Skerðing á lífeyri mannréttindabrot Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2016 06:00 Aldraðir og öryrkjar hafa farið fram á að hætt verði að skerða lífeyri hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Skerðingin „króna á móti krónu“, það er skerðing Tryggingastofnunar á lífeyri, gæti verið mannréttindabrot. Þetta er mat Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur ástæðu til að endurskoða fyrirkomulagið. „Ég hugsa að þegar þetta var sett á á sínum tíma hafi enginn tekið þetta heildstætt og skoðað hvort við séum að uppfylla mannréttindaskuldbindingar,“ tekur hún fram. Samkvæmt alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem Ísland er aðili að, skuldbinda ríki sig til að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi.„Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands „Þeir landsmenn sem ekki hafa réttindi úr lífeyrissjóðum geta ekki lifað á lífeyrinum sem þeir fá frá hinu opinbera. Skerðingin „króna á móti krónu“ dæmir svo marga til að lifa við sömu lélegu kjörin þótt þeir hafi áunnið sér einhver lífeyrisréttindi eða aflað viðbótartekna. Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af,“ leggur Margrét áherslu á. Valfrjáls bókun við fyrrgreindan samning gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndarinnar sem starfar á grundvelli samningsins séu þeir ósáttir eftir að hafa reynt öll innlend réttarúrræði. Ekki er þó hægt að kæra meint brot til nefndarinnar hafi aðildarríki ekki fullgilt bókunina. Það hefur Ísland ekki gert. Að sögn Margrétar hafa Sameinuðu þjóðirnar mælst til þess að Ísland fullgildi bókunina.Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty„Við höfum lagt á það brýna áherslu í fjölda ára að bókunin verði samþykkt en ekki haft erindi sem erfiði. Við munum halda því áfram,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, herferðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty. Finnland er eina norræna ríkið sem hefur undirritað viðaukann. Hin norrænu ríkin hafa hvorki skrifað undir né fullgilt bókunina, að því er segir í skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir jafnframt að eingöngu 45 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafi undirritað bókunina og 21 fullgilt hana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Skerðingin „króna á móti krónu“, það er skerðing Tryggingastofnunar á lífeyri, gæti verið mannréttindabrot. Þetta er mat Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur ástæðu til að endurskoða fyrirkomulagið. „Ég hugsa að þegar þetta var sett á á sínum tíma hafi enginn tekið þetta heildstætt og skoðað hvort við séum að uppfylla mannréttindaskuldbindingar,“ tekur hún fram. Samkvæmt alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, sem Ísland er aðili að, skuldbinda ríki sig til að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi.„Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands „Þeir landsmenn sem ekki hafa réttindi úr lífeyrissjóðum geta ekki lifað á lífeyrinum sem þeir fá frá hinu opinbera. Skerðingin „króna á móti krónu“ dæmir svo marga til að lifa við sömu lélegu kjörin þótt þeir hafi áunnið sér einhver lífeyrisréttindi eða aflað viðbótartekna. Hvort sem um er að ræða eldra fólk eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem þeir geta lifað af,“ leggur Margrét áherslu á. Valfrjáls bókun við fyrrgreindan samning gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndarinnar sem starfar á grundvelli samningsins séu þeir ósáttir eftir að hafa reynt öll innlend réttarúrræði. Ekki er þó hægt að kæra meint brot til nefndarinnar hafi aðildarríki ekki fullgilt bókunina. Það hefur Ísland ekki gert. Að sögn Margrétar hafa Sameinuðu þjóðirnar mælst til þess að Ísland fullgildi bókunina.Bryndís Bjarnadóttir, herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty„Við höfum lagt á það brýna áherslu í fjölda ára að bókunin verði samþykkt en ekki haft erindi sem erfiði. Við munum halda því áfram,“ segir Bryndís Bjarnadóttir, herferðarstjóri Íslandsdeildar Amnesty. Finnland er eina norræna ríkið sem hefur undirritað viðaukann. Hin norrænu ríkin hafa hvorki skrifað undir né fullgilt bókunina, að því er segir í skriflegu svari frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir jafnframt að eingöngu 45 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafi undirritað bókunina og 21 fullgilt hana.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júlí 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira