sjúklegrar vímuefnaneyslu, reisa við brotnar fjölskyldur og minnka fjárhagslega byrði samfélagsins vegna vímuefnaneyslunnar, þá verður það best gert með þekkingu og mannúð. Valdefling einstaklingsins felst í gagnreyndum vísindalegum upplýsingum sem hann getur notað til að breyta lífi sínu til batnaðar. SÁÁ hefur lengi átt gott samstarf við NIDA, sem er rannsóknarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins á sviði fíknrannsókna. Frá NIDA koma um 80% alls fjármagns á sviði fíknrannsókna á heimsvísu. Hægt er að nálgast fjölbreyttar upplýsingar um áfengis- og vímuefnafíkn á vef SÁÁ og fyrir áhugasama enskumælandi er best að byrja hjá drugabuse.gov sem er vefur NIDA. Þegar mikið er gert úr mikilvægi þekkingar á sviði heilbrigðisvísinda, þá er ekki verið að gera lítið úr öðrum þáttum mannlegra samskipta. Enginn heldur því fram að manneskjan sé komin að endimörkum þekkingar sinnar. Kærleikurinn fellur auðvitað aldrei úr gildi sem besta meðalið til að nálgast fólk.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar