Aflaheimildir til eins fyrirtækis í Færeyjum Hallveig Ólafsdóttir og Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun