Valkvætt lýðræði Lýður Árnason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Beint lýðræði fær nú mikið kastljós í Bretlandi. Þar varð ofan á niðurstaða sem mörgum þótti óhugsandi, óferjandi, óbærileg og það svo mjög að milljónir vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvað svo? Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um sama mál, staðan 1-1? Á seinni atkvæðagreiðslan að ráða úrslitum eða kannski sú þriðja? Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að hefja aðildarviðræður við ESB. Samstarfsaðilinn, Vinstri grænir, stungu á sig ógleðistílum enda gekk þetta þvert á yfirlýsingar gagnvart eigin kjósendum. Ekki kom til greina að spyrja þjóðina álits enda annar stjórnarflokkurinn skíthræddur við niðurstöðuna. Því var útkoman að gera ekki neitt og málinu þröngvað í gegnum þingið. Næst var ákveðið að færa stjórnarskrárbreytingar út úr sölum Alþingis og í hendur fólksins í landinu. Það ferli hlaut heimsathygli og þjóðin kláraði málið með þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Alþingi hins vegar hikstaði á útkomunni og ákvað að virða niðurstöðuna að vettugi. Og nú er stjórnarskrármálið aftur á strandstað. Núríkjandi ríkisstjórn ákvað að draga Ísland út úr aðildarviðræðum við ESB og gerði það án þjóðaratkvæðis, þvert á eigin orð. Aftur, niðurstaðan gat orðið þeim andkvæð og því betra að hún liti ekki dagsins ljós. Það sem þótti sjálfsagt fyrir kosningar var orðið að pólitískum ómöguleika eftir kjördag.Varpað yfir á þjóðina Með þessu hátterni hafa allir flokkar á Alþingi að Pírötum undanskildum, varpað eigin ómöguleika yfir á þjóðina sem situr uppi með helling af óútkljáðum málum. Eina málið sem hefur verið útkljáð er Icesave og það er vegna þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla var bindandi og alþingismenn gátu ekki snúið hana af sér. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar berjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um augljós deilumál, svo stór að þau kljúfa eigin þjóð í tvennt. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðis gangi þær í berhögg við eigin vilja. Og það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar vísa í almennar kosningar máli sínu til stuðnings. Þeir eru til sem telja nóg að mæta á kjörstað á fjögurra ára fresti og láta alþingismenn um rest. Hinir, sem vilja hafa áhrif á gang mála þess á milli, verða hins vegar að hrista af sér þessa valkvæðni og vera tilbúnir að ganga lýðræðinu í mót þó aflvakinn sé önnur sjónarmið en þeirra eigin. Þetta er alveg eins og Evrópumeistaramót í fótbolta, við komum okkar liði í gegnum forkeppni, mætum á völlinn, öskrum okkur hás, fögnum sigri eða unum tapi. Þannig göngum við áfram veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Beint lýðræði fær nú mikið kastljós í Bretlandi. Þar varð ofan á niðurstaða sem mörgum þótti óhugsandi, óferjandi, óbærileg og það svo mjög að milljónir vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvað svo? Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um sama mál, staðan 1-1? Á seinni atkvæðagreiðslan að ráða úrslitum eða kannski sú þriðja? Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að hefja aðildarviðræður við ESB. Samstarfsaðilinn, Vinstri grænir, stungu á sig ógleðistílum enda gekk þetta þvert á yfirlýsingar gagnvart eigin kjósendum. Ekki kom til greina að spyrja þjóðina álits enda annar stjórnarflokkurinn skíthræddur við niðurstöðuna. Því var útkoman að gera ekki neitt og málinu þröngvað í gegnum þingið. Næst var ákveðið að færa stjórnarskrárbreytingar út úr sölum Alþingis og í hendur fólksins í landinu. Það ferli hlaut heimsathygli og þjóðin kláraði málið með þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Alþingi hins vegar hikstaði á útkomunni og ákvað að virða niðurstöðuna að vettugi. Og nú er stjórnarskrármálið aftur á strandstað. Núríkjandi ríkisstjórn ákvað að draga Ísland út úr aðildarviðræðum við ESB og gerði það án þjóðaratkvæðis, þvert á eigin orð. Aftur, niðurstaðan gat orðið þeim andkvæð og því betra að hún liti ekki dagsins ljós. Það sem þótti sjálfsagt fyrir kosningar var orðið að pólitískum ómöguleika eftir kjördag.Varpað yfir á þjóðina Með þessu hátterni hafa allir flokkar á Alþingi að Pírötum undanskildum, varpað eigin ómöguleika yfir á þjóðina sem situr uppi með helling af óútkljáðum málum. Eina málið sem hefur verið útkljáð er Icesave og það er vegna þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla var bindandi og alþingismenn gátu ekki snúið hana af sér. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar berjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um augljós deilumál, svo stór að þau kljúfa eigin þjóð í tvennt. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðis gangi þær í berhögg við eigin vilja. Og það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar vísa í almennar kosningar máli sínu til stuðnings. Þeir eru til sem telja nóg að mæta á kjörstað á fjögurra ára fresti og láta alþingismenn um rest. Hinir, sem vilja hafa áhrif á gang mála þess á milli, verða hins vegar að hrista af sér þessa valkvæðni og vera tilbúnir að ganga lýðræðinu í mót þó aflvakinn sé önnur sjónarmið en þeirra eigin. Þetta er alveg eins og Evrópumeistaramót í fótbolta, við komum okkar liði í gegnum forkeppni, mætum á völlinn, öskrum okkur hás, fögnum sigri eða unum tapi. Þannig göngum við áfram veginn.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun