Íslenskir saksóknarar og alþjóðleg mannréttindi Steinbergur Finnbogason skrifar 27. júlí 2016 06:00 Enda þótt pottur sé víða í heiminum brotinn hvað mannréttindi varðar hafa Íslendingar sem betur fer ávallt getað talið sig framarlega í flokki hvað þau varðar. Sú staðreynd virðist þó því miður blasa við að á nokkrum póstum þeirra mannréttinda sem kveðið er á um í Evrópusáttmálanum séum við beinlínis að dragast aftur úr eða að minnsta kosti að draga lappirnar svo ekki sé meira sagt. Sorgleg dæmi um það virðast meira að segja finnast hjá embættum saksóknara sjálfra hinna íslensku stjórnvalda. Þegar grannt er skoðað sýnast embættin meira að segja í veigamiklum atriðum á öndverðum meiði við bæði Dómarafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands. Það er út af fyrir sig fréttnæmt. Hér er ég með í huga viðbrögð við nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins um meðferð sakamála sem m.a. gerir ráð fyrir hertum reglum um hlerun símtala. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, m.a. að danskri fyrirmynd, að þegar lögregla óskar eftir heimild til símhlustunar sé viðkomandi skipaður lögmaður til að gæta réttinda hans, m.a. hvað varðar meðferð og notkun gagna sem safnast. Þessu leggjast saksóknaraembættin gegn og telja ákvæðið líklegt til að tefja mál og spilla rannsóknarhagsmunum. Við búum sem sagt í landi þar sem embætti saksóknara vilja í friði fá áframhaldandi aðgang að dómstólum sem kvitta eins og verið hefur á örskotsstundu upp á heimildir til símhlerana í 99% tilfella. „Fórnarlambið“ á engan rétt í augum saksóknara sem á þó ávallt að vinna með það að leiðarljósi að betra sé að 10 sekir séu sýknaðir en einn saklaus dæmdur. Lesa má það á milli lína í áliti beggja saksóknaraembættanna að þeim þyki þessar breytingar bæði íþyngjandi og kostnaðarsamar. Símhlustun er innbrot í helgasta vé einkalífsins. Sá sem liggur á hleri læðist um eins og þjófur á nóttu og þarf, hvort sem honum líkar betur eða verr, að hlusta á alls kyns persónuleg mál sem engu skipta fyrir rannsóknina. Um meðferð þessara gagna, varðveislu, aðgengi og eyðingu, má skrifa langt mál en hér verður látið duga að vekja athygli á því áliti Dómarafélags Íslands, sem það sendi Alþingi í umsögn sinni um frumvarpið, að „öryggi þeirra gagna sem hér um ræðir hjá héraðsdómstólunum [sé] ábótavant“. Segir einnig í álitinu að þetta vandamál sé „hluti af gagnavörslu héraðsdómstólanna sem verið hefur óviðunandi um langa hríð.“ Ljótt er ef satt er og auðvitað óþægilegt af að vita fyrir þolendur húsleita og símhlerana. Mér er þetta mál skylt. Héraðssaksóknari hneppti mig fyrir nokkru síðan í gæsluvarðhald þegar ég mætti sem lögmaður til skýrslutöku með skjólstæðingi mínum. Hann fékk og nýtti sér heimild til húsleitar í öllum gögnum lögmannsstofunnar. Hann fékk heimild til að skoða alla notkun síma minna sex mánuði aftur í tímann. Vel getur verið að hann hafi líka fengið heimild til símhlerana. Um það fæ ég engar upplýsingar fyrr en síðar. Síðast en ekki síst fékk hann heimild til þess að hneppa mig í gæsluvarðhald. Eftir þrjá sólarhringa, nokkru fyrr en nauðsyn bar til, var ég látinn laus. Nú er ljóst að samþykki dómarans fyrir húsleit og síðan gæsluvarðhaldi fékkst með því að leggja fyrir hann rangar og villandi upplýsingar. Fyrir það mun embætti héraðssaksóknara þurfa að svara fyrir dómstólum í fyllingu tímans. Ferlið í þá áttina er raunar þegar hafið með nýlegum úrskurði héraðsdóms sem skikkaði héraðssaksóknara til að eyða tafarlaust gögnum þessarar húsleitar. Þar er að mínu mati gefinn ákveðinn tónn um framhaldið. Ekki er ólíklegt að glannaskapur héraðssaksóknara hefði orðið minni ef ákvæði fyrrnefnds lagafrumvarps hefðu verið í gildi. Ef markmið saksóknaraembættanna eru hins vegar, eins og manni virðist oft vera tilfellið, fyrst og fremst að auka afköst og hámarka „árangur“ í ákærusmíð er skiljanlegt að þau maldi í móinn. Kannski er afkastaáherslan ein af ástæðum þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur oftsinnis spurt áleitinna spurninga um málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum og ítrekað ákvæði þess mannréttindasáttmála sem Íslendingar hafa undirgengist en þverskallast við að hlýða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Enda þótt pottur sé víða í heiminum brotinn hvað mannréttindi varðar hafa Íslendingar sem betur fer ávallt getað talið sig framarlega í flokki hvað þau varðar. Sú staðreynd virðist þó því miður blasa við að á nokkrum póstum þeirra mannréttinda sem kveðið er á um í Evrópusáttmálanum séum við beinlínis að dragast aftur úr eða að minnsta kosti að draga lappirnar svo ekki sé meira sagt. Sorgleg dæmi um það virðast meira að segja finnast hjá embættum saksóknara sjálfra hinna íslensku stjórnvalda. Þegar grannt er skoðað sýnast embættin meira að segja í veigamiklum atriðum á öndverðum meiði við bæði Dómarafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands. Það er út af fyrir sig fréttnæmt. Hér er ég með í huga viðbrögð við nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins um meðferð sakamála sem m.a. gerir ráð fyrir hertum reglum um hlerun símtala. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því, m.a. að danskri fyrirmynd, að þegar lögregla óskar eftir heimild til símhlustunar sé viðkomandi skipaður lögmaður til að gæta réttinda hans, m.a. hvað varðar meðferð og notkun gagna sem safnast. Þessu leggjast saksóknaraembættin gegn og telja ákvæðið líklegt til að tefja mál og spilla rannsóknarhagsmunum. Við búum sem sagt í landi þar sem embætti saksóknara vilja í friði fá áframhaldandi aðgang að dómstólum sem kvitta eins og verið hefur á örskotsstundu upp á heimildir til símhlerana í 99% tilfella. „Fórnarlambið“ á engan rétt í augum saksóknara sem á þó ávallt að vinna með það að leiðarljósi að betra sé að 10 sekir séu sýknaðir en einn saklaus dæmdur. Lesa má það á milli lína í áliti beggja saksóknaraembættanna að þeim þyki þessar breytingar bæði íþyngjandi og kostnaðarsamar. Símhlustun er innbrot í helgasta vé einkalífsins. Sá sem liggur á hleri læðist um eins og þjófur á nóttu og þarf, hvort sem honum líkar betur eða verr, að hlusta á alls kyns persónuleg mál sem engu skipta fyrir rannsóknina. Um meðferð þessara gagna, varðveislu, aðgengi og eyðingu, má skrifa langt mál en hér verður látið duga að vekja athygli á því áliti Dómarafélags Íslands, sem það sendi Alþingi í umsögn sinni um frumvarpið, að „öryggi þeirra gagna sem hér um ræðir hjá héraðsdómstólunum [sé] ábótavant“. Segir einnig í álitinu að þetta vandamál sé „hluti af gagnavörslu héraðsdómstólanna sem verið hefur óviðunandi um langa hríð.“ Ljótt er ef satt er og auðvitað óþægilegt af að vita fyrir þolendur húsleita og símhlerana. Mér er þetta mál skylt. Héraðssaksóknari hneppti mig fyrir nokkru síðan í gæsluvarðhald þegar ég mætti sem lögmaður til skýrslutöku með skjólstæðingi mínum. Hann fékk og nýtti sér heimild til húsleitar í öllum gögnum lögmannsstofunnar. Hann fékk heimild til að skoða alla notkun síma minna sex mánuði aftur í tímann. Vel getur verið að hann hafi líka fengið heimild til símhlerana. Um það fæ ég engar upplýsingar fyrr en síðar. Síðast en ekki síst fékk hann heimild til þess að hneppa mig í gæsluvarðhald. Eftir þrjá sólarhringa, nokkru fyrr en nauðsyn bar til, var ég látinn laus. Nú er ljóst að samþykki dómarans fyrir húsleit og síðan gæsluvarðhaldi fékkst með því að leggja fyrir hann rangar og villandi upplýsingar. Fyrir það mun embætti héraðssaksóknara þurfa að svara fyrir dómstólum í fyllingu tímans. Ferlið í þá áttina er raunar þegar hafið með nýlegum úrskurði héraðsdóms sem skikkaði héraðssaksóknara til að eyða tafarlaust gögnum þessarar húsleitar. Þar er að mínu mati gefinn ákveðinn tónn um framhaldið. Ekki er ólíklegt að glannaskapur héraðssaksóknara hefði orðið minni ef ákvæði fyrrnefnds lagafrumvarps hefðu verið í gildi. Ef markmið saksóknaraembættanna eru hins vegar, eins og manni virðist oft vera tilfellið, fyrst og fremst að auka afköst og hámarka „árangur“ í ákærusmíð er skiljanlegt að þau maldi í móinn. Kannski er afkastaáherslan ein af ástæðum þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur oftsinnis spurt áleitinna spurninga um málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum og ítrekað ákvæði þess mannréttindasáttmála sem Íslendingar hafa undirgengist en þverskallast við að hlýða.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar