Sérstakur saksóknari á kaffispjalli við Al Thani Guðmundur Guðbjarnason skrifar 27. júlí 2016 07:00 Í ljósi þeirra miklu og jákvæðu tíðinda fyrir íslenskt réttarfar að Mannréttindadómstóll Evrópu ætli að taka hið svokallaða Al Thani-mál til sérstakrar athugunar er tilefni til að fara sérstaklega yfir eina af fjórum spurningum Mannréttindadómstólsins til íslensku ríkisstjórnarinnar. Forsaga málsins er að í dómi Hæstaréttar í málinu var því slegið föstu að engin skýring geti verið önnur en sú að Mohammad Bin Khalifa Al-Thani, bróðir Emirsins af Katar, hafi átt að gefa helming hugsanlegs hagnaðar af hlutabréfaeign sinni í Kaupþingi til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jafnvel þó að Al Thani tæki sjálfur alla áhættu af viðskiptunum! Að mati Hæstaréttar er það hafið yfir skynsamlegan vafa, jafnvel þó að engar haldbærar sannanir liggi fyrir. Ekki þarf að fjölyrða um að slíkt fyrirkomulag stríðir augljóslega gegn heilbrigðri skynsemi, þar sem að áhætta og ávinningur haldast engan vegin í hendur.Hvað sagði Al Thani? Til er endurrit af tveimur hljóðupptökum af kaffispjalli milli annars vegar Al Thani sjálfs og hins vegar ráðgjafa hans og frænda, Sheikh Sultan, með starfsmönnum sérstaks saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni og saksóknaranum Birni Þorvaldssyni, sem fram fóru á Intercontinental Hótelinu í London. Þar sagði Sheikh Sultan, frændi og ráðgjafi Al Thani, um kaup Al Thani á hlutunum í Kaupþingi í íslenskri þýðingu minni: „....tilboðið um kaup á 5% hlutnum var beint til hans hátignar og eru því bein viðskipti hans. Þessi viðskipti eru ótengd öllum öðrum viðskiptum.“ Sömu sögu sagði Al Thani sjálfur: „Að eignast þessa hluti í bankanum er það sem mér var boðið. Þegar þeir lögðu tillöguna fyrir mig samþykkti ég hana og ég fól lögfræðilegum ráðgjafa mínum að sjá um lagalegu hliðina.” Hvorugur þeirra kannaðist við að Ólafur Ólafsson ætti einhvern hlut í kaupunum!Trúverðug svör að mati Ólafs Þórs Að loknu spjallinu við Sheikh Sultan, kvaddi Ólafur Þór og föruneyti með því að undirstrika að þeim þættu útskýringar hans mjög trúverðugar: „Yðar hátign hefur svarað spurningunum mjög heiðarlega hér í dag og við teljum þessi svör hafi virði fyrir rannsóknina, en til að þau hafi gildi sem gögn í máli, verðum við að kynna þau fram fyrir dómi.“ Sakborningarnir í Al Thani málinu kröfðust þess að þeir frændur gæfu vitnisburð fyrir dómi og þar með staðfestu frásögn sína. Þegar málið var flutt kom í ljós að ákæruvaldið hafði ekki boðað þá frændur fyrir héraðsdóm sem vitni. Gerðu lögmenn sakborninganna mjög alvarlegar athugasemdir við þetta í Hæstarétti en á það var ekki hlustað. Ekki verður annað séð en að Sérstakur saksóknari hafi metið það svo að framburður þeirra Katar-manna væri sérlega óheppilegur málatilbúnaði embættisins. Allt annað en sakfelling hefði verið óbærilegt. „Árangur“ í fyrsta stóra bankahruns-uppgjörsmálinu var embætti sem stofnað var einungis til að ákæra bankamenn augljóslega afar mikilvægur.Svör Al Thani rata ekki í dóminn Þá er einkar athyglisvert að sjá að það er ekki eitt orð að finna í Hæstaréttardómnum um hvað þeir Katar-frændur sögðu í samtölum við Sérstakan saksóknara. En hafa ber í huga að þá hefði þurft að færa fyrir því rök hvers vegna frásögn þeirra af viðskiptunum, sem var í samræmi við vitnisburð sakborninga og gögn málsins, væri skyndilega ekki trúverðug. Hæstaréttardómararnir hefðu þá einnig þurft að svara því hvers vegna lykilaðilar málsins, þeir Al Thani og frændi hans, voru ekki yfirheyrðir sem sakborningar. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar tóku þeir þátt í að villa um fyrir markaðinum með því að geta ekki til um að Ólafur ætti rétt á helmingi vænts hagnaðar Al Thani. Í raun hafi Al Thani ekki viljað eiga meira en hagnað af 2,5% hlut í Kaupþingi samkvæmt dómnum. Al Thani samþykkti augljóslega aldrei slíkt samkvæmt gögnum málsins en var hann þó sá eini sem hefði getað gert það. Á sama tíma var sonur minn, Magnús, sem að þeir Katar-frændur höfðu aðeins hitt einu sinni, látinn dúsa í einangrun, sími hans og lögmanns hans hleraður og húsleitir framkvæmdar á heimili hans. Hann situr enn af sér fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm meðan að eina refsing þeirra sem gátu framkvæmt meintan glæp – að gefa Ólafi Ólafssyni hagnaðarhlutdeild af hlutafjáreign sinni – var að sitja undir smjaðurslegum ávörpum „yðar hátign“ og „yðar hágöfgi“ frá Sérstökum saksóknara og starfsmönnum hans í svítu lúxus-hótels í London.Samvinna, heiðarleiki og vanvirðing Eftirtektarvert er að í lok spjallsins við Sheik Sultan var hann kvaddur með orðunum: „Við metum mjög mikils þessa samvinnu og þú hefur verið mjög heiðarlegur við okkur hér í dag og auðvitað viljum við ekki sýna neina vanvirðingu við Katar.” Hvað á að lesa í orðin „samvinnu, heiðarleika og vanvirðingu“, er saksóknari ekki að tala við höfuðpaur eins alvarlegasta efnahagsbrots sem um getur á Íslandi ef eitthvað er að marka ákæruna frá honum og síðar dóm Hæstaréttar? Ég hef áður skrifað nokkrar greinar um þá tilhneigingu saksóknara og dómara að líta á sig sem hafna yfir gagnrýni og ekki bundna af því að fylgja grundvallarlagareglum réttarríkisins nema það henti. Þessi viðleitni mín hefur borið sama árangur og að skvetta vatni á gæs. Ef til vill breytist það nú þegar að Mannréttindadómstóll Evrópu tekur undir og spyr íslenska ríkið: „hvort það hafi verið brotið á rétti sakborninganna um réttláta málsmeðferð þegar þeim var ekki gefið tækifæri á að yfirheyra vitnin Al Thani og frænda hans fyrir dómi.“ Ég, ásamt mörgum öðrum bíð spenntur eftir svarinu við þeirri spurningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra miklu og jákvæðu tíðinda fyrir íslenskt réttarfar að Mannréttindadómstóll Evrópu ætli að taka hið svokallaða Al Thani-mál til sérstakrar athugunar er tilefni til að fara sérstaklega yfir eina af fjórum spurningum Mannréttindadómstólsins til íslensku ríkisstjórnarinnar. Forsaga málsins er að í dómi Hæstaréttar í málinu var því slegið föstu að engin skýring geti verið önnur en sú að Mohammad Bin Khalifa Al-Thani, bróðir Emirsins af Katar, hafi átt að gefa helming hugsanlegs hagnaðar af hlutabréfaeign sinni í Kaupþingi til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jafnvel þó að Al Thani tæki sjálfur alla áhættu af viðskiptunum! Að mati Hæstaréttar er það hafið yfir skynsamlegan vafa, jafnvel þó að engar haldbærar sannanir liggi fyrir. Ekki þarf að fjölyrða um að slíkt fyrirkomulag stríðir augljóslega gegn heilbrigðri skynsemi, þar sem að áhætta og ávinningur haldast engan vegin í hendur.Hvað sagði Al Thani? Til er endurrit af tveimur hljóðupptökum af kaffispjalli milli annars vegar Al Thani sjálfs og hins vegar ráðgjafa hans og frænda, Sheikh Sultan, með starfsmönnum sérstaks saksóknara, Ólafi Þór Haukssyni og saksóknaranum Birni Þorvaldssyni, sem fram fóru á Intercontinental Hótelinu í London. Þar sagði Sheikh Sultan, frændi og ráðgjafi Al Thani, um kaup Al Thani á hlutunum í Kaupþingi í íslenskri þýðingu minni: „....tilboðið um kaup á 5% hlutnum var beint til hans hátignar og eru því bein viðskipti hans. Þessi viðskipti eru ótengd öllum öðrum viðskiptum.“ Sömu sögu sagði Al Thani sjálfur: „Að eignast þessa hluti í bankanum er það sem mér var boðið. Þegar þeir lögðu tillöguna fyrir mig samþykkti ég hana og ég fól lögfræðilegum ráðgjafa mínum að sjá um lagalegu hliðina.” Hvorugur þeirra kannaðist við að Ólafur Ólafsson ætti einhvern hlut í kaupunum!Trúverðug svör að mati Ólafs Þórs Að loknu spjallinu við Sheikh Sultan, kvaddi Ólafur Þór og föruneyti með því að undirstrika að þeim þættu útskýringar hans mjög trúverðugar: „Yðar hátign hefur svarað spurningunum mjög heiðarlega hér í dag og við teljum þessi svör hafi virði fyrir rannsóknina, en til að þau hafi gildi sem gögn í máli, verðum við að kynna þau fram fyrir dómi.“ Sakborningarnir í Al Thani málinu kröfðust þess að þeir frændur gæfu vitnisburð fyrir dómi og þar með staðfestu frásögn sína. Þegar málið var flutt kom í ljós að ákæruvaldið hafði ekki boðað þá frændur fyrir héraðsdóm sem vitni. Gerðu lögmenn sakborninganna mjög alvarlegar athugasemdir við þetta í Hæstarétti en á það var ekki hlustað. Ekki verður annað séð en að Sérstakur saksóknari hafi metið það svo að framburður þeirra Katar-manna væri sérlega óheppilegur málatilbúnaði embættisins. Allt annað en sakfelling hefði verið óbærilegt. „Árangur“ í fyrsta stóra bankahruns-uppgjörsmálinu var embætti sem stofnað var einungis til að ákæra bankamenn augljóslega afar mikilvægur.Svör Al Thani rata ekki í dóminn Þá er einkar athyglisvert að sjá að það er ekki eitt orð að finna í Hæstaréttardómnum um hvað þeir Katar-frændur sögðu í samtölum við Sérstakan saksóknara. En hafa ber í huga að þá hefði þurft að færa fyrir því rök hvers vegna frásögn þeirra af viðskiptunum, sem var í samræmi við vitnisburð sakborninga og gögn málsins, væri skyndilega ekki trúverðug. Hæstaréttardómararnir hefðu þá einnig þurft að svara því hvers vegna lykilaðilar málsins, þeir Al Thani og frændi hans, voru ekki yfirheyrðir sem sakborningar. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar tóku þeir þátt í að villa um fyrir markaðinum með því að geta ekki til um að Ólafur ætti rétt á helmingi vænts hagnaðar Al Thani. Í raun hafi Al Thani ekki viljað eiga meira en hagnað af 2,5% hlut í Kaupþingi samkvæmt dómnum. Al Thani samþykkti augljóslega aldrei slíkt samkvæmt gögnum málsins en var hann þó sá eini sem hefði getað gert það. Á sama tíma var sonur minn, Magnús, sem að þeir Katar-frændur höfðu aðeins hitt einu sinni, látinn dúsa í einangrun, sími hans og lögmanns hans hleraður og húsleitir framkvæmdar á heimili hans. Hann situr enn af sér fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm meðan að eina refsing þeirra sem gátu framkvæmt meintan glæp – að gefa Ólafi Ólafssyni hagnaðarhlutdeild af hlutafjáreign sinni – var að sitja undir smjaðurslegum ávörpum „yðar hátign“ og „yðar hágöfgi“ frá Sérstökum saksóknara og starfsmönnum hans í svítu lúxus-hótels í London.Samvinna, heiðarleiki og vanvirðing Eftirtektarvert er að í lok spjallsins við Sheik Sultan var hann kvaddur með orðunum: „Við metum mjög mikils þessa samvinnu og þú hefur verið mjög heiðarlegur við okkur hér í dag og auðvitað viljum við ekki sýna neina vanvirðingu við Katar.” Hvað á að lesa í orðin „samvinnu, heiðarleika og vanvirðingu“, er saksóknari ekki að tala við höfuðpaur eins alvarlegasta efnahagsbrots sem um getur á Íslandi ef eitthvað er að marka ákæruna frá honum og síðar dóm Hæstaréttar? Ég hef áður skrifað nokkrar greinar um þá tilhneigingu saksóknara og dómara að líta á sig sem hafna yfir gagnrýni og ekki bundna af því að fylgja grundvallarlagareglum réttarríkisins nema það henti. Þessi viðleitni mín hefur borið sama árangur og að skvetta vatni á gæs. Ef til vill breytist það nú þegar að Mannréttindadómstóll Evrópu tekur undir og spyr íslenska ríkið: „hvort það hafi verið brotið á rétti sakborninganna um réttláta málsmeðferð þegar þeim var ekki gefið tækifæri á að yfirheyra vitnin Al Thani og frænda hans fyrir dómi.“ Ég, ásamt mörgum öðrum bíð spenntur eftir svarinu við þeirri spurningu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar