Versta valdaránið Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. júlí 2016 13:06 Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Fréttin af tilrauninni til valdaráns í Tyrklandi er enn ein fréttin sem skelfir okkur. Fyllir okkur óvissu. Hættulegasta valdarán nútímans stendur okkur samt ennþá nær og ógnar okkur enn meir. Það er valdaránið á huga okkar. Við erum daglega klófest af slæmum fréttum sem hræða úr okkur líftóruna. Við lifum í óvissu og hræðumst breytta heimsmynd. Hugur okkar er hertekinn af ótta sem við virðumst ekki getað losnað við. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunum á Hiroshima og Nagasaki skrifaði rithöfundurinn C.S. Lewis áhugaverða grein. Greinin hefði alveg eins getað verið skrifuð í dag. Á þeim tíma hafði fólk á tilfinningunni að heimurinn væri á síðustu metrunum. Að við værum búin að klúðra þessu. Lewis vissi að ógnin sem steðjaði að mannkyninu væri raunveruleg en hann vildi benda á mikilvægi þess að leyfa ógninni ekki hertaka huga fólks. Að það væri ekki þess virði. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að óttinn er gjarnan val. Við getum valið að leyfa honum að blómstra og kaffæra vonina. Óttinn er nefnilega bölvað illgresi. Hann dreifir sér hratt og gerir ekkert nema ógagn. Hann lamar og kæfir og hann stelur frá okkur framtíðinni sem við eigum að fá að njóta. Hugsið ykkur ef það hefðu verið til snjallsímar á miðöldum. Að newsfeedið ykkar væri fullt af þeirri grimmd, mannvonsku og fáfræði sem þá var við lýði. Spáið í að skrolla í gegnum fréttir af svartadauða, bólusótt og allskonar plágum sem felldu heilu og hálfu samfélögin. Mannkynið hefur oft staðið á brúninni og horft ofan í hyldýpið. Það sem við höfum í dag umfram þá sem á undan gengu er sagan um að það sé alltaf von. Alltaf. Það er sú von á að fá að vaxa og dafna í huga okkar. Hún á að stjórna ferðinni. Ég veit að þær fréttir sem við heyrum þessa dagana eru ógnvekjandi og við skulum ekki gera lítið úr þeim, en við megum ekki tapa stríðinu um okkar eigin huga. Með því að slíta upp óttann erum við heldur ekki að gera lítið úr þeim sem eiga um sárt að binda. Við erum þvert á móti að hindra að það komi sýking í sárin. Við erum að afvopna illskuna og þá sem henni þjóna. Þó ég viti vel að eitthvað slæmt geti gerst í dag þá geng ég samt fram í þeirri von um að dagurinn verði góður. Ég legg líka mitt að mörkum til að svo verði. Það er í mínu valdi og á mína ábyrgð. Þó að dauðinn sé það eina pottþétta í þessu lífi þá læt ég hann ekki stjórna lífi mínu. Það sjá allir að slíkt væri fásinna og heimska. Þess vegna læt ég óttann ekki heldur stjórna mér. Óttann við eitthvað sem kannski mun gerast. Hversu vitlaust væri það? Ég leyfi svo C.S. Lewis að eiga síðustu orðin. Þau eiga ótrúlega vel við í dag; "And the first action to be taken is to pull ourselves together. If we are all going to be destroyed by an atomic bomb, let that bomb when it comes find us doing sensible and human things - praying, working, teaching, reading, listening to music, bathing the children, playing tennis, chatting to our friends over a pint and a game of darts - not huddled together like frightened sheep and thinking about bombs. They may break our bodies but they need not dominate our minds."
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun