Valkvætt lýðræði Lýður Árnason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Beint lýðræði fær nú mikið kastljós í Bretlandi. Þar varð ofan á niðurstaða sem mörgum þótti óhugsandi, óferjandi, óbærileg og það svo mjög að milljónir vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvað svo? Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um sama mál, staðan 1-1? Á seinni atkvæðagreiðslan að ráða úrslitum eða kannski sú þriðja? Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að hefja aðildarviðræður við ESB. Samstarfsaðilinn, Vinstri grænir, stungu á sig ógleðistílum enda gekk þetta þvert á yfirlýsingar gagnvart eigin kjósendum. Ekki kom til greina að spyrja þjóðina álits enda annar stjórnarflokkurinn skíthræddur við niðurstöðuna. Því var útkoman að gera ekki neitt og málinu þröngvað í gegnum þingið. Næst var ákveðið að færa stjórnarskrárbreytingar út úr sölum Alþingis og í hendur fólksins í landinu. Það ferli hlaut heimsathygli og þjóðin kláraði málið með þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Alþingi hins vegar hikstaði á útkomunni og ákvað að virða niðurstöðuna að vettugi. Og nú er stjórnarskrármálið aftur á strandstað. Núríkjandi ríkisstjórn ákvað að draga Ísland út úr aðildarviðræðum við ESB og gerði það án þjóðaratkvæðis, þvert á eigin orð. Aftur, niðurstaðan gat orðið þeim andkvæð og því betra að hún liti ekki dagsins ljós. Það sem þótti sjálfsagt fyrir kosningar var orðið að pólitískum ómöguleika eftir kjördag.Varpað yfir á þjóðina Með þessu hátterni hafa allir flokkar á Alþingi að Pírötum undanskildum, varpað eigin ómöguleika yfir á þjóðina sem situr uppi með helling af óútkljáðum málum. Eina málið sem hefur verið útkljáð er Icesave og það er vegna þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla var bindandi og alþingismenn gátu ekki snúið hana af sér. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar berjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um augljós deilumál, svo stór að þau kljúfa eigin þjóð í tvennt. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðis gangi þær í berhögg við eigin vilja. Og það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar vísa í almennar kosningar máli sínu til stuðnings. Þeir eru til sem telja nóg að mæta á kjörstað á fjögurra ára fresti og láta alþingismenn um rest. Hinir, sem vilja hafa áhrif á gang mála þess á milli, verða hins vegar að hrista af sér þessa valkvæðni og vera tilbúnir að ganga lýðræðinu í mót þó aflvakinn sé önnur sjónarmið en þeirra eigin. Þetta er alveg eins og Evrópumeistaramót í fótbolta, við komum okkar liði í gegnum forkeppni, mætum á völlinn, öskrum okkur hás, fögnum sigri eða unum tapi. Þannig göngum við áfram veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Beint lýðræði fær nú mikið kastljós í Bretlandi. Þar varð ofan á niðurstaða sem mörgum þótti óhugsandi, óferjandi, óbærileg og það svo mjög að milljónir vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvað svo? Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um sama mál, staðan 1-1? Á seinni atkvæðagreiðslan að ráða úrslitum eða kannski sú þriðja? Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að hefja aðildarviðræður við ESB. Samstarfsaðilinn, Vinstri grænir, stungu á sig ógleðistílum enda gekk þetta þvert á yfirlýsingar gagnvart eigin kjósendum. Ekki kom til greina að spyrja þjóðina álits enda annar stjórnarflokkurinn skíthræddur við niðurstöðuna. Því var útkoman að gera ekki neitt og málinu þröngvað í gegnum þingið. Næst var ákveðið að færa stjórnarskrárbreytingar út úr sölum Alþingis og í hendur fólksins í landinu. Það ferli hlaut heimsathygli og þjóðin kláraði málið með þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Alþingi hins vegar hikstaði á útkomunni og ákvað að virða niðurstöðuna að vettugi. Og nú er stjórnarskrármálið aftur á strandstað. Núríkjandi ríkisstjórn ákvað að draga Ísland út úr aðildarviðræðum við ESB og gerði það án þjóðaratkvæðis, þvert á eigin orð. Aftur, niðurstaðan gat orðið þeim andkvæð og því betra að hún liti ekki dagsins ljós. Það sem þótti sjálfsagt fyrir kosningar var orðið að pólitískum ómöguleika eftir kjördag.Varpað yfir á þjóðina Með þessu hátterni hafa allir flokkar á Alþingi að Pírötum undanskildum, varpað eigin ómöguleika yfir á þjóðina sem situr uppi með helling af óútkljáðum málum. Eina málið sem hefur verið útkljáð er Icesave og það er vegna þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla var bindandi og alþingismenn gátu ekki snúið hana af sér. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar berjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um augljós deilumál, svo stór að þau kljúfa eigin þjóð í tvennt. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðis gangi þær í berhögg við eigin vilja. Og það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar vísa í almennar kosningar máli sínu til stuðnings. Þeir eru til sem telja nóg að mæta á kjörstað á fjögurra ára fresti og láta alþingismenn um rest. Hinir, sem vilja hafa áhrif á gang mála þess á milli, verða hins vegar að hrista af sér þessa valkvæðni og vera tilbúnir að ganga lýðræðinu í mót þó aflvakinn sé önnur sjónarmið en þeirra eigin. Þetta er alveg eins og Evrópumeistaramót í fótbolta, við komum okkar liði í gegnum forkeppni, mætum á völlinn, öskrum okkur hás, fögnum sigri eða unum tapi. Þannig göngum við áfram veginn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar